Leita í fréttum mbl.is

Hvassahraun

er aftur að rata framarlega í flugvallarumræðuna.

Það er merkilegt hvernig ruglandin í sérvizkunni um að það verði umfram allt að kakka niður íbúðarhúsum sem næst Tjörninni í Reykjavík rétt eins og það sé þýðingarmesta búsvæði manna á Íslandi.

Þegar menn horfa á óskapnaðinn sem Valsmenn eru búnir að hrúga niður á Pólasvæðinu gamla þá fyllist maður eftirsjá gamalla tíma þegar víddin var meiri þarna og kyrrðin mikil á þessum fagra stað. Maður getur látið ímyndunaraflið hlaupa fram og margfaldað þennan kumbaldaóskapnað þar til hann fyllir útá Tjarnarbakkana og öll kyrrð er horfin undir iðandi bílakösina sem mun auðvitað fylgja íbúunum hverju sem sérvitringarnir í skipulagsmálunum sem nú ráða för halda öðru fram. Árangurinn af þessari helstefnu Arnar arkitekts og Dags Bé verður meiri mengun og lífsfirring hinnar gömlu náttúru víðlendisins og búllumenning tekur við að fuglalífinu sem þar ríkti. 

Á þessu framtíðaraltari krefjast þessir aðilar að þjóðin reiði fram hundruð milljarða til að byggja flugvöll nærri Keflavíkurflugvelli sem vandséð er hversvegna eigi að gera í stað þess að flytja flugið alla leið þangað. Engin önnur skýring er nærtækari heldur en afþvíbara. Svo órökrænt er allt þetta fyrir venjulegu fólki. Hvílík skipti á víðerninu á Reykjavíkurflugvelli og útvíkkuðum steinsteypuóskapnaði Valsmanna.

Og Reykjavíkurborg ætlar sér greinilega ekki að greiða hið minnsta til hins nýja Hvassahraunsflugvallar heldur einungis að selja land flugvallarins og hesthúsa í Borgarsjóð. Það er þjóðin sem á að borga fyrir hugsjónir Kvosarsérvitringanna. Og Borgaryfirvöldin eru búin að taka samgönguráðherrann í gíslingu sem dansar með og lofar fé á bæði borð. Og enn er tuggið á því að annar flugvöllur  verði þá að finnast jafngóður Hvassahrauni ef það ekki dugar. Sem öll líkindi eru talin á að svo sé vegna náttúrufarsaðstæðna og nálægðar við Keflavíkurflugvöll.

Væntanlega verður þetta Hvassahraunsmál úr sögunni þegar Reykvíkingar hafa náð að kjósa sér nýja Borgarstjórn sem festir Reykjavíkurflugvöll í sessi um langa framtíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Samkvæmt nýjustu tölunum og nýju skýrslunni er langódýrast, hagkvæmast og öruggast gagnvart veðurfari að lengja austur-vestur brautina í Reykjavík. 

En í allri umfjöllun fjölmiðlanna og viðtölum fjölmiðlamanna er aldrei minnst á þennan möguleika, sem þó er nefndur í skýrslunni. 

Ómar Ragnarsson, 30.11.2019 kl. 19:58

2 identicon

HVASSAHRAUNS hópurinn hlýtur að fylgja "Loftslagsliðinu" og Reykjavíkurborg, sem enginn nennir að heimsækja lengur.

Ég vann á Keflavíkurflugvelli,(Loftleiðum)í 23 ár. Þetta hjóm sumra hugsuða virkar eins og "hatur" við LEIÐTOGANN Í HVÍTA HÚSINU og AMERIKANA,sem hafa ALLTAF reynst okkur best. Glæsilegasti flugvöllur norðan Alpafjalla,sem Amerikanar byggðu og kostuðu að fullu og gáfu OKKUR að lokum.

PATTERSON brautirnar bíða ykkar og nýjar brautir að auki fyrir allt innlent og erlent flug og sjúkraflug.

Þessar hugmyndir um Reykjavíkurflugvöll, Hvassahraun með 7/10 mín.tengingu við Keflavíkurflugvöll er hlátursefni almennings, sem skynja fjarlægðir.

Hugmyndir Hrafns Gunnlaugssonar eru máske bestar með grjót fyllingu á 5km skerið sunnan flugbrautar við Reykjavík og Bessastaði. 

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 30.11.2019 kl. 21:51

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Auðvitaað báðir tveir

Halldór Jónsson, 1.12.2019 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband