Leita í fréttum mbl.is

Flokkstryggðin

er merkilegt fyrirbrigði sem þekkist bara í gömlu flokkunum Framsókn og Sjálfstæðisflokknum. Smáflokkarnir á Alþingi eru ekki stjórnmálaflokkar í þeim skilningi heldur hagsmunaklúbbar sem miða við að komast á betri laun, en hugsjónir eða heimspeki eru engar fyrir hendi. 

Forysta Sjálfstæðisflokksins  veit þetta og er þess vegna harðákveðin í því að afgreiða orkupakkann með henni Sunnu, Þorgerði Katrínu, Loga  og Katrínu Jakobs.

Ég hef hitt nokkra Sjálfstæðismenn sem segja að Flokkurinn sé genginn úr þeim núna sem stendur þar sem þeir eru upp á kant við þingflokkinn.

En eins og allir vita þá eru allir aðrir flokkar svo hræðilegir að enginn genetískur Sjálfstæðismaður getur kosið neitt annað en Sjálfstæðisflokkinn.

Það er nefnilega eins og bóndinn sem sagði á framboðsfundi: "Ég á  hest sem er bæði slægur, hrekkjóttur og latur. En það er hestur sem ég þekki og það er ekki víst að ég fái betri hest þó ég reyni að fara í hestakaup við einhvern. Eins er þetta með þingmennina okkar."

Þess vegna geta þessir þingmenn yfirleitt treyst á endurkjör hvern fjandann sem þeir gera. Þeir ljúga hverju sem er og segja svart hvítt fyrir kosningar og við kjósendur látum slag standa því hinir eru svo hræðilegir.Sjálfstæðisflokkurinn hefur þó grunnstefnu sem okkur líkar þó forystan fari sínu fram og komist upp með hvað sem er.

Þetta er flokkstryggðin sem við þekkjum sem hefur ekkert með hrifningu eða virðingu á persónum að gera, enda er þingmennska bara bísness sem við erum bara fegin að einhver nennir að standa í og við kjósum því frekar illskásta kostinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband