12.7.2019 | 10:08
Björn Bjarnason
skrifar athyglisverða grein um það hvernig kaupin gerast í valdakerfi Evrópusambandsins.
Mér finnst greinin veita góða innsýn í það hvernig þessu sambandi er stjórnað á lítið lýðræðislegan hátt,þar sem valdabrask einstaklinga og valdablokka yfirskyggir flest annað sem á þjóðríkjunum 27 kynni að brenna.
Það yfirgengur mig algerlega að til skuli vera þeir Íslendingar sem vilja ólmir þangið inn til að hafa áhrif eins og þeir segja og fá aðild að hinni dásamlegu vaxtalausu Evru á efnahagssvæði þar sem enginn hagvöxtur hefur verið í langan tíma, þar sem atvinnuleysi ungs fólks mælist í tugum prósenta og meirihluti þess býr enn í foreldrahúsum eftir þrítugt. Hver eru rök fyrir þessu sem halda?
Af hverju voru Bretar að fara út? Hafa þeir beðið um aðild að hinu heilaga EES? Hvað finnst Birni Bjarnasyni líklegt að þeir geri í framhaldi af Brexit? Munum við Íslendingar ekki þurfa að aðlaga okkur að þeirri veröld?
Björn skrifar svo:
"Þegar Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, var tilnefnd næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB braust út reiðialda meðal þýskra stjórnmálamanna. Angelu Merkel Þýskalandskanslara var bannað að greiða atkvæði í leiðtogaráði ESB með flokkssystur sinni og nánum samstarfsmanni í ríkisstjórn síðan 2005.
Jafnaðarmenn í stjórn Merkel veittu kanslaranum ekki umboð til að taka afstöðu. Meginástæðan fyrir þessari reiði er ágreiningur innan ESB um hvernig standa skuli að vali forseta framkvæmdastjórnarinnar.
Ágreiningurinn snýst um hve mikil völd eigi að veita ESB-þinginu. Hefur leiðtogaráð ESB frjálsar hendur við tilnefningar eða ber því að taka tillit til vilja ESB-þingsins og kjósenda? ESB-þingmenn vilja að fylgt sé reglu sem lýst er með þýska orðinu spitzenkandidat, oddvitareglunni á íslensku.
Fyrir kosningar til ESBþingsins, þær fóru síðast fram nú í maí, koma þingflokkar sér saman um oddvita á listum sínum. Oddvita þess lista sem fær flest atkvæði ber samkvæmt reglunni að líta á sem frambjóðanda til forsetaembættis í framkvæmdastjórn ESB. Leiðtogaráðið eigi að taka tillit til þessa. Nú hefði Bæjarinn Manfred Weber, oddviti mið-hægriflokksins EPP, átt að verða forseti framkvæmdastjórnarinnar samkvæmt reglunni.
Næstur í röðinni var Frans Timmermans, jafnaðarmaður frá Hollandi. Hvorugur hlaut náð fyrir augum leiðtogaráðsins sem tilnefndi að lokum Ursulu von der Leyen (EPP) eftir langa og stranga fundi. ESB-þingið ákveður í næstu viku hvort Ursula von der Leyen tekur við af JeanClaude Juncker 1. nóvember. Fræðilega er staða hennar sterk.
EPP-flokkurinn, S&D-flokkurinn (sósíalistar og lýðræðissinnar) og frjálslyndir eiga samtals 444 þingmenn en 376 þarf til að njóta stuðnings hreins meirihluta. Þessir flokkar standa að baki tilnefningu leiðtogaráðsins en meðal sósíalista kraumar mikil reiði og þess vegna hefur von der Leyen þótt miklu skipta að eiga innhlaup hjá Græningjum sem voru sigurvegarar ESB-þingkosninganna. Hvort viðræður hennar og forystumanna græningja skila árangri kemur í ljós. Hún vill frekar geta reitt sig á stuðning þeirra en þingmanna sem hafa horn í síðu Brusselvaldsins.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti barðist hart gegn hollustu við oddvitaregluna í leiðtogaráðinu. Gamalgrónir ESB-þingmenn bundu ekki hendur hans og í ESBþingflokki hans, frjálslyndum, vilja menn ganga lengst við að styrkja yfirþjóðlegt vald í Bandaríkjum Evrópu.
Frakklandsforseti stóð að baki tillögu um Ursulu von der Leyen meðal annars vegna þess að hún talar frönsku. Þá fékk Frakkinn Christine Lagarde stól seðlabankastjóra Evrópu og Belginn Charles Michel verður forseti leiðtogaráðs ESB, hann er handgenginn Macron.
Christine Lagarde
Þegar hrunið varð haustið 2008 fóru Frakkar með pólitíska forystu innan Evrópusambandsins, þess vegna sat fjármálaráðherra þeirra, Christine Lagarde, í forsæti fjármálaráðherrafundar ESB og EES/ EFTA-ríkjanna sem Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra sótti í Brussel í nóvember 2008 fyrir Íslands hönd.
