Leita í fréttum mbl.is

EES er úrelt þing

sem varðhundar hans lofsyngja í tíma og ótíma.

Hver segir með rökum að við höfum haft einhvern ómældan hag af honum?

ESB stóð aldrei við sinn enda en við hlaupum eftir hverri tilskipun án mótmæla. 

Gunnar Rögnvaldsson segir svo:

"Forsenda EES-samningsins var að íslenskar sjávarafurðir nytu tollfrelsis inn á hið evrópska efnahags-sértrúarsvæði ESB, og sem nú er vitað að virkar ekki hið minnsta miðað við að vera ekki aðili að því.

Þær frumforsendur samningsins hafa ekki verið uppfylltar. Að því leytinu er samningurinn markleysa. Frumforsendur hans halda ekki

Og til öryggis var samþykki Íslands á EES-samningnum háð þeirri stöðluðu og sjálfsögðu lágmarksmálamiðlun fullvita manna, að leitað yrði til dómstóla með þau mál sem eiga ekki við um Ísland, og sem skerða fullveldi íslenska lýðveldisins og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar.

Málamiðlun í þriðja orkupakkamálinu er sú að annað hvort sé málinu, eins og vera ber, vísað til úrskurðar hjá sameiginlegu EES nefndinni og undanþága frá honum fáist þar, eða ekki. Og fáist hún ekki þá skal EES-samningnum sagt upp og honum hætt, því þá er honum hvort sem er sannarlega sjálfhætt.

Þetta, eins og í icesavemálinu, er eina málamiðlunin sem þjóðin getur boðið embættismannaþingmönnum landsins. Annars er það út að leita að nýrri vinnu utan efnahags-sértrúarsvæðis ESB, sem í reynd er að breytast í eitt versta efnahagsvæði hins þróaða hluta veraldar

Ísland ætlar ekki að verða ólæknandi ESB-eyðni að bráð."

Það er vaxandi vantrú á því að EES sé einhver blessun lengur. EES er búið að fá á sig Brexit.Þar höfum við breyttar aðstæður.

Það munar um minna eða hvað? 

Hættum þessu ESB snobberíi. Heimurinn er stærri en þetta tollabandalag gegn USA og EES samningurinn er úrelt þing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mælið manna heilastir, Gunnar og Halldór.

Sigurður Ragnarsson (IP-tala skráð) 8.7.2019 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband