Leita í fréttum mbl.is

Hvað kostar kílówattstundin?

Ekki nokkur leið að fá að vita það í einni tölu. Bara endalaust kjaftæði.

verðskrá fyrir raforkudreifingu

Verðskrá gildir frá 01.10.2019

  • Virðisaukaskattur af raforku reiknast 24%. Sérmæld raforka til húshitunar ber þó 11% virðisaukaskatt.
  • Jöfnunargjald reiknast af raforkudreifingu í samræmi við lög nr. 98/2004.

Almenn orkunotkun

TaxtiAlmenn notkunDreifingFlutningurJöfnunargjaldSamtalsMeð 24% vskGrunnur
A1DFast verð28,75  28,7535,65kr/dag
A1DOrkuverð3,691,850,305,847,24kr/kWh

Skýringar:

  • Taxti A1D gildir fyrir alla almenna notkun. Taxti A2D gildir fyrir einmælingu húsnæðis sem er upphitað með raforku og hefur sömu einingaverð en 85% orkunotkunar bera 11% virðisaukaskatt og 15% notkunar bera 24% virðisaukaskatt.
  • Fast verð er fyrir föstum kostnaði óháð orkunotkun. Gjaldinu er dreift jafnt niður á tímabil reikninga.

Afl- og orkunotkun 

TaxtiAfl og orkunotkun,
lágspennaDreifingFlutningurJöfnunargjaldSamtalsMeð 24% vskGrunnur
B1DFast verð168,60  168,60209,06kr/dag
B1DAflverð24,82  24,8230,78kr/kW/dag
B1DOrkuverð0,581,850,302,733,39kr/kWh

 

TaxtiAfl og orkunotkun,
háspennaDreifingFlutningurJöfnunargjaldSamtalsMeð 24% vskGrunnur
B4DFast verð1.117,82  1.117,821.386,10kr/dag
B4DAflverð23,57  23,5729,23kr/kW/dag
B4DOrkuverð0,531,850,302,683,32kr/kW

Skýringar:

  • Fast verð er fyrir föstum kostnaði, óháðum orkunotkun.
  • Aflverð er greitt fyrir mældar afleiningar, hvert kW afltopps. Afltoppur er reiknaður á ársgrundvelli (almanaksár). Greitt er fyrir hæsta notað meðalafl (kW), mælt í 60 mínútur, á tímabilinu; 1. janúar til 31. mars og 1. október til 31. desember. Reikningsfært lágmarksafl er 30 kW.

Aflnotkun

TaxtiAlmenn notkunDreifingFlutningurJöfnunargjaldSamtalsMeð 24% vskGrunnur
B21DAflnotkun rofin40,6119,203,1162,9278,02kr/kW/dag
B22DAflnotkun órofin63,9744,407,20115,57143,31kr/kW/dag

Skýringar:

  • B21 er fyrir rofna aflnotkun. Roftími er breytilegur og fylgir dagsbirtu.
  • B22 er fyrir órofna aflnotkun (t.d. umferðaljós og fjarskiptaskápa).
  • Reikningsfært afl miðast við uppsett afl.

Tímaháð orkunotkun

TaxtiTímataxti, lágspennaDreifingFlutningurJöfnunargjaldSamtalsMeð 24% vskGrunnur
T1DFast verð649,43  649,43805,29kr/dag
T1DLágverð1,601,850,303,754,65kr/kWh
T1DMiðverð3,001,850,305,156,39kr/kWh
T1DHáverð7,431,850,309,5811,88kr/kWh

 

TaxtiTímataxti, háspennaDreifingFlutningurJöfnunargjaldSamtalsMeð 24% vskGrunnur
T1HDFast verð2.813,03  2.813,033.488,16kr/dag
T1HDLágverð1,401,850,303,554,40kr/kWh
T1HDMiðverð2,621,850,304,775,91kr/kWh
T1HDHáverð6,481,850,308,6310,70kr/kWh

Skýringar:

  • Fast verð er fyrir föstum kostnaði, óháðum orkunotkun.
  • Lágverð gildistími: október - apríl kl. 21:00-09:00 og maí - september; allan sólarhringinn
  • Miðverð gildistími: nóvember - febrúar; virkir dagar kl. 13:00-17:00, helgar og frídagar* kl. 09:00-21:00, október, mars og apríl; - kl. 09:00-21:00.
  • Háverð gildistími: nóvember - febrúar; virkir dagar kl. 09:00-13:00 og 17:00-21:00, aðfangadagur og gamlársdagur kl. 09:00-13:00 og 17:00-21:00.
*Aðfangadagur og gamlársdagur teljast ekki til þessara frídaga og eru meðhöndlaðir eins og virkir dagar í desember.
 

Mælaleiga*

TaxtiMælaleigaKr.Með 24% vskGrunnur
M1Orkumælir, einfasa7,759,61kr/dag
M2Orkumælir, þrífasa19,8524,61kr/dag
M3Orkumælir, þrífasa m/straumspennum38,7548,05kr/dag
M4Aflmælir54,7667,90kr/dag
M5Aflmælir m/straumspennum87,28108,23kr/dag
M8Fjarstýriliði26,2932,60kr/dag
M9Púlsmagnari20,5525,48kr/dag
M21Aflmælir m/straum- og spennuspennum522,66648,10kr/dag

Skýringar:

*Leigugjöld fyrir auka mælitæki t.d. til innra uppgjörs notanda. Mælaleiga er innifalin í föstu verði ofangreindra raforkudreifitaxta.

 
Orkan frá sorporkubrensslunni á Amager Bakke er sögð kosta 5.5 Ikr/kw. Hvað borgar neytandinn er ekki gefið upp heldur í Danmörkui frekar en hér. Allt sveipað í kjaftæði í blekkingarskyni.
Það er ekki hægt að fá að vita hvað maður borgar fyrir kílówattstundina til ljósa á heimilinu. Allt sveipað í kjaftæði og dularklæði.
Hvað kílówattstundin kostar er leyndarmál.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað kostar flug til Kaupmannahafnar? Hvað kostar lambakjöt? Hvað kostar hús? Ætli það sé leyndarmál fyrst ekki er hægt að fá eina tölu?

Vagn (IP-tala skráð) 10.12.2019 kl. 22:58

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Getur þú ímyndað þér nafni, hversu mikið við greiðum fyrir alls kyns þjónustu, án þess að verðið sé skilgreint neitt nákvæmlega? Hvaða stofnanir og fyrirtæki í opinberri eigu eru þar verst? 

 Svo trítlar maður í Krónuna eða Bónus og fær allt útprentað, án nokkurs kjaftæðis, fyrir veitta þjónustu og vöru. Hlutfall vsk útlistað og allir sáttir. Hægt að bera saman við aðra söluaðila og velja sér þann, sem besta þjónustu veitir, fyrir hagstæðast verðið.

 Þegar ríkið, eða opinberar stofnanir rukka fyrir sitt skítlega framlag, fylgja hinsvegar engar skýringar aðrar en borgir þú ekki á réttum tíma færðu það óþvegið og ´´uden vaselin´´.

 Á Finnur Ingólfsson ennþá mælana á hitaveitugrindinni hjá okkur, eða eru þar að komnir aðrir og óræðari eigendur inn á gafl okkar allra?

 Það er vísvitandi gert, að flækja reikninga orkusölufyrirtækjanna svo mikið að varla nokkur maður eða kona, skilji neitt í blekkingarleiknum. Allt í boði esb, ees eða hvað þessi óbermi heita nú öll. Óbermi sem öll virðast eiga greiðan aðgang að minni og þinni buddu, því það er svo djöfull þægilegt að vera þingmaður í dag. Færð bara senda reglugerð frá bulluseli, skrifar undir, rennir gegnum þingið og ég og þú borgum!

 Undir hvers verndarvæng hefur þessu rugli eiginlega tekist að svína á landsmönnum?

 Báknið burt ´´my ars´´.

 Aldrei hefur nokkru bákni verið blásið eins brjálæðislega út og því Íslenska, undir stjórn og samþykki hugsjónageldra fyrrum svokallaðra sjálfstæðismanna, ef undan eru skilin Sóvétríkin sálugu. 

 Fari þetta lið á vondan stað, fuss og svei.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 10.12.2019 kl. 23:00

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll Halldór

Mjög svo uppbyggilegt texti eftir íshafsstorminn, hvort verkfræðilegur verðtaxti hjálpi skal sagt ósagt látið. Aflverð, fastverð, afltoppur og rofið afl.  Enginn þörf á að fara til EBS til að fá rofið rafmagn? Verkfræðingarnir í Amagerbrennslunni standa sig vel, beint á móti norðan strengnum. Engar síðustu eldspýturnar að loga þar. Merkilegt hvernig nær allar raflagnir í lofti á Ströndum stóðust vel í óveðrinu. 

Hef notað þumalputtareglu um langt skeið, miðað kílóvattstundina við 15 krónur. Verstir eru nýju mælarnir til álestrar með öllum sínum myndum og skammstöfunum. Enginn Finnur þar. Okkur sagt að taka mynd, símamyndir og senda. Sama með hitaveitumælana. Tækninn hefur farið fram úr okkur eða við henni. Betra að hafa Stórval málara hjá sér þegar maður vaknar. 

Sigurður Antonsson, 11.12.2019 kl. 06:47

4 identicon

Nú er allt að koma fram sem Gunnar Rögnvaldsson hefur margsinnis varað okkur við.

Spurningin er þessi:  Ætla hverfafélög, og þ.m.t. almennir flokksmenn, að láta forystu flokksins valta algjörlega yfir sig og gerast hlýðnir rakkar forystunnar?  Eða gera það sem betra er:  Blóta á laun, svo sem vilji okkar er til, og kjósa Miðflokkinn sem harðast og best og það einn flokka hefur barist gegn blekkingarkjaftæði búrakommanna, brusselsku nómenklatúru silkitunganna, Bjarna jr., Gulla and the gogo girls, í okkar gamla flokki?

Vér, hinir sjálfstæðu og þjóðhollu menn, munum mótmæla á þann hátt sem friður okkar stefnir til, virða stjórnarskrá vora, siði og hætti og enn á ný blása í Heimdallar lúður og gjöra þá gangskör eina sem vér sjáum nú færa og kjósa Miðflokk Sigmundar og Davíðs.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.12.2019 kl. 11:18

5 identicon

KÍLÓWATTSTUNDIR,ORRKUDREIFING og LAUNASEÐILL er ráðgáta manna á götunni. BÆJARLÆKURINN er máské öruggastur og ÓDÝRASTUR,allt byggt af eigin hugviti.

Við dáum LANDSVIRKJUN, forstjórann, rekstur og virkjanir, sameiginlega eign almennings. SORPORKUSTÖÐ fyrir ÍSLAND, stór-SKIP og GRÆNLAND?. FLOTT eins og DANIR byggðu í AMAGER.

LANDSVIRKJUN ákvarðar og kostar rafstreng til BREXIT,utan ESB, hugsanlega með köldu eða heitu vatni,sem greiðir allan kostnað

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 11.12.2019 kl. 18:01

6 identicon

BÆTUM útlit Landsins og setjum alla RAFSTRENGI ofan í jörðina til að spara miljónir í kostnaði mannslífa, tóla og tækja hátt til fjalla og í óbyggðum. 

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 11.12.2019 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband