Leita í fréttum mbl.is

Manifesto Viðreisnar

birtist mér í áramótahugleiðingu Benedikts Jóhannessonar á Kjarnanum.

Þar margt gullkornið að finna.

Benedikt er stofnandi Viðreisnar sem aðrir virðast þó langt til búnir að stela frá honum.

Mér skilst að hann hafi verið hallur undir Sjálfstæðisflokkinn fyrir þann tíma en hrökklast þaðan vegna fylgisleysis við inngöngu í Evrópusambandið sem þar virtist vera yfirgmæfandi það ég varð vitni að á Landsfundi. En sjálfur var Benedikt uppalinn á íhaldsfé úr frændgarði sínum þar sem faðir hans var mikill og vinsæll forystumaður hitaveitumála Höfuðborgarinnar. 

Hvað Alþjóðastjórnmál varðar er skoðun Benedikts þessi:

" Hvað með Bandaríkin og Trump? Jafnvel í forysturíki lýðræðisins getur illa innrættur, siðlaus og fáfróður durgur orðið forseti. Vinsældir hans virðast jafnvel aukast eftir því sem hann gengur lengra í ofstopanum og illgirninni. 

Það gæti svipað gerst hér ef popúlistarnir ná að styrkja sig enn frekar. Var Klausturmálið kannski skipulögð aðgerð eftir allt saman - undirbúin af almannatenglum Miðflokksins?

England er líklega það land sem hefur haft mest að segja í íslenskri pólitík að undanförnu. Sjálfstæðismenn hafa í rúman áratug litið til Íhaldsflokksins sem fyrirmyndar. Þegar Íhaldsflokkurinn sleit tengslin við hefðbundna hægri miðjuflokka, eins og Kristilega demókrata og norrænu hægriflokkana og gekk í Evrópusamtök með öflum yst til hægri, fylgdu Sjálfstæðismenn umræðulaust á eftir. Smám saman varð Evrópufælni sterkari innan flokksins og margir Sjálfstæðismenn á Íslandi fóru að éta upp tuggur um skrifræðið í Evrópusambandinu, margt af því bull sem orðhagur, ungur blaðamaður, Boris nokkur Johnson, dældi út fyrir aldarfjórðungi, sitjandi á krám í Brussel."

Af einhverjum ástæðum fór Benedikt ekki þá leið sem manni virðist að hefði verið honum greið, að taka yfir Samfylkinguna vegna þess talsverða hæfileikaskorts sem þar hefur hrjáð alla þá sem þar hafa viljað hafa forystu. Benedikt hefði getað gert sig gildandi þar innanhúss til jafns við marga aðra áberandi vitlausari í stað þess að stofna annan flokk um eina mál Samfylkingarinnar.

En Viðreisnarbrölt Benedikts hefur leitt til þess að hann hlýtur að bera ábyrgð á meirihlutanum í Borgarstjórn Reykjavíkur. Hann víkur að þeirri ábyrgð en sneiðir hjá henni þannig:

"Það er ekki hægt að skrifa um stjórnmál á Íslandi án þess að minnast á höfuðborgina. Borgarstjórn ætti að vera óskadraumur þess sem vildi láta gott af sér leiða fyrir daglegt líf borgarbúa. Ástæðan fyrir því að borgarstjórar Sjálfstæðisflokksins, til dæmis þeir Bjarni Benediktsson, Geir Hallgrímsson og Davíð Oddsson, voru vinsælir menn í embætti, jafnvel hjá pólitískum andstæðingum, var sú að þeir settu sig inn í vanda borgarbúa og gerðu sér far um að leysa hann. 

Í Reykjavíkurborg samtímans virðist oft að stjórnendur borgarinnar skapi vandamálin og reyndist svo ófærir um að leysa þau. Á hverjum einasta degi kynnast tugþúsundir borgarbúa óstjórninni á umferðarljósum þar sem græn bylgja, sem áður var reglan hjá þeim sem keyrðu á löglegum hraða, heyrir sögunni til og rauð plága hefur tekið við. Borgin anar út í framkvæmdir, án þess að nokkur hafi hugmynd um hvenær eða hvort þeim lýkur. Þegar spurt er um lausn er svarið alltaf það sama, óháð því hver spurningin er: Borgarlína. 

 

Þegar Viðreisn gekk til samninga um myndun meirihluta var áskilið að gerð yrði úttekt á stöðu og rekstri borgarinnar og í kjölfarið ráðist í umbætur. Það er eitt og hálft ár frá kosningum og nú hlýtur umbótaskeiðið að fara að renna upp.

Engum dettur í hug að lausn á vandanum liggi hjá núverandi minnihlutaflokkum, þríklofnum borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna og þremur popúlistabrotum."

Þarna fer Benedikt á kostum í lýsingu á stjórnuninni hjá Reykjavíkurborg.  En þetta segir maðurinn sem ber mesta ábyrgð á ástandinu í Borgarstjórn sem hann lýsir svo ágætlega í innganginum.

Pólitísk niðurstaða Benedikts er svo furðulegri en mér hefði dottið í hug að jafngreindum manni og Benedikt gæti dottið í hug að setja fram nema þá sem pólitíska grafskrift sína:

"Það breytist lítið til batnaðar nema þjóðin flykki sér að baki eftirfarandi stórmálum:

  1. Ríkið hætti að úthluta gæðum til ákveðinna hópa án endurgjalds. Sjávarútvegur greiði markaðstengt auðlindagjald með því að árlega fari hluti kvótans á markað. Gjaldið renni til innviðauppbyggingar á heimasvæðum.
  2. Landbúnaður lúti lögmálum almennrar samkeppni. Innflutningshöft og tollar á landbúnaðarvörur verði afnumin í áföngum og bændur leystir úr fátæktargildru.
  3. Enginn verði þvingaður af vinnumarkaði eingöngu vegna aldurs.
  4. Hagur fólks og fyrirtækja bættur með því að lækka vexti og verðbólgu til samræmis við nágrannalönd með upptöku stöðugs gjaldmiðils.
  5. Námsárangur nái að minnsta kosti meðaltali innan OECD. Nám á bæði grunn- og framhaldsskólastigi verði markvissara en nú er. Til dæmis mætti gefa samræmdum prófum vægi á ný.
  6. Kosningaréttur verði jafn, óháð búsetu. Jafnrétti þegnanna er grundvallarhugsjón lýðræðisins.
  7. Þjóðaratkvæði um að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið til þess að ná aðildarsamningi sem borinn verður undir þjóðina."

 Bændur frelsist úr fátækragildru með því að landbúnaður verði lagður niður. Öðruvísi verður liður 2 ekki skilinn.

Gengið sé í ESB og tekin upp Evra.Liður 4.og auðvitað liður 7. Landsmenn verði barðir inn í ESB  og kosið um það þangað til að rétt niðurstaða fæst. Sem er ósamrýmanlegt lið nr. 6 þar sem sumir verða að verða jafnari en aðrir, sbr. Animal Farm.

Benedikt á þakkir skildar fyrir þessa yfirferð. Hún tryggir að fáum mun detta í hug að leita eftir hans stjórnmálalegu forystu héðanaf. 

Greinin er því pólitísk grafskrift gamals og biturs manns sem er búinn að gefa frá sér að nokkuð geti breyst fyrir hans tilverknað. 

Þetta er Manifesto Viðreisnarflokks Benedikts Jóhannessonar sem hljómar eins og draugsrödd úr fornegypskuu grafhýsi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Benedikt hljómar eins og "útlægur" ÍSLENDINGUR á kjallarafundi hjá ESB hirðinni í Brussel. Þar vill hann vera gagnstætt Sjálfstæðismönnum, sem ólu hann upp og Landsmönnum, sem krefjast réttlætis yfir ÍSLANDI, FULLVELDI og SJÁLFSTÆÐI. Við kjósum EKKI til ALÞINGIS menn og STJÓRNMÁLAFLOKKA sem aðhyllast þínar ANDÍSLENSKU hugmyndir um inngöngu til ESB landa. ÓMENGAÐ ÍSLAND er framleiðsluland þess BESTA frá láði og legi í náinni framtíð.

Sagan um ENGEY og baráttuna er falleg. Byggja má veg á grynningunum til Eyjunnar og reysa 1000 smáhýsi bursta húsa til heyðurs og minningar um Gamla Góða ÍSLAND. Máské HÓTEL?

EKKI minnast á President Donald J.TRUMP af lítilsvirðingu. Það eru FÁIR sem hafa TÆRNAR þar, sem hann hefur HÆLANA, sem LEIÐTOGI fjármála og í viðskiptum.   

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 29.12.2019 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 3420147

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband