Leita í fréttum mbl.is

Fyrirvarar um tilgangsleysi

virðast yfirgnæfa mat á kostum samþykkta?

Arnar  Þór Jónsson dómari hefur þetta að segja um fyrirvara Alþingis í ketinnflutningi og um orkumarkað Evrópu.

„Með þriðja orkupakk­an­um verður ekki bet­ur séð en að við séum að játa okk­ur und­ir það og festa það í sessi að raf­orka, eins og hver önn­ur vara, flæði óheft á milli landa. Frjálsa flæðið á vör­um er fyr­ir hendi, skil­grein­ing á raf­orku sem vöru er fyr­ir hendi, en með þriðja orkupakk­an­um kem­ur reglu­verk sem fjall­ar sér­stak­lega um teng­ing­ar á milli landa.“

Þetta seg­ir Arn­ar Þór Jóns­son, dóm­ari við Héraðsdóm Reykja­vík­ur og fyrr­ver­andi dós­ent við laga­deild Há­skól­ans í Reykja­vík, í sam­tali við mbl.is. Þannig sé inn­gang­ur til­skip­un­ar 2009/​72/​EC, sem er hluti af þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins, skýr hvað þetta varðar sem og mark­mið og skuld­bind­ing­ar ríkja sem und­ir­gang­ist hana.

„Gegn­um­gang­andi í text­an­um er áhersla á að ríki skuld­bindi sig til að ryðja úr vegi hindr­un­um í þessu sam­bandi.  Mark­miðið er sömu­leiðis krist­al­tært, það er að auka sam­keppni á þessu sviði milli landa. Komi til þess að Alþingi maldi á síðari stig­um í mó­inn munu ráðamenn í Brus­sel spyrja sömu spurn­ing­ar og ég spyr nú: Til hvers voru Íslend­ing­ar eig­in­lega að samþykkja þriðja orkupakk­ann ef þeir vilja síðan ekki flytja raf­orku til annarra landa?“ seg­ir Arn­ar Þór enn­frem­ur.

Smáríki var­ist að verða að leik­sopp­um

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa átt sér stað á EES-sam­starf­inu á þeim 25 árum sem Ísland hafi verið aðili að því, seg­ir Arn­ar Þór. Lýðræðis­leg vinnu­brögð hafi þannig til að mynda vikið fyr­ir val­boði ofan frá. „Dóm­stól­ar og eft­ir­lits­stofn­an­ir taka ákv­arðan­irn­ar og stýra ferl­inu, en ekki kjós­end­ur og lýðræðis­lega kjör­in lög­gjaf­arþing. Þetta þarf að ræða heiðarlega, sér­stak­lega út frá hags­mun­um smáþjóða í alþjóðlegu sam­starfi. Hér er runn­inn upp nýr veru­leiki sem ég tel að við þurf­um að vera vel vak­andi gagn­vart sé okk­ur á annað borð um­hugað um full­veldi Íslands og efna­hags­legt sjálf­stæði.“

Þannig verði smáríki að var­ast það á tím­um alþjóðavæðing­ar að verða ekki gerð að leik­sopp­um. Það fel­ist í því að gjalda beri var­hug við íhlut­un valda­mik­illa stofn­ana, sjóða og ríkja­banda­laga á ís­lenskt laga­setn­ing­ar­vald. Hvað þriðja orkupakk­ann varðar seg­ir Arn­ar Þór þannig hægðarleik að höfða samn­ings­brota­mál gegn Íslandi og „hnekkja fyr­ir­vör­um stjórn­valda, því fjór­frelsi EES-samn­ings­ins er æðra sér­stök­um fyr­ir­vör­um. Sér­stak­lega þegar litið er til þess hvert meg­in­mark­mið um­ræddr­ar til­skip­un­ar er eins og ég hef áður nefnt.“

Fyr­ir­var­ar vegna hráa kjöts­ins gagns­laus­ir

Þegar hér er komið sögu bend­ir Arn­ar Þór á að Íslend­ing­ar hafi verið með mjög góð rök í mál­flutn­ingi sín­um gegn inn­flutn­ingi á hráu kjöti, meðal ann­ars vegna ein­angraðrar legu lands­ins líkt og í orkupakka­mál­inu, en þau hafi hins veg­ar komið að engu haldi. „Við vor­um með skýra fyr­ir­vara varðandi land­búnað við gerð EES-samn­ings­ins en stönd­um svo frammi fyr­ir inn­flutn­ingi á hráu kjöti er­lend­is frá.“ Vís­ar hann þar til ein­hliða fyr­ir­vara rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna þriðja orkupakk­ans þess efn­is að sá hluti lög­gjaf­ar­inn­ar sem fjall­ar um raf­teng­ing­ar á milli landa verði inn­leidd­ur en gildis­töku hans frestað.

Tek­ur Arn­ar Þór und­ir með þeim Stefáni Má Stef­áns­syni, pró­fess­or við laga­deild Há­skóla Íslands, og Friðrik Árna Friðriks­syni Hirst lands­rétt­ar­lög­manni að lög­fræðilega rétta leiðin í mál­inu með hliðsjón af EES-samn­ingn­um sé að Alþingi hafni því að samþykkja þriðja orkupakk­ann með því að aflétta ekki stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara af lög­gjöf­inni og vísa þar með mál­inu aft­ur til sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar þar sem hægt væri óska eft­ir laga­lega bind­andi und­anþágum. Fyr­ir­vari rík­is­stjórn­ar­inn­ar ætti sér hins veg­ar enga slíka stoð í samn­ingn­um.

Vilji ís­lenska þjóðin samþykkja þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins sé það ákvörðun henn­ar seg­ir Arn­ar Þór enn­frem­ur. En sú ákvörðun eigi að vera tek­in af Íslend­ing­um sjálf­um að und­an­geng­inni vit­rænni umræðu en ekki í Brus­sel eða af EFTA-dóm­stóln­um. „Þess vegna tel ég rétt að málið fái meðgöngu­tíma og að við lát­um tím­ann hjálpa okk­ur við að melta það.“

Ægi­vald er­lendra skriff­inna sama og frjáls­lyndi?

„Það þarf að ná umræðunni upp úr lág­kúru eins og þeirri að þeir sem styðji samþykkt þriðja orkupakk­ans séu frjáls­lynd­ir en hinir for­pokaðir. Þar fyr­ir utan má spyrja hvað sé svona frjáls­lynt við það að vilja játa sig und­ir vald er­lendra skriff­inna og standa gegn sjálfs­ákvörðun­ar­rétti þjóða? Er það að sama skapi frjáls­lynt að vilja lúta hags­mun­um er­lendra stór­fyr­ir­tækja? Geng­ur ekki frjáls­lyndi ein­mitt út á að virða sjálfs­ákvörðun­ar­rétt annarra í lengstu lög?“ spyr Arn­ar Þór.

Hversvegna er maður að skrifa undir samþykki þegar maður tekur fram að maður muni ekki endilega standa við það?

Lofaði ekki Gizur Sturlu Sighvatssyni  því á Apavatni að mæla aldrei öfugt orð til hans ÓDRUKKINN? Var það ekki fyrirvari svipaðs eðlis og nú er mest með látið?

Hverjir eru kostirnir fyrir Ísland að innleiða O3 og þá næstu pakka? Eru fyrirvararnir kostirnir eða samþykktin tilgangslaus?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 3418288

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband