Leita í fréttum mbl.is

Hvað vill unga fólkið?

Sá margvísi Sjálfstæðismaður Styrmir Gunnarsson veltir fyrir sér hvernig Sjálfstæðisflokkurinn eigi að sækja í sig veðrið.

Hann skrifar m.a.svo í dag:

"...

En jafnframt er ljóst að fylgi flokksins meðal ungs fólks hefur hrapað. Það er af sem áður var í þeim efnum. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara í skipulega vinnu við að sækja fram meðal nýrra kjósenda. Það verður bezt gert með því að beina athyglinni að hagsmunamálum unga fólksins

Hagsmunir þess snúast augljóslega öðru fremur að því að auðvelda ungu fólki að eignast húsnæði. Það er ekkert nýtt en hefur sjaldan verið jafn erfitt og nú. Húsnæði er dýrt og lán eru dýr. Þess vegna væri æskilegt að umræður innan flokks og þá ekki sízt meðal ungs fólks á þeim vettvangi snúist um betri lausnir í þeim efnum en nú eru til staðar.

Loks eru vísbendingar um að eldri kjósendur séu að yfirgefa sinn gamla flokk m.a. vegna kæruleysislegrar afstöðu þingflokksins til fullveldismála

Það er kominn tími á skipulegar og markvissar umræður um þessi málefni."

Spurning er hvort við eldri erum ekki of fastir í hinni gömlu hugmyndafræði um eigið húsnæði. Kynslóðir Dana á liðinni öld þekktu ekki annað en að búa í leiguhúsnæði kratanna.

Er ævilöng þrælatilvera í vaxtabúri fjármagnsaflanna það sem unga fólkið vill? Vill að ekki frekar eiga jafnan kost á ódýru leiguhúsnæði sem getur verið í lægra gæðaflokki en atómsprengjuheld hús verktakanna lóðasælu?

Geta ódýr einingahús úr timbri eins og verið er að byggja núna verið hluti af þeirri lausn?

Er ekki komið annað gildismat hjá unga fólkinu en var þegar við Styrmir vorum ungir og Sjálfstæðisflokkurinn var og hét?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 3418293

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband