Leita í fréttum mbl.is

Hvernig datt honum í hug?

honum Adolf að skora svona þjóð á hólm?

B-24_Liberator_Consolidated-Vultee_Plant,_Fort_Worth_TexasÞjóð sem á ekki bara eina svona verksmiðju utan seilingar heldur margar.

177 af þessum flugvélum stórskemmdu olíulindur Þjóðverja í Ploesti í einni árás.

B24-Cockpit_USAFFlugstjórnarklefinn væri kunnuglegur flugmanni í dag þó að myndin sé orðin 80 ára gömul

 

 

Alls voru framleiddar 18.800 vélar af þessari gerð og kostuðu 5 milljón dollara í okkar dölum. Þær flugu Atlantshafið í einum áfanga en komust 7000 fetum lægra en B17 sem komst í 35.000 feta hæð.B24 voru ekki vinsælar af flugmönnum og þóttu lélegar í ísingu.En þær báru tvöfalt magn af sprengjum, yfir 7 tonn, miðað við B17

Þvílíkt brjálæði var þetta stríð annars og hvernig gat mönnum dottið svoleiðis vitleysa í hug að hætta öllu til ? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Stríðið tapaðist á því að hraðinn var ekki nógu mikill, áður en Kaninn var styggður. 

Stóra tækifærið var haustið 1939, nokkurs konar plan b, þegar Frakkar, Niðurlönd og breski heraflinn í Frakklandi voru gersigraðir á sex vikum. 

Ef áætlun og undirbúningur undir sókn inn í Rússland hefði verið tilbúin vorið 1940, var hægt að nota hótun og málamynda tilburði til innrásar í Bretland sem gabb ( diversion) fram í júlí, þegar innrásin mikla í austur gat hafist. 

Rauði herinn og einkum forysta hans var ú tætlum eftir hreinsanir Stalíns og engin af skæðustu vopnum Rússa komu fram fyrr en árið eftir, T-34, besti skriðdreki stríðsins í meira en 80 þúsund eintökum, 30 þúsund nýjar flugvélar á ári o. s. frv. 

Í innrás átti augljóslega að láta sókn á norðurvængnum hafa forgang gegn hinu miðstýrða Sovétveldi í Moskvu áður en vetur skylli á, í stað þeirra miklu mistaka að seinka þeirri sókn um sex vikur í herför suður til Ukraínu. 

Ómar Ragnarsson, 20.12.2019 kl. 17:49

2 identicon

Hér virðist Ómari Ragnarssyni skeika um eitt ár, en hvað um það. Mér er styrjöldin í bernsku minni og eru sumir atburðir hennar mér enn hugstæðir.

Adolf Hitler virðist hafa verið djúpt klofinn persónuleiki. Ég á myndir eftir hann sem ég náði í fyrir nokkrum árum (finn þær ekki lengur á netinu). Þær eru flestar af byggingum og borgarstrætum og bera vott um mjög mikla natni og vandvirkni. Þær eru hins vegar ekki frumleg listaverk.

Einhvern tímann heyrði ég að Hitler hefði ekki þolað að sjá blóð, ekki veit ég sannindi þess, en einkaritari hans, sem ber honum vel söguna, sagði svo frá að hann hafi forðast staði þar sem eyðileggingar stríðsins blöstu við.

Samband Hitlers við konur var allt mjög dularfullt, einkum samband hans og Eva Braun sem mun af tilviljun hafa orðið saklaust fórnarlamb aðstæðna. 

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 20.12.2019 kl. 22:04

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

B24 stóð óverðskuldað í skugganum af B17 af því að hin síðarnefnda kom svo snemma fram, árið 1935,  og fékk viðurnefnið "fljúgandi virki. (Flying fortress). Var þó ekkert betur vopnum búin en hinar, sem á eftir fylgdu. 

B24 komst raunar ekki yfir hafið í einum áfanga; samkvæmt handbókum um flugvélar í stríðinu komst hún aðeins 3220 mílur. 

Hún varð að líða fyrir hina miklu þyngd sína og burð með því að gefa eftir 7000 fetin í mestu flughæð. 

Ómar Ragnarsson, 21.12.2019 kl. 01:56

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ernest Gann segir aðra sögu um B24 á hafinu í Fate is the Hunter sem ég vona að þú hafir lesið Ómar

Halldór Jónsson, 21.12.2019 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 3418278

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband