Leita í fréttum mbl.is

Hver á ríkisbankana?

sem tútna nú út að verðmæti eftir því sem Helgi lætur skrifa á forsíðu Fréttablaðsins.

" Afnám sérstaks bankaskatts, sem lagður er á íslensku bankana, myndi auka söluvirðið sem ríkissjóður getur búist við að fá fyrir Landsbankann og Íslandsbanka um rúmlega 70 milljarða króna.

Þetta kemur fram í greiningu Bankasýslu ríkisins sem kynnt var á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í síðustu viku en þar var jafnframt dregið fram að lækkun skatthlutfallsins niður í 0,145 prósent, eins og frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra kveður á um, myndi auka söluvirðið um 44 milljarða króna.

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem festir í lög þær fyrirætlanir stjórnvalda að bankaskattur lækki í fjórum jöfnum áföngum, úr 0,376 prósentum í 0,145 prósent, á árunum 2021 til 2024."

Til hvers er verið að lækka bankaskattinn? Til hvers er Bankasýslu Ríkisins viðhaldið?

Hver á annars ríkisbankana?

Þegar þeir fóru á hausinn í hruninu þá átti ég þá ásamt fleiri hluthöfum. Eignir þeirra, hús og málverk, voru bara hirt af Steingrími Jóhanni en búin fóru fram hjá lögboðnum gjaldþrotaskiptum. Við hluthafarnir hefðum átt afganginn ef einhver hefði orðið þegar búið var að greiða forgangskröfurnar. Við fengum hinsvegar ekkert þar sem ríkið bara hirti búin án lagaheimilda að mér virðist.

Var þetta óumdeilanlega löglegt? Hefur enginn lögspekingur hugleitt þetta?

Fiskurinn í sjónum var í sameign þjóðarinnar.Hann var hirtur af ríkinu, m.a. téðum Steingrími Jóhanni, og afhentur útvöldum. Við hinir eigendurnir fengum ekkert. Var þetta eitthvað líkt með bankana þegar þeir voru hirtir af okkur eigendunum án lagaheimilda?

Hver á þessa ríkisbanka sem græða í okkar gömlu húsum með málverkin, eikina, tekkið og palisanderinn á veggjunum allt á sínum stað?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband