Leita í fréttum mbl.is

Borgarlínubullið

er svo útópískt vitlaust að það gegnir furðu að Dagur Borgarstjóri skuli hafa fengið sveitastjórnarmenn úr nágrannabæjunum, sem eru frekar úr hægri armi stjórnmálanna, til að hjálpa sér við bullið um Borgarlínuna og fengið samgönguráðherra til að eyrnamerkja stórar fjárhæðir í vitleysuna.

Hann ætlar sér að brjóta Stjórnarskrána með því að leggja á þéttingarskatta á íbúana við línuna.

Okkar íslenski lífstíll er  þannig að fjölskylda með börn þarf að fara víða og hún þarf 2 bíla til þess eigi hjónin að geta framfleytt sér og þjónað fjölskyldulífinu.

Hvernig í veröldinni fengi þetta fólk tíma til að labba á Borgarlínustoppistöð hvernig sem viðrar, bíða með börnin þar og fylgja þeim í tómstundastarf, og sömu leið til baka? 

Hvert eiga þau að fara á sunnudögum á sumri?

Í bíó að kvöldi?

Fara í stórmarkað og bera með sér pokana sína til baka?

Hvernig eiga þau að hjóla í snjó og hálku með ung börn?

Það væri gaman að sjá Dag B.  framkvæma simulation á svona ferli á kvikmynd.  Sú mynd fengi líklega metáhorf og myndi gera margt til að sýna fólki fram á fáránleikann sem felst í ofsókninni gegn fjölskyldubílnum.

Þetta umferðardæmi er óleysanlegt án fjölskyldubílsins hvað sem þeirra kenningar, Dags og Hjálmars,  segja annað. 

Allar þessar kenningar um almenningssamgöngur sem allsherjarlausn umferðarmála eru svo gersamlega út í hött og lausar við veruleikatengingu að það er eiginlega ekki hægt að ræða það.

Í Florida sýnist mér greinilegt að almenningssamsamgöngur, Lynx, séu mestmegnis notaðar af fátæklingum sem hafa ekki ráð á öðrum fararskjótum. Orlando er víðlend borg sem er 5 sinnum fjölmennari en höfuðborgarsvæðið. Menn fari þangað og sjái hvernig menn fara þar á milli staða. Það gerist ekki í strætó eða á reiðhjólum.

Jafnvel þó að Degi og kompaníi tækist að þrefalda hlut almenningssamgangna úr þeim 4 % sem þær hafa verið í s.l. 10 ár í 12 % sem var markmiðið með milljarði frá ríkinu  á ári án minnsta árangurs, þá væri vandi 88% íbúa höfuðborgarsvæðisins óleystur. Núna er þessi vandi hjá 96 % íbúanna þrátt fyrir milljarðana. Íbúinn fer ekki að hjóla þó að Dagur vilji það.

Dagur virðist ekki skilja það að séu götur greiddar fyrir almennri bílaumferð þá greiðast þær líka fyrir strætó sem stórsparar eldsneyti og tíma fyrir alla farþega.Verður þar með betri kostur en núna er.

Hversvegna getur fólk ekki hugsað rökrétt út frá því sem fyrir liggur? Ekki hugsa fyrst um það hvernig eigi að breyta hegðun fólks gegn vilja þess og vana?

 

Því miður eru sveitarstjórnarkosningar enn langt undan og mikil skemmdarverk afturhaldsins eru því möguleg á þessum tíma.

Stokkabyggingar fyrir milljarða á Miklubraut sem litlu skila nema töfum og útgjöldum í stað þess að ráðast að yfirstandandi vanda sem blasir við að hægt er að leysa þar með litlum tilkostnaði sem allir sjá nema liðið í Ráðhúsinu.

50 manna aðstoðarlið Dags B. á skrifstofu hans sýnir sig sem betur fer óhæft í því að taka á nokkrum hlut og allar framkvæmdir hans við vitleysuna ganga því hægt fyrir sig.

Borgarlínubullið er ávísun á bruðl og vitleysu sem borgarbúar verða að bjargast frá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband