Leita í fréttum mbl.is

Nútíminn eða fortíðin

hlýtur að koma í hugann þegar maður sér mynd frá veiðum uppsjávarskipanna Breka og Baldvins Þorsteinssonar.

G.Tómas Gunnarsson veltir  þessu fyrir sér. hvernig tæknin hefur breytt öllu í sjávarútvegi Íslands.

Hann segir í sömu mund og Ögmundur Jónasson er að prédika gegn kvótakerfinu:

"Það er auðvelt að reikna út hvort að vænlegra er að fjárfesta í tækjabúnaði sem er í vinnslu 8 til 10 klukkustundir, 5 daga í viku í landi, eða 24 stundir, 7 daga vikunnar út á sjó.

Munurinn á nýtingu tækjanna er yfir 100 klukkustundir á viku eða meira en þreföld.

Það er m.a. munurinn á vinnslu í landi og á frystitogara.

Það er ekki síst fyrir tilstuðlan fyrirtækja, sem Íslendingar eru svo stoltir af, s.s. Marel, Skagans 3X o.s.frv. sem þessi þróun varð.

Vildu Íslendingar vera án þeirra?

Það eru svo framfarir í kæli- og flutningatækni sem hafa valdið því pendúllinn hefur sveiflast aftur til landvinnslu, með aukinni vinnslu alla leið í neytendapakkningar.

En það hefði ekkert nema "óendanlegur fiskur" komið í veg fyrir samþjöppun í útgerð á Íslandi.  Hugsanlega hefði "dauðastríð" einstakra útgerða orðið lengra og líklega sársaukafyllra ef kvótakerfisins hefði ekki notið við.

En það má ætla að ástand fiskistofna væri sömuleiðis mun verra.

En framsalinu var einmitt ætlað að stuðla að samþjöppun, sömuleiðis Úreldingarsjóði á meðan hans naut við.

Það var einfaldlega ekki til nægur fiskur fyrir alla útgerðarbæi á Íslandi. Svo er ekki enn og ólíklegt að verði nokkurn tíma.

En auðvitað er þarft að ræða sjávarútveg á Íslandi og hvað megi betur fara.

Hvað er rétta hámarkið í hvað varðar kvótahlutdeild? Á að bjóða upp aflaheimildir?  Ef svo, til hvað margra ára í senn? Á þá fyrst og fremst að selja hæstbjóðanda, eða eiga önnur lögmál að gilda?

Eiga "byggðasjónarmið" að vega þyngra en arðsemissjónarmið?

Ætti að vera skylda að hluti hverrar löndunar fari á markað, eða ætti allur afli að gera það?

Eða er núverandi fyrirkomulag býsna gott?

Það er full ástæða til að ræða fyrirkomulag fiskveiða í Íslensku lögsögunni, en látum ekki glepjast af "fortíðarþrunginni lýðskrums rómantík" um að hægt sé að hverfa aftur - til fortíðar."

Þjóðin fær ekki nóg í skatt af fiskinum í sjónum eins og var í fortíðinni á tímum reglubundinna gengisfellinganna. Útgerðin græðir of mikið segja þeir.

Má ekki breyta því í nútímanum án stjórnarbyltinga og fallaxa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418219

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband