Leita í fréttum mbl.is

Vill verkalýðshreyfingin?

eitthvað lýðræði?

Eru völd Fjögurrablaða Smára, Sólveigar og Ragnars Þórs ekki best tryggð með sem minnstri þátttöku almennra félagsmanna? Sem margir hverjir skilja ekki einu sinni íslensku.

Í Mogga stendur svo um atkvæðagreiðslur um kjarasamninga:

"Meðal félaga í Samtökum atvinnulífsins var þátttaka góð, 74%, og stuðningur mjög afgerandi.

Í atkvæðagreiðslum félaga í stéttarfélögum var stuðningur við samningana að vísu yfirleitt mjög góður meðal þeirra sem þátt tóku, en það veikir niðurstöðuna hve fáir tóku þátt, eða 8%-22% félagsmanna.

Þegar svo fáir taka þátt er hætt við að lítill hópur ákafamanna hafi óeðlilega mikil áhrif. Ekkert bendir til að svo hafi verið að þessu sinni en hættan er fyrir hendi.

Verkalýðshreyfingin verður að taka til umræðu hvernig hægt er að tryggja aukið lýðræði í hreyfingunni og koma í veg fyrir að fámennur minnihluti hafi þar óeðlileg áhrif.

Og hún þarf líka að taka til umræðu hvers vegna áhuginn á störfum stéttarfélaganna er svo lítill og hvort ekki er tímabært að gera breytingar í samræmi við áhugaleysi launamanna á starfi þessara félaga."

Af hverju heldur Morgunblaðið að verkalýðsforystan hafi endilega einhvern áhuga á lýðræði? Um það má stórlega efast þegar kosningatölur eru skoðaðar.

Allt fyrirkomulag verkalýðsmála á Íslandi er auðvitað grátbroslega ættað aftan úr grárri forneskju. Hafi menn geyst sig yfir innrás Mafíunnar og t.d.Jimmy Hoffa  í verkalýðsfélög vestan hafs, þá er það frekar áhrifalítið miðað við innrás nýkommanns í íslenska verkalýðspólitík þar sem áhrifin eru yfirþyrmandi og taka allt þjóðfélagið í gíslingu með landfræðilegri skylduaðild að slíkum selsköbum sem kjarafélögin eru. 

Kjarabaráttuleiksýningin er í rauninni hlægileg væri hún ekki svona alvarleg.

Vill verkalýðshreyfingin eitthvað lýðræði?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418167

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband