Upp úr 1960 stóð heim­ur­inn nán­ast á önd­inni í svo­kall­aðri Kúbu­deilu. Helstu stór­veldi heims­ins þá, Banda­ríkin og Sov­ét­rík­in, stóðu grá fyrir járnum með allan kjarn­orku­vopna­forða sinn til­bú­inn til notk­un­ar. Fjöl­miðlar um allan heim fluttu stöðugar fréttir af fram­vindu mála og hættan á kjarn­orku­stríði með til­heyr­andi gjör­eyð­ingu var dag­lega til umræðu. Ég og jafn­aldrar mínir sem vorum þá á mörkum barns og ung­lings fylgd­umst með þess­ari umræðu fullir af áhyggjum og ótta um fram­tíð­ina. Aðeins voru rúm 15 ár liðin frá lokum síð­ari heims­styrj­ald­ar­innar með hroða­legum kjarn­orku­árásum Banda­ríkj­anna á jap­anskar borg­ir. Algert kjarn­orku­stríð yrði lík­lega síð­asta styrj­öld mann­kyns­ins. Að mínu áliti ríkti því á þessum tíma eitt­hvað sem kalla má neyð­ar­á­stand í heim­in­um.

Hlýnun og stór­yrði

Ástæða þess að ég rifja þennan tíma upp er sú að nú líður ekki sá dagur að ekki sé rætt um að hlýnun jarðar sé álíka ógn við mann­kynið og kjarn­orku­stríð hefði orðið þegar kalda stríðið stóð sem hæst. Talað er um hækkun á hita jarð­ar­innar sem „mestu ógn mann­kyns­ins“, „ham­fara­hlýn­un“ og „stór­fellda lofts­lags­vá“ og nú nýlega hefur „neyð­ar­á­standi“ verið lýst yfir í nokkrum lönd­um, jafn­vel í Evr­ópu vegna henn­ar. Hlýnun sem lík­lega er orðin um 1°C á síð­ustu 150 árum þar sem lang­tíma­með­al­hiti jarð­ar­innar hefur hækkað um 0.1°C á hverjum 15 árum að jafn­að­i. 

Í upp­hróp­unum er talað um að við höfum aðeins fá ár til að koma í veg fyrir frek­ari hlýnun ef jarð­lífið eigi ekki nán­ast að líða undir lok. Hef ég orðið var við vax­andi hræðslu og álíka til­finn­ingar hjá börnum og ungu fólki vegna þess­arar yfir­vof­andi „ógn­ar“ við til­vist okkar og menn­ingu og ég hafði sjálfur fyrir nærri 60 árum. Fjöl­miðl­ar, stjórn­mála­menn og margir vís­inda­menn og emb­ætt­is­menn kyrja þennan hræðslu­boð­skap sem mér finnst engan veg­inn vera til­efni til að blása upp í þær hæðir sem gert er. Er engu lík­ara en að rétt einu sinni sé dóms­dagur að renna upp!

 

Mesta ógnin

Í mínum huga er mesta ógn mann­kyns­ins gríð­ar­leg fjölgun þess og afleidd ofnýt­ing stórs hluta auð­linda jarð­ar­inn­ar, bæði á landi og í sjó. Árið 1900 voru um 1500 millj­ónir manna á jörð­inni en nú er mann­fjöld­inn tæp­lega 8000 millj­ónir eða meira en fimm sinnum meiri. Meira og minna öll umhverfi­vanda­mál heims­ins, þar með talin hlýnun jarð­ar­innar er afleið­ing óheyri­legrar mann­fjölg­unar og krafna um bætt lífs­kjör. Loft­meng­un, jarð­vegs­meng­un, jarð­vegseyð­ing, plast­mengun og skortur á vatni eru víða ógnir við líf­verur bæði á landi og í sjó. 

Allt þetta stendur í beinu sam­hengi við mann­fjölda jarð­ar­inn­ar. Talið er að meira en 60% af öllum auð­lindum lands og sjávar séu ann­að­hvort ofnýttar eða full­nýttar og er ótrú­lega litlum fjár­munum eytt til þess að bæta þar úr. Vax­andi rányrkja sem m.a. má rekja til mann­fjölg­unar hefur einnig átt stóran þátt í að auka styrk gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í and­rúms­lofti. Það kom því nokkuð á óvart að í sam­komu­lagi ríkja heims sem varð um lofts­lags­mál í París árið 2015 skyldi ekki vikið með afger­andi hætti að mann­fjölda­vand­anum sem við er að glíma nú og um fyr­ir­sjá­an­lega fram­tíð.

Hita­bylgjur og mann­tjón

Mikið hefur verið gert úr alvar­leika þeirra hita­bylgna sem gengið hafa yfir Evr­ópu,N-A­meríku og fleiri svæði jarð­ar­innar á síð­ustu árum og þær settar í sam­hengi við hlýnun jarð­ar. Þessar hita­bylgjur eru trú­lega meiri en nokkru sinni hafa orðið síðan almennar hita­mæl­ingar hófust fyrir um 200 árum eða svo, sbr. fjölda hita­meta í álf­unni í sum­ar. Mann­tjón í þeim hefur verið blásið upp og fjöl­miðlar hafa fundið út að a.m.k. 20 manns hafa lát­ist úr hita í Evr­ópu á þessu sumri og annar eins fjöldi í N-Am­er­ík­u. 

Til sam­an­burðar má nefna að í kulda­kasti á meg­in­landi Evr­ópu í febr­ú­ar–mars 2018 er talið að allt að 100 manns hafi króknað úr kulda. Hita­bylgjur þessa sum­ars eru þó hvergi nærri eins mann­skæðar og sum­arið 2003 þegar talið er að allt að 30.000 manns hafi lát­ist úr hita eða þurrki. Auð­vitað eru slíkir atburðir alvar­legir en eng­inn vafi er á að mann­tjónið er ekki síður tengt mann­fjölda, lífs­kjörum og lífs­stíl fólks sem og hækk­andi lífaldri og því ekki ein­göngu hækkun hita á jörð­inni.

Loka­orð

Þótt ég styðji við­leitni okkar Íslend­inga sem og ann­arra við að draga úr losun gróð­ur­húsa-­loft­teg­unda finnst mér mun meiri ástæða til að gefa öðrum þáttum í mann­lífi jarð­ar­innar meiri gaum en lofts­lags­vánni. Nokkrar stað­reynd­ir, valdar nán­ast af handa­hófi, skulu nefndar sem mér finnst að fjöl­miðl­ar, stjórn­mála­menn og ungt fólk ættu að hafa meiri áhyggjur af, halda fleiri ráð­stefnum um og setja í meiri fjár­muni til að reyna að lag­færa, fremur en að berj­ast við losun á koltví­sýr­ingi og öðrum gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um:

 

  • Um 70 millj­ónir manna eru á flótta í heim­in­um, meiri­hlut­inn börn og ung­ling­ar.
  • Um millj­arður manna býr við vax­andi skort á neyslu­vatni vegna fólks­fjölg­unar og ofnotk­unar vatns.
  • Meira en millj­arður kvenna á jörð­inni býr við and­legt, lík­am­leg og/eða kyn­ferð­is­legt ofbeldi og a.m.k. 50.000 konur eru drepnar árlega af mökum sín­um.
  • Um 30.000 manns deyr dag­lega af völdum reyk­inga og um 10.000 af völdum áfeng­is. Það er um 15 millj­ónir manns­lífa á ári.

 

Hingað til hef ég ekki misst svefn eða haft áhyggjur af hækkun hita á jörð­inni, enda tel ég ekki um neitt neyð­ar­á­stand (bráða­hættu) á því sviði að ræða. Ég reikna heldur ekki með að ég muni lifa það að inni­hald gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í and­rúms­lofti jarðar muni minnka. En meðan mann­kyn­inu fjölgar jafn­mikið og raun ber vitni um og krafa um stöðugt meiri hag­vöxt og betri lífs­kjör er uppi eru að mínu mati engar líkur til að okkur tak­ist að minnka styrk koltví­sýr­ings í and­rúms­lofti. Við þurfum því að hættu­meta áhrif hlýn­unar á yfir­veg­aðan hátt og án hræðslu­á­róð­urs og laga okkur að þeim breyt­ingum sem kunna að verða á lífskil­yrðum manna og dýra í ein­stökum heims­hlutum við frek­ari hlýn­un."

Ég hef aldrei þessu vant engu við þetta að bæta. Magnús hefur sagt allt það sem ég vildi sagt hafa en bara betur en mér var unnt.

Allir vildu Lilju kveðið hafa og svo fer mér eftir að lesa pistil Magnúsar.