Leita í fréttum mbl.is

Aðförin að Reykjavíkurflugvelli

heldur áfram. Það á að kakka niður steinsteypu inn á vallarsvæðinu með stýrðri lóðaúthlutunum. Eins og ekki væri nóg að gert með Nýpólahverfi Valsgæðinganna á gömlu flugbrautinni. Líklega eitt óvistlegasta íbúðarhverfi sem lengi hefur verið byggt og verðugur minnisvarði um gömlu Pólana sem þar stóðu í nágrenninu og voru aldrei málaðir nem þegar kóngurinn kom.

Fleira vinnur Dagur B. Eggertsson sér til ágætis í svikum við borgarana sem kusu hann frá en Þórdís Lóa setti inn aftur vegna gamalla fjölskylduerja við Íhaldið.

Síðasta afrek hennar og Dags. B. er að loka leikskólunum fyrr til að létta álagið á börnunum ! SIC! 

Þá vita menn það. Leikskólar eru áþján á notendunum, jafnt börnum sem starfsmönnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hlýtur að verða skipt um lið í "brandaraborginni" á næstu mánuðum?. Það er ekki eitt heldur ALLT og Flugvallarbullið endalausa.  Eru kerlingarnar að gera allt vittlaust allsstaðar Halldór minn.

Bráðum sjáum við farfuglana að vori og NÝAR ÁKVARÐANIR.  

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 16.1.2020 kl. 13:59

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Vitlausasta fólkið á íslandi er í Reykjavík. Það voru Reykvíkingar sem kusu okkur til handa, sem yfir höfuðborgarstjóra trúð, sem nefnir sig Gnarr og brúkaði trúður þessi Dag hinn klaufsa til að stjórna vitlaysum á meðan hann sjálfur dundaði sig við að verða okkur til skammar.

Nú er Dagur hinn klaufski haldin þeirri trú að hann sé hinn endanlegi höfuðborgarstjóri og bendir því veldissprota sínum án tillits til hags fyrir okkur landsmenn.  Fari það svo að Reykvíkingar kjósi okkur enn og aftur trúða til að stjórna höfuðborg okkar Íslendinga, þá er ekki annað eftir en að ryðja svæðið með voppnum og taka sveitarstjórnar kosningaréttin af Reykvíkingum.

Það er nefnilega þannig að Reykjavík er hofuðborg okkar Íslendinga allra, en ekki bara reykvíkinga.   

Hrólfur Þ Hraundal, 17.1.2020 kl. 08:32

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Á Stundin birtist þetta struðningsskjal við Borgarstjórnarmeirihlutann:

ið undirritaðar skorum á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem samþykktar hafa verið í skóla- og frístundaráði. Við gerum okkur grein fyrir að þjónustan mun hafa áhrif á lítinn hóp borgarbúa, en tölfræði getur verið hættuleg forsenda ákvarðanatöku.

Samkvæmt skýrslu starfshópsins eru 937 börn með dvalarsamning til kl. 17.00, u.þ.b. 18% allra leikskólabarna. Helmingur þeirra er að jafnaði sóttur fyrir kl. 16.30, en ekki er hægt að gera ráð fyrir að það séu alltaf sömu börnin. Ákvörðunin mun því hafa áhrif á þjónustu við 18% leikskólabarna. Ef við veltum fyrir okkur þessum tölfræðilegu forsendum, þá leikur okkur forvitni á að vita hvar mörkin liggja. Væri nóg að 30% barna væru með samning til 17.00? Helmingur? Hversu stór hópur þarf hópurinn að vera til að borgin veiti tiltekna þjónustu?

Í fjölmiðlum er haft eftir borgarfulltrúum meirihlutans að breytingarnar muni ekki hafa mikil áhrif og að leikskólastjórnendur telji að ekki sé um viðkvæmasta hópinn að ræða. Ekkert kemur þó fram í skýrslunni sjálfri sem bendir til þess að aðstæður fólksins hafi verið kannaðar, né heldur mögulegar afleiðingar ákvörðunarinnar á aðstæður þess.

Tölfræðilegar forsendur um að eitthvað sé að jafnaði einhvern veginn eru ekki góðs viti. Það er augljóst  að 937 fjölskyldur hljóta að vera talsvert fjölbreyttar og ástæðurnar fyrir lengd samningsins margvíslegar. Sú þekking sem skapast hefur innan félags- og kynjafræði hefur sýnt að þar sem ekki er tekið tillit til kvenna og jaðarsettra hópa við ákvarðanatöku, má gera ráð fyrir að þarfir þeirra og aðstæður gleymist eða verði undir. Ákvarðanir teknar af léttúð gagnvart þeim skyldum borgarfulltrúa að taka tillit til kvenna og jaðarsettra hópa eru líklegar til að stuðla að meira misrétti og meiri jaðarsetningu.

Í greinum okkar hafa komið fram ítrekaðar áhyggur af áhrifum breytinganna á stöðu kvenna, stöðu fátæks fólks og fólks með lítið stuðningsnet. Samtvinnuð jaðarsetningaráhrif eru líkleg til að koma fram, þar sem allra viðkvæmustu hópunum er ýtt enn frekar út á jaðarinn. Rökstuðningur sem byggir á samtali borgarfulltrúa við stjórnendur um ætluð líkindi án nokkurrar gagnaöflunar er því miður ekki traustvekjandi. Þvert á móti er hann til marks um forréttindablindu þar sem fólk í forréttindastöðu gefur sér að fólk sem ekki nýtur forréttinda hljóti að geta reddað sér.

Það er einlæg von okkar að borgarráð fari gaumgæfilega ofan í saumana á fyrirhuguðum breytingum, átti sig á þeim áhrifum sem þær geta haft á borgarbúa og finni aðrar leiðir til að létta álagi af börnum og leikskólastarfsfólki í Reykjavík.

Anna Ingeborg Pétursdóttir, Claudia Overesch, Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir, Elísabet Ýr Atladóttir, Gunnur Vilborg, Hafdís Eyjólfsdóttir, Halldóra Jónasdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Hildur Björk Pálsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Margrét Inga Gísladóttir, María Lilja Þrastardóttir Kemp, Ósk Gunnlaugsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Sunna Símonardóttir og Þóra Kristín Þórsdóttir

TÖGG

Halldór Jónsson, 19.1.2020 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband