15.1.2020 | 14:58
Halldór Benjamín
Þorbergsson,hagfræðingur, framkvæmdastjóri S.A. var á fundi eldri Sjálfstæðismanna í Valhöll nú um hádegið.
Þetta eru nokkurskonar leifarnar af Sjálfstæðisflokknum eins og hann var í gamla daga sem þarna kemur á miðvikudögum í Valhöll í hádeginu undir stjórn nafna míns Blöndal sem mætir þarna af gamalli tryggð frekar en einhverri stóránægju með sílækkandi gengi flokksins í dag. Hvað þá nýjustu stjórnarathafnirnar sem birtust til dæmis í forystu í hækkunum vöru og þjónustu ríkisins nú um áramótin þegar flokkurinn hefur með þátttöku í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tekið forystu í að kynda verðbólgubálið með hækkunum um ca. 2.5 % á margvíslegri þjónustu og vöru sem auðvitað gleður engin heimili í landinu en leysir líklega fátt af fyrirliggjandi vanda sem er ærinn.
En Halldór Benjamín flutti þarna þvílíkt afburða erindi að menn stóðu eiginlega kjaftstopp og spurðu jafnvel minna en oft áður sem bendir til þess að yfirferðin hafi verið góð. Maðurinn er svo skýr í framsetningu að menn komust ekki hjá því að skilja hvert einstakt atriði í hagfræðinni sem þarna kom fram. Einn fundarmann gekk svo langt að líkja málflutningnum við Einar Odd sáluga, bjargvættarinnar frá Flateyri, þegar hann var að berja þjóðarsáttina inn í hausamót landsmanna af öllum stéttum fyrir þrjátíu árum.
Halldór Benjamín ræddi lífskjarasamningana frá apríl á síðasta ári. Hann taldi þá merka fyrir þær sakir sérstaklega að í fyrsta sinn hefðu allir lagst á eitt að gera skynsamlega samninga, ríkisvaldið, fjármálakerfið og verkalýðshreyfingin sem hann lauk sérstöku lofsorði á. Þetta hefðu verið krónutölusamningar sem færðu þeim mest sem minnst hefðu. Til að útskýra hvaða vandaverk hefði verið um að ræða, þá spurði hann fundarmenn hvað þeir héldu að S.A. þyrfti að gera marga kjarasamninga? Enginn vissi rétta svarið en þeir eru um 200.Verkalýðsfélög eru því greinilega allt of mörg sagði Halldór Benjamín, það væri verið að gera kjarasamninga við minna en 5 manna félög á stundum sem væri greinlilega ekki mjög skilvirk vinnubrögð.
Halldór Benjamín lagði áherslu á gildi hagvaxtar fyrir þjóðfélagið. Fyrsta spurning sem svara þyrfti í kjarasamningum væri hvað væri til skiptanna? Síðan kæmi spurningin hvernig ætti að skipta því. Í þessu værum við eftirbátar frænda okkar á Norðurlöndum sem kynnu þetta mun betur en við.
Hann ræddi gildi hagvaxtar fyrir þjóðfélög. Hann benti á að 1 % hagvöxtur væri 70 ár eða ein mannsævi að skila sér í tvöföldun lífskjara meðan 4 % hagvöxtur skilaði þeim árangri á 18 árum.
Nú væri búið að semja við 95 % almennra launþega. Þá væri komið að opinberum starfsmönnum sem því miður hefðu oft hugmyndir um að þeir gætu fengið eitthvað allt annað og meira en samið hefði verið um á almennum vinnumarkaði. Það ætti auðvitað ekki að ganga svo fyrir sig í þeirri röð, það væri almenni markaðurinn sem ætti að leiða kjaraviðræður.
Hann sagði að Íslendingar ættu að vera stoltir af þeim árangri sem náðst hefði í lífskjarasókn. Á síðustu árum hefði náðst fram um 50 % kaupmáttaraukning hjá þeim sem lökust hefðu haft kjörin og um 35 % hjá þeim sem betur máttu sín.
Eftir hrunið hefðu ríkisskuldirnar verið heil landsframleiðsla. Nú tíu árum seinna ættum við Íslendingar 300 milljarða umfram erlendar skuldir, við værum orðnir nettó fjármagnsútflytjendur í stað skuldara.Þetta væri árangur sem við gætum verið stoltir af sem þjóð.
Halldór Benjamín ræddi talsvert um menntun og ástand hennar í landinu. Hann sagði að við værum of skammt komnir að samhæfa kennslugreinar í Háskólum og þarfir atvinnulífsins, það væri verið að útskrifa fólk í námsgreinum sem ekki væri eftirspurn eftir í atvinnulífinu en svo skorti fólk og menntun í öðrum greinum, sérstaklega í iðn og verkmenntun.
Bretar væru komnir mun framar í leiðbeina ungu fólki í þær greinar sem atvinnulífið þarfnaðist þó að við værum að byrja þessa starfsemi.
Menn væru margir að klára 3. ára háskólanám á 5 árum. Sér fyndist allt of margir vera í háskólanámi af hálfum hug eða líka væri margt sem fólk væri að gera meðfram náminu sem ylli þessu. Ungt fólk yrði að velja sér námsbrautir meira með tilliti til þess hvar eftirspurnin væri. Háskólanám væri ekkert endilega fyrir alla og því yrði að efla verkmennta-og tæknigreinar sem atvinnulífið þarfnaðist.
Hann kom inn á umhverfismál og sagði að hann teldi að fyrirtækin myndu láta sig umhverfismál varða af sjálfu sér því þau sem ekki gerðu það myndu verða undir í samkeppni. Við Íslendingar værum ekki stærstu mengunarvaldar í plasti í veröldinni. En við gætum auðveldlega orðið stærstu þolendur skaðlegra áhrifa örplasts í sjávarútvegi og í súrnun hafsins. Því skiptu umhverfismálin miklu máli fyrir Ísland og við yrðum að láta þau mál okkur skipta.
Hann ræddi peningamál og vaxtamál. Hann bað viðstadda gamlingjana að hugsa til baka aftur í tímann til þess þeir voru að hefja lífið. Hvað hefði þá skipt ungar fjölskyldur mestu máli? Það var hvað fékkst fyrir launin. Verðbólgan hefði verið versti óvinur heimilanna og svo væri enn. Þess vegna skipti stöðugleikinn höfuðmáli og hvað fengist fyrir launin.
Hann sagðist vera bjartsýnn á framtíð Íslands, Hann hvatti menn til að kynna sér hina óhemju framleiðni sem haldið hefði innreið sina í sjávarútvegsfyrirtæki landsmanna, sjálfvirknina sem væri komin á ótrúlegt stig. Þetta myndi breiðast út og menntun og tækni myndi taka stakkaskiptum á komandi tímum.
Hann taldi að menn myndu skipta um starfsvettvang oftar en verið hefði og sí- og endurmenntun myndi eflast í landinu. Fólk þyrfti líka að geta verið lengur á vinnumarkaði en en verið hefði með samningum milli aðila, þar sem margir vildu starfa meira og lengur og jafnvel taka þátt í hlutastörfum í meira mæli.
Halldór Benjamín vakti óskipta athygli fyrir skipulagðan og prúðmannlegan málflutning. Einhverjir höfðu á orði að vel væri ef einhverjir forystumenn Sjálfstæðisflokksins gætu flutt mál sitt með sambærilegum hætti og komið skynsamlegum skilaboðum til þjóðarinnar.
Í heild var þessi fundur einhver sá besti sem undirritaður hefur lengi setið og var hann einnig fjölsóttur og vonar hann að mörgum hafi verið eins farið þegar þeir fóru út.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:06 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Saell nafni og gledilegt arid.
Eru thessir fundir fyrir okkur gamlingjana a hverjum midvikudegi i hadeginu?
Tharf ad syna flokksskirteini vid innganginn?
Godar stundir, med kvedju ad sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 15.1.2020 kl. 21:49
Já, alla miðvikudag. Allir velkomnir og þú sérstaklega ef þú værir í bænum.
Halldór Jónsson, 16.1.2020 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.