Leita í fréttum mbl.is

Wá. Steingrímur borgar sjálfur!

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur kolefnisjafnað allar flugferðir sínar til og frá útlöndum á þessu ári úr eigin vasa.

Vakin er athygli á framtakinu á vef Alþingis þar sem segir að einstaklingar og fyrirtæki séu í auknum mæli farin að sýna samfélagslega ábyrgð með því að kolefnisjafna flugferðir.

Fjármálaskrifstofa þingsins býður þingmönnum aðstoð sína við kolefnisjöfnun og vísar á þá þrjá aðila hér á landi sem taka slíkt að sér, Kolvið, Votlendissjóð og Icelandair. Eru þingmenn hvattir til að nýta sér þetta. „Ég hef farið tíu sinnum til útlanda á þessu ári,“ segir Steingrímur í samtali við Morgunblaðið. Kostnaður við kolefnisjöfnunina nemi rétt um tíu þúsund krónum fyrir allar ferðirnar.... "

Þvílík tíðindi. Steingrímur borgar eitthvað sjálfur. Og sér til þess að Ríkið sjái um að kynna landsmönnum afrekið siðlega.

Hvernig væri að Kata borgaði eitthvað fyrir 20 þúsund tonnin af CO2 sem stíga upp úr Kötlu hvern dag? Vill hún ekki kolefnisjafna.

Wá, þvílík rausn að skila einhverju aftur af áratuga dreifbýlisstyrknum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Ja, Halldór, því er slegið upp með upphrópunum að hann borgi þennan tíuþúsundkall sjálfur, þvílík rausn. En skoðum nú málið í víðara samhengi.Átti hann í raun eitthvað erindi til útlanda á kostnað skattgreiðenda ? Svo vantar alveg í fréttina (ef frétt skal kalla) hvað þessar ferðir kostuðu skattgreiðendur. Þá vantar einnig og sérstaklega að tíunda nákvæmlega hve mikið SJS fékk greitt í ferðadagpeninga, hve mikið af því var raunverulega nýtt til greiðslu ferðakostnaðar og hve mikið var þá eftir í djúpum vösum SJS og er tekjuskattskylt. Var greiddur tekjuskattur af því eins og lög kveða á um eða sveik SJS þá undan skatti? Þessu ganga blaðamennirnir aldrei eftir og virðist vera algjörlega bannað. Sem sagt það vantar allt kjötið í fréttina. Myndin af SJS sýnir hann líka eins og sakleysið uppmálað - vantar bara geislabauginn, er sennilega ekki þar sem hann gæti þrengt fullmikið að.

Örn Gunnlaugsson, 17.12.2019 kl. 11:22

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er aldrei spurt ef vinstra liðið á í hlut, þá þarf aldrei að spyrja að neinu. Bara hjá hægri mönnum.

Halldór Jónsson, 17.12.2019 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 3418408

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband