Leita í fréttum mbl.is

Ingimar Eydal

var frábær maður og fyrirmynd ungu fólki allra tíma.

Við hjónin vorum að  horfa á þátt um hann í RÚV núna rétt áðan á sunnudagsmorgni. Við vorum sammála um það að það væri langt síðan að við hefðum séð jafngóðan þátt um jafn góðan mann eins og Ingimar Eydal var.

Þessi  fjölhæfi tónlistarmaður og mannkostamaður og algjöri reglumaður,  Ingimar Eydal, var öllum mikill harmdauði þegar hann féll frá langt fyrir aldur fram. Við sem eldri erum geymum hann og hljómsveitina hans, kátínuna og líka alvöruna í lífi hans með okkur í minningum okkar.  Þessi þáttur var okkur ómetanleg upprifjun á því hversu lífið getur verið gott og fagurt fyrir störf og félagsskap góðra manna og líka það hversu hverfult þetta allt er.

Ingimar Eydal fæddist árið 1936, ári eldri en við hjónin, og lést úr krabbameini árið 1993, eins og margir sem störfuðu á skemmtistöðunum þegar allir reyktu.  Bróðir hans Finnur, einnig frábær hljómlistarmaður og samverkamaður í músíkinni og kennslunni var fæddur 1940 og lést 1996, sömuleiðis  allt of ungur en þeir bræður urðu jafngamlir aðeins 56 ára.  

Þessir fjölhæfu bræður héldu uppi fjöri á samkomum í Sjallanum um árabil. Svona dansmenning og þeir stóðu fyrir þekkir unga kynslóðin í dag líklega aðeins af afspurn eins og þetta birtist okkur í þessum þætti. Ingimar átti fjölbreyttan starfsferil að baki fyrir utan tónlistina, í stjórnmálum og víðar.

Andrés Indriðason á miklar þakkir skildar fyrir að hafa gert þennan þátt. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 3418327

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband