Leita í fréttum mbl.is

Margar fullyrðingar

misgóðar birtast í blöðum dagsins sem vert er að staldra við.

Hörður Ægisson skrifar i Fréttablaðið leiðara þar sem hann bendir á að opinberum störfum hefur  fjölgað um 55%  meðan fjölgun í einkageiranum er aðeins 18 % frá 1990. Á sama tíma er hæsta skattlagning í OECD ríkjum á Íslandi.

Hann segir merkilegt að opinberir starfsmenn ætli að sækja sér meiri kauphækkanir en í lífskjarasamningunum var ákveðið.

Útgjöld ríkisins hafa aukist um 500 milljarða á einum áratug.

Hann tengir þetta við pólitíska niðurferð Sjálfstæðisflokksins sem mörgum finnst æ meira vera að færast til vinstri miðjumoðsins sem þenur út opinber útgjöld bæði á sveitarstjórnarsviði og ríkisins.

Vilhjálmur Bjarnason segir tímabil gildistíma EES samningsins vera lengsta samfellda hagvaxtarskeið Íslands og má svo vera þó Vilhjálmur og fleiri setji sama sem merki á milli pappírsins og árangursins sem er ekki endilega víst. Ágalla virðist höfundur ekki sjá marga. Vilhjálmur bendir á að kaupmáttur lágmarkslauna hafi vaxið um 149 % meðan almenn launavísitala hefur hækkað um 90 % fá 1990. Vissulega er þetta ótrúlegur árangur og hefði átt að vera í huga fólks við gerð kjarasamninga og tals um of há tryggingagjöld.

Hilmar Þór Björnsson skrifar svo trúboðsgrein fyrir vinstrimeirihlutann í Reykjavík og fullyrðir að einkabílisminn stuðli að styttri líftíma með meiri hætti á lífsstígssjúkdómum vegna hreyfingarleysis að ekki sé talað um þátt hans í hlýnun jarðar. Lengra verður ekki komist í að hugsjónalega sleikja skó Dags B. Eggertssonar og Hjálmars Sveinssonar.

Skrifa svona langa grein gegn Urban Sprawl í víðlendu landi sem er hér eins og er í Florida. Með slíkum málflutningi ætla þessi trúboðsöfl að breyta lífsstíl fólks án þess að spyrja það álits fyrst um það hvernig það vilji lifa.

Halda þeirri bábilju fram að almenningssamgöngur geti leyst vandamál daglegs lífs hjá stressuðum nútíma fjölskyldum með börn sem þurfa að þeytast um langar leiðir til að halda lífsstílnum?

En ýmsar tölulegar fullyrðingar eru þess verðar að hugleiða þar sem þær fela í sér sannleikann en ekki draumsýnir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það væri auðvitað fínt ef hægt væri að notast við almenningssamgöngur hér eins og fólk gerir víða, t.d. í New York. En ég óttast að ef slíkt kerfi ætti í raun og veru að virka yrði það svo dýrt að það gengi ekki upp. Höfuðborgarsvæðið er nefnilega ekki 18. eða 19. aldar borg heldur miklu fremur skipulagt á svipaðan hátt og borgir í Florida þar sem gert er ráð fyrir að fólk fari um á bílum.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.10.2019 kl. 11:05

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta finnst mér hárrétt athugað hjáþér Þorsteinn. Okkar lífstíll er líka þannig að fjölskylda með börn þarf að fara víða og hún þarf 2 bíla til þess eigi hjónin að geta framfleytt sér og þjónað fjölskyldulífinu. Hvernig í veröldinni fengi það tíma til að labba á Borgarlínustoppistöð hvernig sem viðrar, bíða með börnin þar og fylgja þeim í tómstundastarf, og sömu leið til baka. Hvert eiga þau að fara á sunnudögum á sumri? Í bíó að kvöldi, eða fara í stórmarkað og bera með sér pokana sína til baka. Hjóla einsog krakkar? Í snjó og hálku með ung börn? Er þetta fólk bara í lagi?

Það væri gaman að sjá Dag B.  framkvæma simulation á svona ferli undir eftirliti verkfræðistofu. Allar þessar kenningar eru svo gersamlega út í hött og lausar við veruleikatengingu að það er eiginlega ekki hægt að ræa það. 

Halldór Jónsson, 11.10.2019 kl. 13:32

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Væri líka gaman að sjá Dagb hjóla í vinnuna, svona þegar hann er ekki að reyna að sýnast fyrir Mike Pence.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.10.2019 kl. 20:04

4 Smámynd: Halldór Jónsson

The show must go on.

Halldór Jónsson, 11.10.2019 kl. 20:51

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er ekki gott þegar hræsni og blekkingar eru notaðar í pólitískum tilgangi.

Fá útlendinga til að greiða atkvæði með hlutum sem þeir skilja ekki og er sama um.

Veiða atkvæði frá skólakrökkum út á loftslagsmál sem eru óskyld borgarmálefnum.

Slá milljarð á mánuði í ný lán fyrir Borgarsjóð , alla mánði körtímabilsins,  og segja svo að fjárhagurinn sé traustur undir framúrkeyrslubraggaumeirihlutanum.

Gott er að hafa gler í skó, þá gengð er á kletta var mamni kennt í den tíd

.

Halldór Jónsson, 11.10.2019 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband