Leita í fréttum mbl.is

Af hverju getum við þetta ekki?

í stað þess að spilla landinu okkar með sorpurðun?

amager AAmagerB

 

 

 

 

 

 

 

https://www.a-r-c.dk/amager-bakke.

Þetta er alveg stórkostlegt mannvirki sem dugar öllu Íslandi. Framleiðir 63 MW. af rafmagni og/eða247 MW.af hitaorku. Höfum við efni á að jarða þessa orku til einskis gagns? 

Af hverju byggjum við ekki svona í stað þess að gæla við einhvern þjóðarsjóð sem á að grípa til í einhverri kreppu framtíðar? Við erum í sorpherkví Íslendingar. 

Af hverju getum við ekki afritað þetta mannvirki?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Dettur í hug teprulegt "ojbjakk" sem ratar beint í allra vasa; Ekki mína.

Helga Kristjánsdóttir, 23.7.2019 kl. 16:26

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta virðist vera snjöll lausn. Væri áhugavert að vita hversu mikla orku væri hægt að framleiða með svona græju, t.d. á höfuðborgarsvæðinu, og hvað myndi kostað að byggja og reka hana.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.7.2019 kl. 21:05

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef þetta er fyrir hálfa aðra milljón manns, er ekki víst að við ráðum við það. 

En það má áreiðanlega gera vasaútgáfu af þessu sem hentar okkur. 

Ómar Ragnarsson, 23.7.2019 kl. 22:44

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég hef ekki fengið tölur um hvað þetta notar mikla orku til að kveikja upp og hækka hitann í ruslinu en það er áreiðanleg eitthvað. 

En Ómar, þú ert áreiðanlega með fingurinn á púlsinum.

Þorsteinn, þetta framleiðir 63 MW af rafmagni og 247 MW af hitaorku segja þeir.

Helga, ég skil þig ekki alveg. Viltu halda áfram að urða sorpið?

Halldór Jónsson, 24.7.2019 kl. 09:45

5 identicon

Við höfum ekkert að gera við varmaorkuna, hún kemur yfirleitt upp úr borholum (~92% með hitaveitu*), þannig að eftir stendur spurningin hvort stofnkostnaður 63 MW rafmagns réttlæti fjárfestinguna. Af stærðarhlutföllum trjáa á myndinni að dæma er það mér til efs.

*Sk. köld svæði eru ekki með hitaveitu. Helstu þéttbýlisstaðir þar eru á Austfjörðum, Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum.  Ef ég man rétt er búið að reyna sorpbrennslukyndingu á amk. Ísafirði og Kirkjubæjarklaustri en mig minnir að báðum hafi verið lokað. Nb. þar var ekkert verið að tengja rafmagnsframleiðslu við hitaframleiðslu.

Þrándur Ólafsson (IP-tala skráð) 24.7.2019 kl. 10:02

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Víst höfum við við hana að gera í stað þess að jarða hana. Þetta er allt önnur brennslutækni heldur en fyrri díoxínbrennslur

Halldór Jónsson, 24.7.2019 kl. 11:41

7 identicon

Við eigum óbyggðar fallegar og ljótar eyjur allt í kringum Landið okkar.  

Auðvelt væri að byggja RAFORKUVER á sumum þessara eyja og nota aðfallið og útfallið til að framleiða rafmagn.  Þarna eru stór pökkunarsvæði.

Þetta væri gott verkefni fyrir Marel h/f í Garðabæ. 

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 24.7.2019 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband