Leita í fréttum mbl.is

Styrmir Gunnarsson

ræddi stjórnmálaástandið i skemmtilegum viðtalsþætti á Útvarpi Sögu sem var endurfluttur á afhallandi sunnudegi.

Mér þótti mikið varið í greiningar hans á stöðu flokkanna og forystumanna þeirra.

Hann taldi aðspurður að stjórnarsamstarfið myndi lifa 3. orkupakkann af. Hinsvegar væri honum ekki fullljóst hvernig stjórnarflokkunum myndi ganga að lifa af eftir samþykkt hans.  Hann teldi að Framsóknarflokkurinn væri beinlínis í lífshættu  vegna málsins og hann velti fyrir sér hvort samþykkt hans þýddi að Sjálfstæðisflokkurinn myndi verða varanlega minni en 20 % flokkur eftir þetta.

Hann sagðist ekki átta sig á því hverskonar flokkur V.G. væri orðinn. Flokkur sem væri upprunninn úr vinstra armi Alþýðuflokks  og Alþýðubandalagsins og hefði átt rætur hjá herstöðvaandstæðingum. Nú væru miklar framkvæmdir á vegum Bandaríkjamanna boðaðar í varnarmalum landsins. Hann teldi að varla gæti slíkt orðið án samþykkis ríkisstjórnarmeirihlutans á Alþingi. Öðruvísi en var 1951 þegar herinn kom nær fyrirvaralaust. Nú væru breyttir tímar og honum fyndist óhugsandi að slíkt yrði án atbeina Alþingis og ríkisstjórnar. Og ríkisstjórnin væri undir forsæti V.G.þannig að ekki væri auðvelt að átta sig á því hverskonar  flokkur þetta væri orðinn.

.

 

Styrmir vildi ekki gera mikið úr hættunni af Trójuhestum innan Sjálfstæðisflokksins  sem væru Evrópusinnar innst inni og tilbúnir að ganga í líð með þeim ef svo bæri undir.   Hann taldi að  þeir væru flestir  komnir þaðan yfir til Viðreisnar.  Samfylkingin ætti í samskonar vandræðum og krataflokkar um allan heim. Þeir væru að missa tengslin við hið venjulega vinnandi fólk. Það væri einna helst Corbyn sem ræktaði þau gömlu kratatengsli ennþá.

Hinsvegar væri spurning um vaxandi áhrif embættismanna kerfisins með minnkandi þátttöku venjulegs fólks og ungs fólks  í  flokksstarfi eins og hjá Sjálfstæðisflokknum sem sæju atvinnuhagsmuni sína beinlínis liggja hjá Evrópubandalaginu eins og verið hefði áberandi í Noregi á sínum tíma. 

Ég varð hugsi eftir þessar hugleiðingar ritstjórans fyrrverandi auk þess sem hann skyggndist skarplega inn í framtíð atvinnuvega Íslands og stöðu þeirra í breyttum tækniheimi sem væri óðum að myndast.

Víst er að að vaxandi stjórnmálaglundroði blasir við á Íslandi með fjölgun smáflokka á Alþingi sem hlýtur að leiða af því ef gömlu flokkarnir sem einu sinni voru stórir verða fyrir  fylgishruni.

Það er full ástæða til að staldra við orð svo reynds manns sem Styrmir Gunnarsson er um stjórnmálin hérlendis sem erlendis og næstu framtíð okkar lands.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Styrmir var líka einn ræðumanna á kynningarfundi Lýðæðisflokksins í Iðnó í gær, sem fjallaði mest um orkupakkamálið, og frábært var þar líka erindi Kristins Sigurjónssonar verkfræðings, ennfremur mjög gott hjá Unu Maríu Óskardóttur, varaþingmanni Miðflokksins í SV-kjördæmi. Ekkert okkar, sem hér erum nefnd, erum á leið inn í þennan nýja flokk, en umræðuvettvangurinn var þar góður, enda betra að ræða mál en að ræða þau ekki! 

Styrmir átti þarna fróðlegt erindi um m.a. jarðakaup útlendinga og ásælni eða hugsanlega ásælni erlendra ríkja eins og Kína og Rússlands við að eignast hér jarðir og jafnvel heilu álfyrirtækin. Hann lagði áherzlu á þjóðarsamstöðu og einnig í orkupakkamálinu, styður þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, en sagðist ekki skilja "hvað hefði komið fyrir þessa þingmenn" sem vilji nú skyndilega snúa baki við fyrri stefnu sinni og kjósa orkupakkann. Ræddi hann í því sambandi, að það væri ofboðslega mikil krafa um einsleitni í stjórnmálaflokkum og nefndi dæmi um slíkt frá Kaldastríðsárunum, þegar sumir Sjálfstæðismenn ömuðust við því að birtar væru í Morgunblaðinu "greinar eftir svona menn" (ýmsa með önnur viðhorf en áhrifamönnum flokksins þókknuðust), jafnvel var honum sjálfum, ritstjóranum á Mogga, legið á hálsi fyrir persónulegan vinskap við hæfileikamikla vinstri menn eins og eitt okkar fremsta tónskáld sem hann nefndi.

Jón Valur Jensson, 19.8.2019 kl. 07:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 15
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 3418309

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband