31.10.2019 | 10:31
Skúli Jóhannsson
kollege skrifar athyglisverða grein um samanburð á orkuöflunarfyrirtæki í Bandaríkjunum og Landsvirkjun okkar Íslendinga.
Skúli skrifar:
Til þessara tveggja fyrirtækja var stofnað á sams konar grundvelli, annars í Bandaríkjunum 1937 og hins á Íslandi 1965. Grundvöllurinn var að reisa vatnsaflsvirkjanir og selja raforku á kostnaðarverði til almennings, samkvæmt gjaldskrá. Fyrirtækin áttu sjálf flutningsvirkin sem fluttu raforku á áfangastað.
Eftir að samkeppni hóf innreið sína á markaðinn á níunda áratug síðustu aldar hefur fokið í ýmis skjól hjá þessum fyrirtækjum. Með íslensku raforkulögunum 2003 var sú ráðstöfun gerð að færa flutningskerfi Landsvirkjunar í sérstakt fyrirtæki, Landsnet, en Bonneville á og rekur enn sitt eigið flutningskerfi.
Áhugavert er að bera þessi tvö fyrirtæki saman, en þau starfa hvort í sínu umhverfi við aðstæður sem þar gilda.
Bonneville Power
Bonneville Power er raforkuframleiðandi í norðvesturríkjum Bandaríkjanna og er í ríkiseigu. Fyrirtækið á 31 vatnsaflsvirkjun á vatnasviði Columbia-fljótsins. Samanlagt uppsett afl er 22.458 MW og nýting aflsins til raforkuframleiðslu aðeins 39%. Árið 2018 voru skuldir Bonneville Power 15.000 MUSD og rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði 678 MUSD. Skuldirnar eru því 22 sinnum hærri en árshagnaður. Auk reksturs virkjana stundar fyrirtækið flutninga á eigin raforku. Almennt má segja að fyrirtækið selji vatnsorku á verðinu 36 USD/MWh sem þarf að keppa við sólar- og vindorku frá Kaliforníu og víðar á verði frá 22 USD/MWh.
Helsti útgjaldaliður er rekstur og viðhald, en elstu hlutar kerfisins eru orðnir 82 ára. Þ. á m. er gríðarlegur kostnaður við að vernda og byggja upp laxastofna á vatnasviðinu. Þessi kostnaðarsama viðleitni, sem staðið hefur í fjöldamörg ár, hefur enn ekki skilað neinum marktækum árangri. Margir raforkusamningar fyrirtækisins renna út árið 2028, en búast má við að verðsamkeppni muni aukast á næstunni og ekki víst að fyrirtækinu takist að semja áfram við núverandi viðskiptavini. Flest matsfyrirtæki meta nú Bonneville Power með neikvæðar horfur.
Landsvirkjun
Landsvirkjun er raforkusali í eigu íslenska ríkisins. Fyrirtækið á langflestar vatnsaflsvirkjanir á Íslandi, þar á meðal allar þær stærstu. Samanlagt uppsett afl fyrirtækisins er 2.145 MW og nýting þess til raforkuframleiðslu 79%, sem er miklu hærra en hjá Bonneville Power. Árið 2018 voru skuldir Landsvirkjunar 2.259 MUSD og rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði 144 MUSD. Skuldirnar eru því 16 sinnum hærri en hagnaðurinn.
Stærsti hluti starfseminnar er bygging og rekstur virkjana en með raforkulögum 2003 var flutningskerfið fært í nýtt fyrirtæki, Landsnet. Meðalverð til stóriðju var 28,30 USD/MWh.
Helstu útgjaldaliðir eru rekstur, viðhald og bygging nýrra virkjana sem að miklu leyti hefur verið fjármögnuð úr rekstri. Samningar Landsvirkjunar um raforkusölu til stórnotenda munu á endanum renna út.
Álverið í Straumsvík er komið á aldur. Árið 2010 var gerður nýr samningur milli Landsvirkjunar og álversins, sem gildir til 2036. Hann er ekki opinbert plagg en ætla má að álverið hafi gert einhver mistök við gerð hans, því hann er því svo óhagstæður.
Samanburður á Bonneville Power og Landsvirkjun
Samkvæmt því, sem fram kemur hér á undan, er hlutfallslegur mismunur fyrirtækjanna bitamunur en ekki fjár. Umræða er nú í gangi í Bandaríkjunum um hvort Bonneville Power sé að verða gjaldþrota. Rekstrarerfiðleikar eigi bara eftir að versna, aðallega vegna verðsamkeppni við ódýra sólar- og vindorku.
Fjórir forsetar Bandaríkjanna á síðustu áratugum hafa haft skoðun á málinu og látið kanna möguleika á hagræðingu. Ronald Reagan lagði til að selja hinn almenna markaðshluta til að minnka skuldir ríkisins, Bill Clinton vildi selja allt allt fyrirtækið, George W Bush vildi hækka gjaldskrár, kannski án þess að hugsa dæmið til enda, og Donald Trump hefur lagt til að selja sérstaklega flutningskerfi fyrirtækisins. Ekkert af þessu hefur þó náð fram að ganga.
Hins vegar eru menn á Íslandi svo ánægðir með stöðuna hjá Landsvirkjun að þeir hafa lagt til að stofnaður verði þjóðarsjóður að hætti olíusjóðs Norðmanna. Fjármálaráðherra hefur vitaskuld tekið þessu vel og lagt fram lagafrumvarp um sjóðinn. Verður málið tekið fyrir á Alþingi á næstu mánuðum. Sjóður, þar sem afrakstur af vatnsorkuverum er færður í þjóðarsjóð, þekkist hvergi í heiminum í dag. Starfandi sjóðir snúast nánast eingöngu um ráðstöfun hagnaðar af sölu á óendurnýjanlegum orkugjöfum, aðallega olíu.
Í framhaldi af þessu mætti álykta að sá þjóðarsjóður, sem nú er í undirbúningi hér á Íslandi, væri kannski ekki allt of góð hugmynd.
Eitt eiga Bonneville Power og Landsvirkjun þó sameiginlegt. Þau greiða hvorugt sérstakt auðlindagjald vegna nýtingar á endurnýjanlegu rennsli vatnsfalla. Hef ég ekki heyrt á það minnst í skrifum um Bonneville Power, en hér á landi eru menn að fara á límingunum út af nauðsyn þess að Landsvirkjun greiði auðlindagjald til sín sjálfs en fyrirtækið er í ríkiseigu eins og áður kom fram.Sinn er siður í landi hverju.
Niðurstaða
Bíðum með þjóðarsjóð og auðlindagjald, alla vega í bili. Ef afgangur verður á rekstri Landsvirkjunar, greiðum þá niður lán og veitum arði í ríkissjóð. "
Ég sé ekki annað en að Bonneville eigi góða möguleika á samkeppni við Vindorku eins og ég tel líka að ný vatnsorkuver eins og Urriðafoss-og Hvalárvirkjun muni eiga.
Kostnaður við dreifingu hlýtur að koma til viðbótar framleiðslukostnaði vindorkuvera svo og rekstrarkostnaður, bruna-og ábyrgðartryggingar, stjórnunarkostnaður, innheimta og svo framvegis, sem ég held að sé stórkostlega vanreiknaður þegar menn eru að byggja talnaturna sín hvað varðar fýsileika vindorkuvera eins og menn eru að slengja hér fram víða um land.
Það er gríðarleg umhverfisleg andstaða sem rís upp í hvert sinn er talað er um vindorkuver á landi og margar Lovísurnar sem fram koma sem ég þekki af eigin raun.Eða hversvegna halda menn að vindorkuverum sé stöðugt beint út á haf nú á tímum í Evrópu?
Ég er því bjartsýnn á framtíð Landsvirkjunar og byggingu nýrra vatnsorkuvirkjana á landi. En þeim góðu kostum fer nú óðum fækkandi hér á landi utan smávirkjana.
En ég er eins og Skúli og Bandaríkjaforsetar ekki sannfærður um einkavæðingu slíkra frumframleiðslufyrirtækja eins og Bonneville og Landsvirkjun eru. Því er ég algerlega andsnúinn öllum hugmyndum um Þjóðarjóð sem ég tel bara aukningu á ríkisvæðingu og áhættu og ég tel að við eigum alveg yfir nóg af aðkallandi verkefnum hér innanlands við óleyst brýn verkefni til viðbótar því sífellda dellumakeríi sem frá stjórnarandstöðunni á Alþingi og smáflokkagerinu þar streymir.
Að skilja Rarik frá Orkudreifingunni voru mistök sem kom frá ESB í gegn um EES og hefur aðeins valdið landsmönnum auknum kostnaði sem endurspeglast í því að fæstir hafa skipt um Orkusala í framhaldi af því og er ótvíræð sönnun þess að þetta voru aðeins dýr mistök.
Skúli Jóhannsson á miklar þakkir mínar fyrir skarplegar greiningar á viðfangsefninu sem okkur öll snertir sem er öflun og dreifing orku frá auðlindum okkar.
Við eru báðir áhugamenn um þetta þó að pólitík blandist kannski meira í mín sjónarmið heldur en hjá kollega Skúla.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:33 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.