Í bókinni Árni Matt frá bankahruni til byltingar (útg. 2010) segir Árni að Christine Lagarde hafi í raun verið eini fulltrúi ESB á fundinum sem reyndi að finna hóflega lausn fyrir íslensku sendinefndina. Kynni þeirra Árna og Lagarde á þessum fundi og öðrum eru á þann veg að hann segir hana jafnan hafa sýnt Íslendingum skilning og verið elskuleg eins og hann orðar það.
Christine Lagarde varð fyrst kvenna forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) árið 2011. Í embættinu kom hún að málum Íslands. Íhlutun hennar og sjóðsins í mál hér voru barnaleikur miðað við átökin við Grikki og aðrar þjóðir til bjargar evru-samstarfinu. AGS var hluti þríeykisins sem sett var á laggirnar til höfuðs Grikkjum. Hinir tveir fulltrúarnir komu frá framkvæmdastjórn ESB og seðlabanka evrunnar.
Í Grikklandi beittu stjórnmálaöfl sér harkalega gegn Christine Lagarde og AGS en ekki síður gegn Þjóðverjum. Angelu Merkel og Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, var lýst sem höfuðfjendum Grikkja.
Nú er það áfram hlutverk Lagarde að verja evruna, sjálft djásnið í augum þeirra sem vilja meiri samruna í Evrópu.
Angela Merkel
Herfried Münkler, stjórnmálafræðingur og fyrrv. kennari við Humboldt-háskólann í Berlín, birti í vikunni grein í Die Welt þar sem hann færir fyrir því rök að oddvitareglan sé hættuleg fyrir Evrópusambandið. Í henni felist of mikil áhersla á vald meirihlutans. Frá öndverðu hafi sambandið mótast af ríku tilliti til réttar minnihlutans. Aðilar sambandsins séu fullvalda og sjálfstæð ríki, telji þau á sér troðið kunni þau að hugsa sér til hreyfings og sundrung myndist í hópnum. Þetta sé ekki söguleg staðreynd heldur lifandi eins og komið hafi í ljós árið 2005 þegar Frakkar og Hollendingar höfnuðu frumvarpi að stjórnarskrá Evrópu í þjóðaratkvæðagreiðslum.
Í stað hennar kom Lissabonsáttmálinn árið 2009. Innan ESB togast með öðrum orðum á krafan um að rétta lýðræðishallann með auknu valdi ESB-þingsins og tillitið til þjóðríkisins og fullveldis þess. Münkler segir að með vísan til virðingar fyrir þjóðríkinu sé höfuðáhersla lögð á einróma ákvarðanir á vettvangi ESB, örsjaldan sé gengið til atkvæða.
Oddvitareglan sé andstæð þessu meginsjónarmiði og í raun gengin sér til húðar. Að leggja nafn Manfreds Webers fyrir ESB-þingið rauf samstarf Þjóðverja og Frakka, pólitíska þungamiðju ESB. Að gera tillögu um Frans Timmermans gekk gegn vilja ríkisstjórna í austurhluta Evrópu og á Ítalíu.
Herfried Münkler segir að við þessar aðstæður hafi Angela Merkel enn einu sinni látið samstöðu innan ESB vega þyngra en flokkspólitísk sjónarmið. Þar með hafi hún opnað leiðina að sameiginlegri niðurstöðu í leiðtogaráði ESB.
Stjórnmálafræðingurinn segir að í átökunum um forystumenn ESB hafi á ný sannast að þar nái menn ekki fram vilja sínum með stóryrtum yfirlýsingum og úrslitakostum um menn og málefni heldur með sveigjanleika og því að halda mörgum leiðum opnum. Sá sem hafi þessa aðferð best á valdi sínu nái einnig mestum árangri.
Münkler segir að um þessar mundir ríki jafnmikil óvissa um hvort Ursula von der Leyen verði kjöin næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB og hvort stóra samsteypustjórnin undir forystu Merkel lifi áfram í Berlín. Eitt sé þó víst að Angela Merkel ætli að kveðja stjórnmálin. Afleiðingar þess verði meiri í Brussel en í Berlín því að framtíð ESB ráðist af því hvort takist að finna einhvern í Merkel stað sem gegni saman hlutverki við að setja niður ágreining og hafi það á valdi sínu.
Emmanuel Macron hafi í síðasta valdatafli sýnt að honum sé hlutverkið um megn, sjónarhornið sé of þröngt. Greininni lýkur á þessum orðum: Þess vegna kann málum að vera þannig háttað að brotthvarf Merkel af evrópska sviðinu sé upphaf endalokanna í Brussel.
Hvað verður um EES ef ESB lendir í uppnámi? Hvernig sér Björn Bjarnason framtíð Íslands í þeim ólgusjóum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Þýski fjármálamaðurinn, Friedrich Merz, sóttist eftir að verða arftaki Angelu Merkel sem formaður CDU. Hann tapaði naumlega í kosningu fyrir Annegret Kramp-Karrenbauer.
Ég verð að segja að ég var mjög spenntur fyrir Friedrich Merz, en nú kemur sonur hans fram og fær þau fáu hár sem eftir eru á höfði mér til að rísa: Friedrich Merz und BlackRock – sein Sohn deckt auf
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 12.7.2019 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.