19.11.2019 | 07:54
Hvað er íslenzkt?
í gróðurfari landsins?
Einar Sveinbjörnsson ritar athyglisverða grein í Morgunblaðið í dag um hvernig megi best kolefnisbinda með gróðri.
Einar segir:
"Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar 2018-2030 var kynnt í september 2018. Enginn þarf að efast um augljósan metnað í þeirri viðleitni að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Greinilegur vilji er einnig til þess að stuðla að aukinni kolefnisbindingu þannig að Ísland geti staðið við markmið Parísarsamningsins 2013. Þar fyrir utan hefur ríkisstjórnin stefnt að kolefnishlutleysi 2040.
Áætlunin samanstendur af aðgerðum á mörgum sviðum. Dregnar eru fram tvær lykiláherslur: 1. Orkuskipti í samgöngum. 2. Átak í kolefnisbindingu. Í fyrri grein um þessi mál benti ég á hversu brekkan er brött í orkuskiptum í samgöngum, þrátt fyrir að rafbílum fari mjög fjölgandi. Umferðin eykst einfaldlega enn og stærri ökutækjum á bensíni eða olíu fer enn sem komið er fjölgandi. Hitt stóra verkefnið er bindingin. Í áætluninni segir að ráðist verði í átak við endurheimt votlendis, birkiskóga og kjarrlendis, sem og stöðvun jarðvegseyðingar og frekari landgræðslu og nýskógrækt.
Ég ætla ekki að fjalla frekar um endurheimt votlendis sem sérstaka loftslagsaðgerð, enda bindur hún ekki kolefni. Hún er fyrirbyggjandi og mikilvæg sem slík, þótt örðugt geti reynst á endanum að sýna fram tölulegan á árangur með óyggjandi hætti. Ísland hefur hins vegar skýrar heimildir til bindingar með skógrækt og landgræðslu upp að ákveðnu marki innan loftslagssamnings Sþ.
Áform um bindingu rekast illilega á það sem kalla má íslenska gróðurpólitík. Einstaklingar og stofnanir á vegum ríkisins takast harkalega á um tegundaval, hvort eigi og megi notast við erlendar tegundir. Í texta ríkisstjórnarinnar er sérstaklega kveðið á um birki.
Íslenska kræðubirkið og kjarrskógar binda um 1/10 hluta þess sem hægt er að ná með hagstæðustu samsetningu annarra tegunda. Þannig myndu alaskaösp og stafafura í samlífi soga til sín kolefni úr lofthjúpnum um tíu tonn á hektara lands á ári. Þá er miðað við einkar þéttan loftslagsskóg með um 2.500 gróðursetningum á hektara lands.
Ef birkið verður ofan á þarf tíu sinnum meira land og kostnaður eykst í svipuðu hlutfalli.
Stofnanir ríkisins ráða í raun
Skógræktin, Landgræðslan og Náttúrufræðistofnun eru þegar farnar að grafa sér skotgrafir til langtímahernaðar. Þetta eru ríkisstofnanir, ekki málsmetandi einstaklingar eða félagasamtök. Gróðurpólitíkin getur nefnilega verið grimm og heiftúðug, menn hafa þannig á þessum vígstöðvum rifist um lúpínuna í áratugi.
Áðurnefndar stofnanir, ásamt fleirum, s.s. Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun, ráða í raun framgangi í þessum málum. Ekki stjórnmálin eða sjálf ríkisstjórnin. Löggjöf leyfisveitinga er skýr. Nýskógrækt yfir tilteknum mörkum þarf í matsferli skipulagsáætlana. Einnig landgræðsluáætlun.
Allar þessar stofnanir koma að ákvörðun á endanum og reynslan segir að slíkt ferli geti tekið mörg ár og allsendis óvíst um niðurstöðu. Á meðan verða of fáar plöntur gróðursettar í tilgangi bindingar.
Í mínum huga þarf Alþingi að íhuga í alvöru að aftengja núverandi lagaramma um matsferli skógræktar- og landgræðsluáætlana svo ríkisstjórnin nái fram sínum markmiðum í loftslagsmálum. En gróðurpólitíkin endurspeglast líka inn í stjórnmálin. Þar er rétti farvegurinn og rétt að menn takist á og komist að niðurstöðu sem löggjöfin tekur mið af. Mikilvægt að sjónarmið landslags- og lífríkisverndar kallist á við uppgræðslu og bindingu með tegundum sem ekki eru upprunar hérlendis.
Veröldin er hins vegar ekki svart/hvít þegar kemur að þessum málum. Tregðulögmálið vinnur eins og oftast með frestun og frekari skoðun. Stjórnvöld þurfa hins vegar í loftslagsmálum að vera einbeitt og setja sér raunhæf markmið. Fylgja þarf eftir áætlunum af festu ef ekki á illa að fara í skuldbindingum Íslands fyrir árið 2030. En sú hætta er klárlega fyrir hendi."
Einar kemur þarna inn á hvernig tilfinningar eru látnar ráða för í landgræðslu. Alþingi er farið að velja gróðurtegundir eftir því hversu lengi tilteknar tegundir hafa vaxið í landinu.Ekki af hagkvæmnisjónarmiðum.
Fyrir milljónum ára uxu hér hitabeltistegundir. Þær eru horfnar og birkið komið í staðinn. Við landnám voru hér Írar sem forfeður Ara fróða líklega útrýmdu en bjöllur og baglar þeirra urðu eftir.
Norrænir menn voru hér flestir um aldir en alltaf fluttist að erlent fólk og þess fleiri sem fram líða stundir.Hvenær það fólk verða Íslendingar veit ég ekki.
Ég er sjálfur ekki trúaður á árangur af þessu kolefnisbrölti öllu saman og tel það út í hött án vísindalegrar sönnunar. En þar sem á að eyða skattfé í þetta, þá finnst mér ekki máli skipta hvaða gróður sé talinn íslenzkur.
Hingað hafa verið fluttar erlendar gróðurtegundir,Alaska lúpínan, greni og fura í meira en öld og kartöflur í hundruð ára. Verða þessar tegundir einhvern tímann íslenzkar frekar en við sem þykjumst eiga landið núna?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Við verðum að vona að skynsemin fái að ráða á endanum.
Ef menn veðja á birkirækt væri nærtækast að beitarfriða strax öll svæði þar sem eitthvert kjarr og þar með fræframleiðslu er að finna. Því það liggur fyrir að þar sem beit er stunduð verður nákvæmlega engin nýliðun í birkikjarri eða birkiskógum.
Ég hefði viljað sjá hrossamóana sem þekja láglendið í heilu sýslunum breytast í blandaðan skóg og láta þá einu gilda um þjóðerni trjánna, enda er gróðurríki jarðar óháð skiptingu lands í þjóðríki. Enda er sú skipting mannanna verk.
Þórhallur Pálsson, 19.11.2019 kl. 14:33
Spurningin ætti frekar að vera
hvað leiðir til FRAMÞRÓURNAR
og hvað ekki?
Jón Þórhallsson, 19.11.2019 kl. 15:18
Allt,sem var hér við landnám var Íslenzkt frá fjöru til fjalla Margir töldu ÍSLAND vera heilagt land og landnemarnir vel viti bornir. Þeir gátu siglt til baka til Norðurlanda og Englands og síðan heim aftur til ÍSLANDS.
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 20.11.2019 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.