Leita í fréttum mbl.is

Veikleikar innviða okkar

komu óþyrmilega í ljós í veðuráhlaupinu. Dreifikerfi raforku er langtum of veikt.

Enn furðulegra er það að veikleikarnir stafa að einhverju leyti vegna andstöðu fólks við lagningar nauðsynlegra flutningslína á grundvelli smekks og þess sem það kallar sjónmengun í landslagi.Er það boðlegt að hampa slíkum andmælarétti þegar líf og limir samborgara eru undir?

Við missum unga hetju í dauðann við að reyna að berjast gegn afleiðingum þessarar skammsýni. Þessi mál eru meira alvörumál en svo að við höfum efni á svona altækri tilfinningasemi. 

Undanfarið hefur Bjarni Benediktsson talað fyrir kostum þess að stofnsetja það sem hann nefnir Þjóðarsjóð sem þjóðin skuli ávaxta í útlöndum til að grípa til ef óvæntir erfiðleikar koma upp í rekstri þjóðarbúsins. Vissulega er ávallt gott að eiga varasjóð. En á það við í tilfelli þjóðar?

Ég get ekki séð að ein kynslóð eigi að neita sér um að fá orkuöryggi núna til þess að einhverjir ófæddir Íslendingar, eða aðfluttir Íslendingar framtíðarinnar, geti tekið peningana sem Bjarni ætlar núna að taka af okkar sparnaði og flytja til ávöxtunar erlendis, af því að einhver vandræði hafi komið upp hjá þeim, löngu eftir okkar daga sem nú lifum?

Hefði kynslóð Hannesar Hafstein átt að spara við sig og eftirláta kynslóð okkar Bjarna Benediktssonar  peningana til að borga Icesave þegar Bjarni vildi borga þá sátt en ég ekki? Hefði verið réttlæti eða skynsemi í því?

Mér finnst grunnhugsunin skökk að ein kynslóð eigi að spara peninga fyrir þá næstu. Hún á að einbeita sér að byggja upp landið og innviðina um sína daga, græða landið og planta skógum eins og Hinrik 8 gerði til þess að hægt yrði að byggja HMS Victory hundruð árum síðar.Hver kynslóð á að skila landinu betra í hendur næstu kynslóða eins og verið hefur frá örófi alda. Ekki að fara að braska í útlöndum með skattfé og samtíma arð af auðlindum.

Veikleikar innviða okkar komu berlega í ljós í þessu veðuráhlaupi. Sem þarf alls ekki að vera það síðasta sem yfir okkur dynur á þessum vetri né hafa þessir veikleikar horfið með þeim viðgerðum sem yfir standa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fróðlegt verður að sjá nefnd dæmi um það að línurnar og innviðirnir lélegu, sem gáfu sig í veðrinu, hafi verið svona á sig komnir vegna "andstöðu við lagningu þeirra". 

Og þegar umhverfisverndarfólki er kennt um að mannslíf tapaðist, verður að rökstyðja slíkt. 

Aldrei hefur verið nein andstaða við lagningu lína í Sölvadal og á öðrum svæðum á Norðurlandi, þar sem það er ekki enn búið,, eftir meira en fjóra sólarhringa frá upphafi óveðursins, að koma öllu í lag. 

Deilur um línulagnir hafa verið vegna leiðarinnar frá Blönduvirkjun austur í Fljótsdal og hefur umhverfisverndarfólk viljað fá þær lagðar í jörð að hluta til, en Landsnet algerlega staðið þvert gegn slíkum öryggisaðgerðum. 

Ómar Ragnarsson, 14.12.2019 kl. 20:37

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Stjórnvöld eiga að marka þá stefnu líkt og aðrar þjóðir að við nýlagningu og endurnýjun raflína verði jarðstrengir alltaf fyrsti kostur. Loftlínur verði aðeins notaðar þar sem jarðstrengir koma alls ekki til greina eða sem tímabundin úrræði.

Helstu kostir jarðstrengja eru að sjónmengun hverfur að mestu við lagningu jarðstrengja og viðhald verður hverfandi miðað við loftlínur.

Sigurpáll Ingibergsson, 14.12.2019 kl. 22:24

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hvet þig til þess að fella út setninguna um hetjuna, sem lét lífið við að berjast gegn afleiðingum skammsýni umhverfisverndarfólks. 

Það hafa ekki staðið neinar deilur um raflínur eða aðrar línur í Sölvadal, og ebgar bilanirn á Norðurlandi síðustu fjóra sólarhringa hafa orðið vegna andófs umhverfisverndarfólks, landeigenda né einstaklinega við línurnar. 

Þar sem skoðanir hafa verið skiptar um raflínur, hefur umhverfisverndarfólk viljað láta leggja þær í jörðu á einstaka köflum, sem myndi auka öryggi þeirra, en Landsnet hefur barist hrat gegn því. 

Ómar Ragnarsson, 15.12.2019 kl. 00:15

4 identicon

Það voru enga peninga að sækja í hlutabéfum eða bönkum eftir hrun svo afhverju gengur þú út frá að snillingunum takist ekki að tapa þessu öllu í erlendum fjárfestingum?

"Íslendingar framtíðarinnar, geti tekið peningana"

Grímur (IP-tala skráð) 15.12.2019 kl. 10:35

5 identicon

Sameiginleg ORKA og VIRKJANIR eru efst á blaði ÍSLENDINGA þessa dagana. Grafa og setja niður JARÐSTRENG í óbyggðum og til fjalla vestan og norðanlands. Hlýfum BJÖRGUNARSVEITUM frá óþarfa áhættu. Ofurmaðurinn, sem síga niðr í 20m JÖKULSPRUNGU til að bjarga mannslífum,eins og hér um árið. Þetta var HETJUDÁÐ BJÖRGUNARSVEITAMANNS!. 

ÞJÓÐARSJÓÐURINN skal fylgja þeim fyrirtækjum,sem skapa auðinn. LANDSVIRKJUN hefur nóg pláss fyrir SJÓÐINN eða STÓRÚTGERÐAR FYRIRTÆKI þar sem stjórnendur eru ÁBYRGIR.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 15.12.2019 kl. 15:56

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mér finnst að þú eigir að biðjast afsökunar á þessari ásökun um að skagfirskir bændur, sem ekki vilja háspennulínur í túnfótinn hjá sér, beri ábyrgð á þessu hræðilega slysi í Eyjafirðinum Halldór. Ég veit að þú meintir þetta ekki, og þú yrðir maður að meiri.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.12.2019 kl. 20:41

7 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Orð í tíma töluð. Þetta blogg er áhugavert og segir margt í stuttu máli sem er ekki skrifað í fréttum. Fjármagnið núna þarf að nota til að styrkja innviðina.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 16.12.2019 kl. 00:00

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Skagfirksir bændur og umhverfisöfgafólk, og bara við öll berum ábyrgð á þessu ástandi. Ómar eða skagfirskir bændur eru ekkert ábyrgðarlausir frekar en ég að þetta skuli hafa verið látið danka svona árum saman til þessarrar niðurstöðu.Við kusum bara ekki betra fólk sem okkar fulltrúa. Aðalatriðið er að byrja að vinna að endurbótum og við skulum minnast piltsins unga með hlýhug og virðingu.

Halldór Jónsson, 16.12.2019 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband