Leita í fréttum mbl.is

Tónninn

í almennum flokksmönnum er hugsanlega nokkuð frábrugðin tóninum í innblásnum ræðum forystufólksins á Formanna-og Flokksráðsfundinum í gær.

Styrmir Gunnarsson skrifar svo:

"Ein fyrstu ummæli Jóns Gunnarssonar, alþingismanns og fyrrum ráðherra, eftir að hann var kjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is, netútgáfu Morgunblaðsins, í gær, vekja sérstaka athygli. 

Hann sagði að fylgi flokksins meðal kjósenda væri "óásættanlegt".

Þetta hefur auðvitað verið ljóst lengi, en það er nýtt að maður í forystusveit Sjálfstæðisflokksins hafi orð á þessum veruleika, sem blasir við öllum. Raunar má segja að þeir, sem hafa haft orð á stöðu flokksins í könnunum hafi verið atyrtir.

Framan af virtist fylgistap flokksins verið um þriðjungur af algengu fylgi hans í kosningum fyrr á tíð. Nú orðið er það farið að nálgast helming af fylgi fyrri ára.

Það lofar góðu, að fylgistapið er ekki lengur "tabú" og ætla verður í framhaldi af ummælum nýs ritara, að fleira fylgi á eftir."

Gunnar Borgfirðingur skrifar svo:

"Segir fylgi Sjálfstæðisflokksins óásættanlegt [u]

Það eruð þið þingmenn flokksins sem eruð búnir að gera Sjálfstæðisflokkinn að óásættanlegum stjórnmálaflokki. Það er það eina sem er óásættanlegt. Þið þurfið öll, nema eitt, að fara frá ef flokkurinn á ekki að liðast í sundur undan ykkur

Þetta er hins vegar mjög svo ásættanlegt fyrir pólitíska andstæðinga flokksins. Enda var það sannarlega ætlun ykkar, að hafa okkur kjósendur flokksins að fíflum

Ef að ástandið eins og það er í þeim hópi stuðningsmanna flokksins sem ég þekki er svipað um allt land, þá hafið þið sannarlega uppskorið eins og þið hafið sáð. Þið sáðuð eitri. Eitur og fyrirlitningu munið þið því uppskera

Nú þegar þagnarbindindi ykkar er rofið eftir samsæri ykkar gegn okkur kjósendum flokksins, það eina sem virðist sameina krafta ykkar, þá eru þessi ummæli um ástand flokksins meðal kjósenda, eins og að hlusta á fullorðið fólk sem gengið er í andlegan barndóm. Þess utan er 180-gráðu-firrtur ættarformaðurinn nýbúinn að segja að fylgi flokksins skipti hann ekki máli. Hér má hlusta á 180-gráðu ræðu hans á Alþingi fyrir stuttu (sjúkt)

Uppfært kl. 12

Nú bíða flokksmenn og íslenska þjóðin spennt eftir því að þingmenn Sjálfstæðisflokksins og þar með svo kölluð "forysta flokksins" --takið eftir að hér geri ég ráð fyrir að hún sé enn sem komið er þjóðkjörin-- birti og sýni þjóðinni loksins EES-hræðslugrýlukertin sem ollu því að fullveldi Íslands í raforkumálum var varpað fyrir róða og hent sem innágreiðslum inn í skápana í Brussel

Við bíðum öll spennt eftir þessum sönnunargögnum. Það ætti að vera lítið mál fyrir "forystuna" að reiða þau opinberlega fram, þannig að þjóðin sjái við hvaða ofurefli "forysta" Sjálfstæðisflokksins svokallaða var að glíma. Nema að þau bráðni vegna eðlislægs óþols þeirra gagnvart dagsljósi

Við bíðum spennt.."

Er búið að skipta Sjálfstæðisflokknum upp í Við og Þið?

Er það Tónninn?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Nákvæmlega Halldór.

Reyndar má orða skiptinguna svona..

"við sem vitum allt og höfum rétt fyrir okkur" og

"þið sem vitið ekki neitt".

Þetta er bara ömurleg staðreynd.

Sigurður Kristján Hjaltested, 15.9.2019 kl. 13:06

2 identicon

"TÓNNINN" fyllir mælinn. Við lifum "hættulega tíma" í fámenni okkar í Golfstraumnum Norður í Höfum. MENN voru kosnir inn á ALÞINGI til að þjóna ÍSLENDINGUM,en EKKI sjálfum sér.

Þeir stjórnmálaflokkar, sem fylgja ÍSLANDI, Fullveldi og Sjálfstæði stjórna vonandi SÖGU EYJUNNI til næstu ÁRATUGA.

SJÁVARÚTVEGUR, SJÓMENN, BÆNDUR og GRÓÐURHÚS innan og utandyra, skal virkja á fyrstu stöðum Landnáms á Suðurlandi OG Á HRING-VEGINUM. Verjum Landið og Hálendið fyrir "pestum" erlendis frá.

Vinnum allt heimavið og gefum þeim verst settu á jörðinni, ef við getum: fisk,kjöt,lýsi og vatn,eins og í gamla daga. 

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 16.9.2019 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 3418430

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband