Leita í fréttum mbl.is

Tómas Ingi Olrich

tekur til máls um áhrif O3 í Morgunblaðinu í dag.

Niðurlag greinar hans er svofelld:

"Þess er með ýmsum hætti freistað að gera lítið úr málflutningi þeirra sjálfstæðismanna, sem vara við því að samþykkja þriðja orkupakkann.

Það vekur hins vegar athygli hve mikil þögn ríkir af hálfu forystu flokksins um fögnuð þeirra, sem klufu Sjálfstæðisflokkinn vegna andstöðu hans við inngöngu í ESB.

Þó ganga þessir síðastnefndu lengst í að bera lof á Sjálfstæðisflokkinn fyrir framgöngu hans í málinu og lofa fullum stuðningi við afgreiðslu orkupakkans.

Þeir fagna hækkuðu orkuverði til almennings og atvinnulífs.

Einn þeirra gengur jafnvel svo langt að bera lof á utanríkisráðherra Íslands fyrir að draga, með rökum Björns Bjarnasonar, gervallan þingflokk Sjálfstæðisflokksins eins og hverja aðra kanínu upp úr töfrahatti loddarans.

Fagnar Þorsteinn Pálsson þessum meintu töfrabrögðum og lofsyngur þingflokk Sjálfstæðisflokksins fyrir að auðvelda eftirleikinn fyrir þeim sem berjast fyrir aðild Íslands að ESB.

Óljóst er enn þegar þetta er ritað, hvort drengskapur fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins auðveldar þingflokki Sjálfstæðisflokksins að standa sem einn maður að innleiðingu orkupakka ESB.

Lokaorð

Það er sannarlega kominn tími til að Íslendingar sæki fram í stað þess að hörfa. Það er mikill misskilningur að það skapi okkur skjól og auki virðingu viðsemjenda okkar að hörfa sífellt og fara með veggjum, hlýðnir og auðmjúkir.

Það hlutverk var okkur ætlað í Icesave-málinu. Það vannst vegna þess að einarður málflutningur fór fram gegn uppgjöf ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og forsetinn vísaði málinu til þjóðarinnar."

Jæja, þá er maður kominn aftur í einn sameinaðan flokk, Sjálfstæðisflokkinn sinn gamla, aftur. Viðreisn er komin heim og við sameinuð í ESB afstöðunni aftur. Og eiginlega búnir að innbyrða Samfó tæknilega líka.

Lof og dýrð sé stjórnvisku okkar forystufólks.

Þökk sé Tómasi Inga Olrich fyrir að ljúka svona upp augum vorum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hreint út sagt frábær grein eftir Tómas Inga.

Allir heiðarlegir og sannir sjálfstæðismenn

taka heils hugar undir með honum.

En það eina sem Gulli og Bjössi Bjarna geta sagt

er að þylja möntru Steingríms J. og Jóhönnu Sig.

um að þetta sé allt "misskilningur" í okkur sem

andæfðum Icesave og andæfum nú þriðja orkupakkanum

frá hirðinni í Brussel, Gulla og Bjössa Bjarna.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.4.2019 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband