Leita í fréttum mbl.is

Er vitlaust gefið?

 

Að sigra heiminn

Að sigra heiminn er eins og að spila á spil

með spekingslegum svip og taka í nefið

 

(Og allt með glöðu geði

gjarna sett að veði.)

 

Og þótt þú tapir það gerir ekkert til,

því það var nefnilega vitlaust gefið.

 

Þetta ljóð samdi Steinn Steinarr, og ekki úr vegi að læra það utan að.

Útgerðin á Íslandi sem hefur einkaaðgang að sameiginlegri fiskveiðiauðlind þjóðarinnar greiddi sjálfri sér víst hundraðmilljarða í arð fram að síðasta ári.

Gjöld til eigenda laxveiðihlunninda í landinu eru sögð nema jafnvel 10 milljörðum. Afgjaldið fyrir afnotin af fiskimiðunum eiga að verða einhverjir sjömilljarðar.

Það þótti þeim mörgum víst of mikið. Skiljanlega ef maður var ekki búinn að gjaldfæra kostnaðinn af því að sigra heiminn með hinum og þessum greiðslum sem til falla í útlöndum.

Nú eru felld niður stimpilgjöld af sölu stórra skipa. Ekki af íbúðum.

 

Svo segir Google:

0,1% áttu 5,7% eigin fjár landsmanna - Mbl.is


https://www.mbl.is › 0_1_prosent_attu_5_7_prosent_eigin_fjar_landsmanna
 
2. nóv. 2019 - Heildareignir þess 0,1% landsmanna sem mestar eignir áttu við lok árs 2018 voru 265,6 milljarðar kr. eða sem nam 4,0% af heildareignum.

5% áttu 42% eigin fjár landsmanna - Mbl.is


https://www.mbl.is › frettir › rikustu_5_prosent_attu_42_prosent_eigin_fjar
 
4. nóv. 2018 -

Einhver gæti velt því fyrir sér hvort að það  sé einhversstaðar vitlaust gefið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Það er hart að kommatittur eins og ég þurfi að spyrja erkiíhald eins og þig hvenær þú hafir gerst Pírati??

Sem ég held að þú sért ekki, aðeins erkiíhald sem hefur látið skrum dagsins villa þér sýn.

Rekstrartekjur sjávarútvegsins voru 285 milljarðar 2017, höfðu þá dregist saman um 13% frá árinu áður.  Greiddur arður var 14 milljarðar, eða rúm 10% af arðgreiðslum atvinnulífsins, að undanskildu lyfja, fjármála og vátryggingastarfsemi, það ár.

Ég held að þú ættir að endurskoða þessa setningu þína Halldór,

"Útgerðin á Íslandi sem hefur einkaaðgang að sameiginlegri fiskveiðiauðlind þjóðarinnar greiddi sjálfri sér víst hundraðmilljarða í arð á síðasta ári.".

Hættu svo að hlusta á þá sem hrópa hæst á torgum, það fór ekki vel fyrir Rússum þegar þeir gerðu það vorið 1917, enda hávaðaseggir sjaldnast valkostur, jafnvel ekki við það sem verulega miður hefur farið.

Og ef þér blöskrar arðránið í Namibíu sem og öðrum fátækum löndum, að þá er krafan um ofurskattlagningu á sjávarútveginn eitt form af slíku arðráni, arðrán á brothættum byggðum landsbyggðarinnar.

Ofurskattlagning er alltaf argasti kommúnismi, og þú átt ekki þurfa kommatitt til að segja þér þau sannindi.

Og fyrst ég er byrjaður, þá eru vegtollar það líka.

Og hana nú.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.11.2019 kl. 19:17

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já takk fyrir Ómar. Ég féll í þá gryfju að henda á loft einhverja tölu sem Áhúst Ólafur fór með á Útvarpi Sögu. Hann er aðvitað kommatittur sem máur á ekki að hlusta á enda hefur hann meiri þekkingu á öðru en staðreyndum. En ég hef nú ekki kafað í þetta frekar en skal gera það betur.

Þú segir : Greiddur arður var 14 milljarðar, eða rúm 10% af arðgreiðslum atvinnulífsins, að undanskildu lyfja, fjármála og vátryggingastarfsemi, það ár.

Mér finnst þetta skuggalega lág tala og sé ekki að maður hafi marga Namibíumilljarða í afgang af þessari tölu  og hugsanlega vantar nú eitthvað í þetta hjá þér ef allt er talið..

Ég hef ekki á móti því að útgreðin græði en við verðum að telja allt rétt.

Vegtollar eru í mínum huga spurning um að fá framkvæmdir núna eða fá þær ekki fyrr en við erum dauðir báðir og kommeríið okkar heyrir sögunni til.

Halldór Jónsson, 18.11.2019 kl. 23:59

3 identicon

Það er mikið pælt í og rætt um eignir þeirra sem þorðu og gerðu, lögðu undir og unnu, sáu það sem öðrum var hulið, veðjuðu á réttan hest. Það er minna rætt um þá sem töpuðu öllu sínu og því sem aðrir lánuðu þeim, stefndu hátt og brotlentu, klúðruðu sínum málum. Og enn minna um þá sem ekkert gerðu og engu þorðu, lögðu ekkert undir og uppskáru ekkert, kusu öryggi óbreytts ástands og standa ávalt í sömu sporum. Og aðallega eru það síðari flokkarnir sem hæst hafa og telja sig eiga rétt á hlutdeild í hagnaði þeirra sem betur hafa staðið sig. Telja vitlaust gefið.

Sam­an­lagðar arð­greiðslur sjá­v­­­­­­ar­út­­­­­­­­­vegs­­­­­fyr­ir­tækja frá hruni og út árið 2018 voru 92,5 millj­arðar. Arðgreiðslur í sjávarútvegi á árinu 2018 voru yfir 12,2 milljarðar, ekki hundraðmilljarðar. Útgerðin á Íslandi sem hefur einkaaðgang að sameiginlegri fiskveiðiauðlind þjóðarinnar greiddi sjálfri sér víst ekki hundraðmilljarða í arð á síðasta ári. Hún hafði ekki náð þeirri tölu samanlagt frá hruni í árslok 2018. Útgerðir með úthlutaðar aflahlutdeildir voru um 380 í árslok 2018 en voru yfir 600 við hrun.

P.s. Kaupendur greiða stimpilgjöld. Stimpilgjöld eru greidd af kaupum íbúða og skipa yfir 5 brúttótonn. Einstaklingar greiða 0.8% eða 0,4% ef um fyrstu íbúð er að ræða. Fyrirtæki greiða 1,6% stimpilgjald.

Vagn (IP-tala skráð) 19.11.2019 kl. 00:28

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þessar tölur Vagn. Ég hef nú ekki farið nægilega  djúpt í þetta og misskilið eitthvað sem ég heyrði í útvarpi í viðtali við Ágúst Ólaf sem maður á kannski að taka með fyrirvara. Kannski má líka telja vinnslufyrirtæki og afleidd fyrirtæki með i hagnaðartölum, söluhagnað osfrv. En skylt er að hafa það sem sannara reynist og biðjast afsökunar á ofsögðu.

Halldór Jónsson, 19.11.2019 kl. 06:29

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar, við endurskoðum setninguna. En ljóði Steinars breytum við ekki enda er deilt um hversu auðlindagjaldið á að vera hátt. Aðalatriðið er að sanngirni náist um það á Alþingi og rétt sé gefið því að útgerðina verður að reka með nægilegum hagnaði.

Halldór Jónsson, 19.11.2019 kl. 06:33

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Halldór.

Ágúst Ólafur hefur aðallega gefið sig út fyrir að vera vitleysingur þessi misserin, meðferðin virðist eitthvað hafa farið illa í hann.

Tölurnar mínar eru frá Hagstofunni og hún telur rétt, félagi Vagn virðist síðan fundið tölurnar fyrir 2018.

Kommarnir höfðu rök fyrir mörgu, en þeir voru argastir kommúnistar fyrir það.  Ofurskattlagning er alltaf mörkuð vegvísum til heljar, og fyrst að kynslóð foreldra þinna, ásamt þinni kynslóð, náði byggja upp allt úr engu, þá ætti ríkustu kynslóð Íslandssögunnar ekki að vera vorkunn að ráðast í framkvæmdir.

Það er gróskan sem fylgir þeim sem skilar arðinum til baka í ríkiskassann.

Þetta skilja allir nema kommar, og hin hliðin af peningi þeirra, þeir sem dýrka alræði stórfyrirtækja, frjálshyggjuplebbarnir.

En borgarlegt íhald á að vita betur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.11.2019 kl. 06:58

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Ps. Steinn er alltaf góður, stundum frábær.

Pss. Ég hef áhyggjur af félaga Vagn.

"Það er mikið pælt í og rætt um eignir þeirra sem þorðu og gerðu, lögðu undir og unnu, sáu það sem öðrum var hulið, veðjuðu á réttan hest. Það er minna rætt um þá sem töpuðu öllu sínu og því sem aðrir lánuðu þeim, stefndu hátt og brotlentu, klúðruðu sínum málum. Og enn minna um þá sem ekkert gerðu og engu þorðu, lögðu ekkert undir og uppskáru ekkert, kusu öryggi óbreytts ástands og standa ávalt í sömu sporum. ".

Það liggur við að hann sé að verða skáldlegur, farinn að tala í prósa.

Vonandi er þetta aðeins tilfallandi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.11.2019 kl. 07:02

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Halldór

Ég verð að segja að mér kross brá við lestur pistils þíns í þetta sinn. Tek undir með Ómari, það ber að varast þá sem hæst kalla, þeir hafa yfirleitt minnst að segja.

Kveðja

PS. Ljóð Steins Steinarrs er vissulega listasmíð, þó innihaldið sé í ætt við skoðun hans í pólitík.

Gunnar Heiðarsson, 19.11.2019 kl. 08:05

9 identicon

Sæll Halldór.

Hvað gerðist eiginlega hjá þér
í síðustu uppfærslu af Windows 10, 1903 ?

Jafnvel Austfjarðagoðanum er ekki skemmt
og þá ekki minni spámönnum!

Ævintýralegar ljóðaskýringar þínar toppa
jólavertíðina á sviði bókmennta áður en hún hefst.

Nei, ég skýri það ekkert út, jafnvel 100 ár
dygðu mér ekki til þess en heimspekingurinn
Berntrand Russel hafði greinilega rétt fyrir sér
að þá fyrst byrjaði lífið er hálf hola hefði verið grafin.

Nú þyrftir þú að segja Árna og Moggablogginu til fjandans
og snúa þér rakleiðis að því að auðga íslenskar bókmenntir
ennfrekar með ljóðaskýringum þínum og ég veðja hausnum á mér upp á það að þú verður einn um markaðinn um næstu jól!

En megirðu annars dansa sæll og glaður þessi jól og
þau næstu og öll jól.

Kv.

Húsari. (IP-tala skráð) 19.11.2019 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband