22.1.2020 | 10:58
Styð ég Svandísi?
Svavarsdóttur í baráttu hennar gegn einkaaðilum á heilbrigðissviði? Er ég eitthvað skyldugur til þess vegna ríkisstjórnarsamstarfsins eins og að styðja Gunnar Guðbrandsson umhverfisráðherra sem enginn kaus til þess að koma í veg fyrir virkjanir á hálendinu með því að stofna þar heilagan þjóðgarð?
Eru ekki einhversstaðar takmörk fyrir því hvað við Sjálfstæðismenn getum látið teyma okkur langt í að gera það vonda sem við viljum ekki en ekki það góða sem við viljum?
Óli Björn endar grein sína í Mogga í dag svo:
"Í grein hér í Morgunblaðinu síðastliðinn föstudag rökstyður Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, ágætlega þá fullyrðingu að álag á Landspítalann sé komið yfir þolmörk. Hann sér hins vegar ekki aðeins vandann heldur einnig lausnir: Möguleg lausn væri að skoða alla þjónustuþætti sjúkrahússins og greina betur það sem kalla má kjarna- og lykilstarfsemi frá annarri starfsemi sem hægt væri að fela öðrum sem þegar eru reiðubúnir að sinna þeirri heilbrigðisþjónustu.
Heilbrigðisyfirvöld virðast mótfallin slíkum aðgerðum og hafa með aðgerðum sínum í raun kallað fram það ófremdarástand sem nú hefur þróast. Reynir segir að á sama tíma og álagið á bráðaþjónustu Landspítalans sé komið að þolmörkum séu sjúkrahúsinu falin viðbótarverkefni, ýmist í formi svokallaðra átaksverkefna eða þjónustu sem verið er að færa til vegna þeirrar stefnu heilbrigðisyfirvalda að einkarekin heilbrigðisþjónusta skuli dregin saman með öllum tiltækum ráðum.
Skilaboð formanns Læknafélagsins eru skýr. Það megi með rökum halda því fram að viðbótarfjárveitingar til Landspítalans vegna átaksog sérverkefna hafi í raun haft þau heildaráhrif að þjónustan á öðrum sviðum og sérstaklega við bráðveikt fólk hafi skerst og sé komin niður fyrir þau öryggismörk sem læknar telja viðunandi.
Sáttmáli brotinn
Svo virðist sem það sé inngróin tregða í kerfinu að nýta kosti einkaframtaksins í heilbrigðisþjónustu, auka valmöguleika almennings og stuðla að hagkvæmri nýtingu fjármuna og draga úr álagi á sjúkrahúsum. Þegar sýnt er að takmarkaðir fjármunir nýtast betur og þjónustan við landsmenn verður öflugri er engin skynsemi í því að leggja steina í götur einkarekstrar. Afleiðing blasir við, eins og formaður Læknafélagsins bendir á.
Fábreytileiki í rekstrarformi innan heilbrigðiskerfisins leiðir til verri þjónustu við landsmenn sem allir eru sjúkratryggðir veldur auknum kostnaði og grefur undan samkeppnishæfni Íslands við að laða til landsins vel menntað og hæfileikaríkt starfsfólk, eftir langt sérnám. Dregið er úr framþróun enda horft framhjá því að læknisfræðin er þekkingariðnaður. Íslensk heilbrigðisþjónusta er á leið í sjálfheldu frábreytileika og aukinna útgjalda.
Engu er líkara en að allt snúist um að auka útgjöldin og koma böndum á einkarekstur, í stað þess að leggja áherslu á þjónustu við alla sjúkratryggða. Vandi heilbrigðiskerfisins verður ekki leystur með sífellt auknum útgjöldum (þó að við þurfum örugglega að auka útgjöldin á komandi árum og áratugum).
En verst af öllu er að verða vitni að því hvernig hægt og bítandi er að myndast jarðvegur fyrir tvöfalt heilbrigðiskerfi og einkareknar sjúkratryggingar, með því að vinna gegn samþættingu og samvinnu opinbers rekstrar og einkarekstrar. Efnafólk mun nýta sér góða og örugga heilbrigðisþjónustu á vegum einkaaðila en við hin bíðum milli vonar og ótta á ríkisreknum biðlistum um að fá nauðsynlega þjónustu áður en það er orðið of seint. Og þá stendur ekkert eftir af þjóðarsáttmálanum um að sameiginlega tryggjum við öllum jafnan aðgang að nauðsynlegri þjónustu óháð efnahag."
Ég er búinn að horfa upp mörg tilvik af því endemis fíflaríi sem heilbrigðisráðherra stendur fyrir að senda Íslendinga til Svíþjóðar i aðgerðir þar sem eru margfalt dýrari en Klínikín hér er tilbúin að framkvæma þær fyrir.
Ég get ekki stutt svona heimskulegan kommúnisma frekar en að styðja bullið um Vatnajökulsþjóðgarð sem hefur þann eina tilgang kommúnista að halda lífskjörum þjóðarinnar niðri á grundvelli einhverrar Thunberg-speki sem ráðherrann aðhyllist til að koma í veg fyrir virkjanir á hálendinu af hverskyns tegundum og þar með bregða fæti fyrir verðmætasköpun þjóðarinnar eins og forstjóri Landsvirkjunar bendir á sama blaði.
Svoddan ríkisstjórn er mér ósárt um þó að að lifi ekki hálfri sauðarlús lengur eins og kallinn sagði.
Ég styð ekki Svandísi eða þennan Gunnar sem enginn kaus.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:00 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ráðherrar eru ekki kosnir og Gunnar Guðbrandsson er ekki umhverfisráðherra og getur því ekki stofnað þjóðgarð frekar en Guðmundur Ingi Guðbrandsson sem er umhverfisráðherra. Alþingi stofnar þjóðgarða.
Heilbrigðisráðherra stendur ekki fyrir því að senda Íslendinga til Svíþjóðar i aðgerðir þar sem eru margfalt dýrari en Klínikín hér er tilbúin að framkvæma þær fyrir. Þar er einfaldlega verið að framfylgja lögum sem Alþingi setti. Og ríkisspítalarnir eru einnig tilbúnir til að taka að sér aðgerðir, fyrir minna en Klínikín er tilbúin að framkvæma þær fyrir, fáist fjárveiting til þess.
Vagn (IP-tala skráð) 22.1.2020 kl. 15:01
Gunnar Guðbrandsson er skráður smiður í símaskránni, án þess að nokkur hafi kosið hann til þess starfs í kosningum.
Ómar Ragnarsson, 22.1.2020 kl. 15:33
Helgi Hjörvar var einu sinni sem oftar með útvarpsþátt og sagði eitthvað svoleiðis:
"Á Skeiðum búa 2 Jónar Eiríkssynir. Annar býr í SkeiðHáHolti og er mesti sómamaður. Hinn býr í Vorasbæ."
Áttu einhverja nafna Ómar?
Halldór Jónsson, 22.1.2020 kl. 15:37
Þetta eru nýjar upplýsingar hjá Vagninum. En það sem ég er að tala um að menn sitji á Alþingi án þess að hafa verið kosnir þangað.
Halldór Jónsson, 22.1.2020 kl. 15:39
Auðvitað styðjum við ekki Svandísi,
en af hverju lyfti forysta Sjálfstæðisflokksins
Svandísi, Kötu, Gunnari Guðbrandi ekki kosna
til ráðherradóms og Steingrími J. til forseta?
Hvað er að þessari fjandans forystu?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.1.2020 kl. 16:54
Umhverfisráðherra stendur á Alþingi eða situr ef hann vill því þar er stóll sem hann getur sest á svo hann þurfi ekki að standa. En hann situr ekki í sömu merkingu og sagt er að þingmenn sitji á Alþingi. Hann hefur ekki atkvæðisrétt eins og þingmenn. Ef frumvarp til laga um stofnun þjóðgarðs kemur til afgreiðslu Alþingis þá hefur hann ekkert atkvæði, getur bara setið í sínu sæti og horft á hina kjósa.
Vagn (IP-tala skráð) 22.1.2020 kl. 21:27
Umhverfisráðherra getur ekki greitt atkvæði eða tekið beinan þátt í þingstörfum til að hafa áhrif á þau. Það er hægt að boða hann á fund hjá þingnefndum eins og hvern annan utanþingsmann til að svara fyrirspurnum þar.
Ómar Ragnarsson, 23.1.2020 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.