Leita í fréttum mbl.is

Hvað ég ætla ekki að kjósa

er manifesto Talna-Bensa í Morgunblaðinu í dag. Hann skrifar:

"Flestir stjórnmálamenn hafa hvorki áhuga á né dug til þess að leiða mikilvæg deilumál til lykta. Þess vegna er stjórnmálabaráttan sjaldan fersk. Við erum að baka gömlu lummurnar enn einu sinni og þær batna ekki við það.

Fólki finnst litlu máli skipta hvaða flokkar eru í ríkisstjórn, það breytist aldrei neitt. Því miður er mikið til í þessu.

Viðreisn var í ríkisstjórn í tæplega eitt ár. Þótt við höfum komið góðum málum til leiðar voru þau miklu stærri sem við höfðum ekki bolmagn til þess að ná fram. Við fengum lítinn tíma, en hitt vó þyngra að erfitt var að koma mörgum góðum málum í gegnum Sjálfstæðisflokkinn, sem hafði ekki áhuga á alvöru framfarabyltingu.

Enginn er hissa á því að lítið gerist í tíð núverandi ríkisstjórnar. Flokkarnir sem að henni standa hafa afturhald sem markmið.

Ekki er hægt að saka þá um að sigla undir fölsku flaggi, þótt reyndar komi ríkisvæðing heilbrigðiskerfisins á vakt Sjálfstæðismanna jafnvel mér á óvart.

Stjórnmálaflokkarnir geta ekki komið sér saman um sanngjarna gjaldtöku fyrir aðgang að miðunum. Þegar ný tegund veiðist á Íslandsmiðum sameinast kerfisflokkarnir um að gefa útgerðinni hana líka. Jafnvel vandað fólk snýst frá fylgi við mannkindina og gengur í lið með sauðkindinni um leið og það sest á Alþingi.

Þjóðin getur snúið þessari óheillaþróun við, en aðeins með því að styðja flokka sem vilja og þora að gera breytingar og gera þær hratt. Viðreisn hefur frá upphafi haft róttækar kerfisbreytingar að markmiði. Ekki smálagfæringar eða snyrtingu heldur að endurræsa kerfið með nýju forriti:

1. Ríkið á ekki að úthluta gæðum til ákveðinna hópa án endurgjalds. Sjávarútvegur greiði markaðstengt auðlindagjald með því að árlega fari hluti kvótans á markað. Gjaldið renni til innviðauppbyggingar á heimasvæðum.

2. Landbúnaður lúti lögmálum almennrar samkeppni. Innflutningshöft og tollar á landbúnaðarvörur afnumin í áföngum. Bændur leystir úr fátæktargildru.

3. Enginn verði þvingaður af vinnumarkaði eingöngu vegna aldurs.

4. Bætum hag fólks og fyrirtækja með því að lækka vexti og verðbólgu til samræmis við nágrannalönd með upptöku stöðugs gjaldmiðils.

5. Námsárangur nái að minnsta kosti meðaltali innan OECD. Nám á bæði grunn- og framhaldsskólastigi verði markvissara en nú er.

6. Kosningaréttur verði jafn, óháð búsetu. Jafnrétti þegnanna er grundvallarhugsjón lýðræðisins.

7. Þjóðaratkvæði um að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið til þess að ná aðildarsamningi sem borinn verður undir þjóðina.

Viðreisn getur ekki lofað neinu nema þjóðin standi að baki okkur. Eina leiðin til þess að hrista upp í kerfinu er að styðja flokk sem vill skipta um forrit.

Almannahagur – ekki sérhagsmunir. Viðreisn í stað afturhalds. Benedikt Jóhannesson Pistill Skiptum um forrit Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar."

Þetta eru um sumt fögur fyrirheit ef maður tryði manninum til einhvers. En sporin hræða og hann getur ekki fært neinar sannanir á árangur af sínu pólitíska brölti til þessa. Miklu fremur sýnist mér heildarsumman hafa orðið þjóðinni til bölvunar það af er.

En Benedikt vill láta fullveldið af hendi og ganga í björg hins úrelta ESB gegn meirihluta heimsins og taka upp dauðamyntina Evruna.

Liðir og 4. og 7. nægja mér til þess að ég kem ekki nálægt Benedikt Jóhannessyni og Viðreisn með 10 feta stöng.

Viðreisn, ætla ég aldrei að kjósa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kýs FULLVELDIÐ og LÝÐVELDIÐ og þann ÞJÓÐERNISSINNUÐA FLOKK, sem berjast fyrir sameiginlegum ÞJÓÐARAUÐ,ORKU og FISKIMIÐUM.

Við VÍTUM stjórnmálaflokka, sem glepjast af SKIPUNUM og reglufargani ESB landa í Brussel. Seljum frá ÓMENGUÐU ÍSLANDI framleiðslu BÆNDA, SJÁVARÚTVEGS og GRÓÐURHÚSA með flugi til USA og Evrópu. 

Stöndum með USA, NATO og UPPBYGGINGU Keflavíkurflugvallar varðandi erlent og INNANLANDSFLUG.

Galnar hugsanir fara minnkandi og ÍSLAND rís að nýju.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 6.12.2019 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 3418216

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband