Leita í fréttum mbl.is

Þjóðarsjóður

Bjarna Benediktssonar gengur ekki upp í mínum haus.

Einungis hugmyndin um að við núlifandi Íslendingar eigum að fara að taka okkar verðmæti og leggja til hliðar fyrir einhverja óborna Íslendinga sem gætu á einhverjum tímapunkti hafa verið rændir lífsbjörg eða möguleikum án okkar tilverknaðar er mér algerlega framandi. Við urðum að  lifa sem þegnar okkar unga lýðveldis á eigin ábyrgð. Síldarleysið, Icesave og hafísár voru algerlega án okkar atbeina.

Ég skil ekki hversvegna við eigum núna að lifa við skort og skorti á innviðum og heilbrigðiskerfi fyrir þann möguleika að Samfylking framtíðarinnar muni ná hér völdum og kollsteypa efnahag landsins í innbyggðu fíflaríi þess stjórnmálaflokks kannski einhvern tímann í framtíðinni. 2030 eða eitthvert annað ár.

Ég held að eitthvað annað liggi að baki þessum hugmyndum sem ég ekki sé og mér heyrist á viðbrögðum að fólk sé ekki að gleypa við þessari hugmynd og fjármagnsflutningum til Asíu þegar hér skortir mikið fé  til innviða. 

Hví skyldi ég verða að horfa á eftir mínu fé til þess eins að stjórnmálaskúmar framtíðar geti notað það í eigin þágu. Það  hugnast mér ekki. Það fólk verður sjálft að leysa vandamál sinnar kynslóðar alveg eins og við lýðveldiskynslóðin þurftum að leysa okkar þegar þau komu upp.

Skuldaði Jón Sigurðsson okkur eitthvað þegar okkar vandmál birtust? Eða skulduðu Ólafur Thors, Ólafur Jóhannesson, Gissur Þorvaldsson, Snorri Sturluson eða Egill Skallagrímsson Steingrimi Jóhanni Sigfússyni eitthvað þegar hann vildi ólmur borga Icesave vegna glæpa banksteranna?

Fyrirgefið en mér finnast þessar hugmyndir um þjóðarsjóð út úr kú, án tengingar við raunveruleikann sem ég styð ekki vegna rökleysu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek hjartanlega undir orð þín hér, Halldór, þú hefur lög að mæla, og væri betur að Bjarni ungi Ben. áttaði sig á því !

Jón Valur Jensson, 18.10.2019 kl. 00:03

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það hlýtur að vera flestum heilvita Íslendingum, sem fylgst hafa með ráðstöfun eigna og sameiginlegra sjóða landsmanna, að þessi svokallaði þjóðarsjóður er einungis nýr skattur og líklega öllu fremur neyðarfjármögnun til þeirra spilltu fjármálaafla sem í orði kveðnu þykjast stýra öruggum söfnunarsjóðum almennings, en hafa í nær örugglega glatað stærstum hluta fjársins í hít þá, sem í besta falli getur kallast glæpsamleg eiginhagsmuna gæsla.

Það hlýtur að vera flestum ljóst að fyrst þetta fjármagn Landsvirkjunar er loks til reiðu, að eina rökrétta ráðstöfun þess er auðvitað í aðkallandi innviða uppbyggingu og því ekkert kjaftæði um einhvern svokallaða Þjóðarsjóð, í sömu andránni og löggð eru áform um stóraukna skattheimtu á borgarana.

Jónatan Karlsson, 18.10.2019 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 3418293

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband