13.5.2019 | 18:29
Gömul Nostalgia
grípur mig þegar ég rekst á þessa mynd af GMC deuceandahalf 1941.
Ég átti dásamlegt sumar með akkúrat þessari gerð af trukk sumarið 1956. Þá vann ég hjá honum Rarik eins og hann var kallaður við að leggja raflínur í Skagafirði og á Ströndum undir verkstjórn þeirra öndvegismannanna Einars M. og hans Eiðs.
Það sem við trukkurinn fórum saman frá fjallatoppum til fúamýra ljómar í minningunni.
Sjónlínan í Skagafjarðarmýrunum var nærri í augnhæð þegar trukkurinn flaut yfir þær þar sem varla var fært á klofháum. Hann fór allsstaðar þar sem hællinn á stígvélinu sleit ekki grasrótina með tvöfalt á öllu öxlum.Við sprengdum staurana niður með dínamíti þarna í Skagafirðinum þar sem blautast var.
Þegar við misstum hann niður drógum við langan staur niður í mýrina með spilinu og rykktum honum svo upp.Við fórum niður fjallsskriður með loftpressu aftan í og urðum að hluti af nýju skriðufalli.
Maður var stundum vakinn um nætur til að draga upp fyllibyttur sem höfðu lent útaf á bílunum sínum og fékk þá bæði sjúss og pening fyrir. Þvílíkir tímar. Dró jarðýtur úr festum. Lyfti allskyns þunga með gálga sem maður setti á stuðarann að framan. Þessi gamli trukkur var fjölhæft tæki á þeirra tíma mælikvarða
Þessi ævintýri á þessum bíl með yndislegum vinnufélögum sem nú eru líklega flestir horfnir ljóma í minningu gamals manns sem stundum dreymir þennan bíl og þessar æskustundir og þær ævintýralegu torfærur sem maður fór með honum. Nú má víst ekkert svona lengur og allir svona trukkar horfnir sýn.Og bráðum verð ég horfinn líka.
Maður hitti marga fræga sveitahöfðingja eins og séra Lárus á Miklabæ, Jóhannesi bónda með fína "flugskeytahattinn" sem Eiður kallaði svo( flottur Battersbyhattur eins og þeir fínu brúkuðu í Reykjavík) og mörgu góðu og gestrisnu fólki á höfuðbólum Skagafjarðar beggja vegna Héraðsvatna. Á Ströndum milli Drangsness og Hólmavíkur var minna um bæina minnir mig en Skjaldböku-Hansen og hann Thúri(Arthur) voru góðir félagar í sprengingunum á fjöllunum.
En myndin vekur sannarlega upp gleymda Nostalgíu í gömlu hjarta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Takk
Benedikt Halldórsson, 14.5.2019 kl. 00:34
ÞARNA FÓRU HETJUR UM HÉRUÐ, DUGANDI GÓÐIR ÍSLENDINGAR.
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 14.5.2019 kl. 01:00
Þetta er falleg minning Halldór með GMC-TRUKKNUM og gömlum vinnu félögum á FJÖLLUM,VEGLEYSUM,STÓRÁM og FLJÓTUM á vegum RARIK á fyrstu árum athafna og framfara á ÍSLANDI.
Þú varst í áhættustarfi á ÍSLANDI, en ekki ég.
TRUKKAsagan minnti mig á vinnuna í Californiu 1956 til 3ja ára. þar töluðu félagarnir mest um hestöfl og konur. Þar tilheyrði maður Teamsters Union og "foringjanum Mr. Hoffa. USA er með BESTA VEGAKERFIÐ, sem Donald J.TRUMP ætlar að halda við og endurnýja.
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 15.5.2019 kl. 20:25
Gísli, þú þarft að segja okkur frá þínum árum þínum í Californiu og Hoffa. Varstu í framkvæmdum þarna? Attu myndir?
Halldór Jónsson, 15.5.2019 kl. 22:46
Ég sendi þér línu í kvöld um Hoffa og veru mína ´með góðum dreng, söngvaranum Sverri Runólfssyni og Kjartani bróður hans, sem vann hjá Sverri, en þeir voru staðsettir á Signal Hill í Long Beach með aðstöðu sína. Ég var úti 20 ára en myndir og minningar eru lokaðar einhversstaðar í kössum.
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 16.5.2019 kl. 07:27
Ég kynntist Sverri Runólfssyni á ÍSLENDINGAMÓTINU 1956 í Californíu. Ég var ráðinn á staðnum og settur á GMC-trukk með tengdum aftaní vagni um 62m.álengd. Trukkurinn og vagninn var nr.R-33. Þeir voru in the "rock and gravel business" fyrir vegakerfið og allt niður til San Pedro. Við töldumst löglegir af þunga með um 25tonn á bíl og vagni.
Margt er einfalt í USA. Ökuskýrteinið mitt dugði vel fyrir trukka keyrsluna. Ef þú veldur ekki skaða né slysum í 3 mánuði þá hefur þú náð FULLUM réttindum ALLRA BÍLA og TÆKJA. Ég var alsæll og tók eina ferð til fjalla með góðum ökumanni frá Sverri til að kynnast leiðinni og hleðslu tækjum og starfsfólkinu í sand og grjótnámunni.
Oft keyrðum við á nóttinni efni fyrir "asvalt" stöð, sem tengdafaðir Sverris átti. Oft langir vinnutímar,sem mér líkaði vel.
Nú var ég átomatiskt gengin í raðir Teamsters Union (án þess að vita af því). Jimmy HOFFA var mikils metinn og menn báru virðingu fyrir honum á vinnustað og í polutík. Það voru góðar reglur á hlutunum hjá HOFFA,sem allir fóru eftir.
Þegar ég var rukkaður um fyrsta ársgjaldið var ég með full hlaðinn trukkinn, þegar luxusamerikufólksbíll flautaði og bað mig um að STOPPA. Vel klæddur maður heilsaði mér hátíðlega með Teamsterunion merkið og sagðist vera að rukka the "unionfee". Við töluðum stund saman og ég vildi greiða honum á staðnum gegn kvittun. Hann vildi ekki aurana og bað mig um að fara á höfuðstöðvarnar, sem ég gerði. Þetta var mjög hátíðlegt og mjög "ÍTALSKT". Ég fell altaf fyrir "góðum siðum".
Árið 1975 hvarf Hoffa, en fannst löngu síðar "illa haldinn", að mig minnir.
USA, KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR og NATO er okkar fólk og kostar ekkert SAMVINNAN. Lögreglan í Californíu var hrifin af GAMLA íslenska ÖKUSKÝRTEININU. Gamla myndin frá "Lofti" og allt handskrifað. Hann bað mig um að keyra áfram heim niður til Long Beach kl.05:00 að morgni frá Hollywood og endurtók hvað þetta var einfalt og ekki flókið á ÍSLANDI.
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 16.5.2019 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.