Leita í fréttum mbl.is

Sigmundur Davíð

hinn vaxandi stjórnmálaleiðtogi ritar athyglisverða grein í Morgunblaðið í dag um sýndarmennskuna sem ríkir hvarvetna í stjórnmálum Evrópusambandsins.

Þetta Evrópusamband hefur sýnt sig ófært um að geta tekið nokkra skynsamlega eða aðkallandi  ákvörðun í nokkur máli , frá tímum Bosníustríðsins til Brexit núna.

Sigmundur lýsir getuleysi ESB-ríkjanna til að fást við flóttamannamálið yfir Miðjarðarhafið. Hvernig sambandið hefur falið glæpamönnum að hafa frítt spil til að sigla manndrápsbollum út fyrir landhelgi Afríku til þess eins að láta björgunarskip taka við fólkinu og flytja til Ítalíu. Aðeins til að skapa meiri vandamál fyrir Ítali.

Sigmundur segir m.a.:

" Evrópulönd hvetja til hættufararinnar

Tíðindi af því hvert best sé að leita dreifast hratt á internetinu. Flestir glæpahópanna eru með Facebook-síður sem auglýsa ferðirnar og áfangastaðina. Þegar Evrópulönd, einkum Þýskaland og Svíþjóð, opnuðu landamærin 2015 stórjókst sala hinna hættulegu ferða til Evrópu.

En ef ferðin kostar 10.000 evrur á mann, hvers vegna kaupir fólkið þá ekki bara flugferð beint á áfangastað?

Það er vegna þess að fólkið fær ekki vegabréfsáritun. Það er „ólöglegir innflytjendur“.

Þess í stað standa Evrópulöndin í raun fyrir því brjálæðislega fyrirkomulagi að hvetja fólk til að leita til hættulegra glæpamanna. Þeir fá stórfé fyrir vonina um að þeir standi við fyrirheit um að fara með karla, konur og börn í lífshættulega för. Fólk sem kemst alla leið getur svo átt von um hæli..."

Af hverju getur þetta fólk keypt sér flugferð til Íslands án allra skilríkja  og gerst hér hælisleitendur ef það kemst inn fyrir Schengen?

Af hverju er hér tekið til efnislegrar meðferðar þegar fólk sem er með alþjóðlega vernd í öðru landi vill heldur vera hér en þar?

Af hverju eru Íslendingar svona gjarnir á að hlaupa til í samúðarhópa af minnsta tilefni. Heimta sérmeðferð fyrir hvern hópinn af öðrum án þess að spyrja nokkurs um ástæður?

Sigmundur Davíð lýsir einkar vel í þessari grein hvað við er að fást í innflytjendamálum ESB.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 3418231

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband