23.1.2020 | 14:22
Grunnhugsjónir gleymast gjarnan
í málflutningi forystumanna Sjálfstæðisflokksins nú orðið. Flokkurinn talar orðið mest í prósentum. Það er talað um ágæti EES, loftslagsmál, skatta-og varnarmál og samanburðarfræði er ofar öllu.
Svo var samþykktur 3. orkupakkinn og þingmenn neituðu að ræða við flokksmenn um grunngildi orkuvinnslu landsins. Það var úrskurðað QED að orkumál Íslands skulu vera á evrópskum samkeppnismarkaði. Vi alene Vider sagði kóngur vor líka eitt sinn.Þeim virðist hinsvegar fyrirmunað að skilja að samband sé á milli fylgistapsins og hrokans sem þingmenn virðast margir andsetnir af eftir langa stjórnarsetu flokksins.
Mér hefur fundist það eftir að hafa lagt eyrun við málflutningi varformanns Sjálfstæðisflokksins míns gamla, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur að hún velti stöðu sinni fyrir sér og hvað henni beri að hugleiða um grunnhugsjónir þess flokks sem hún fer nú fyrir.
Ekki hef ég orðið tiltakanlega var við að aðrir þingmenn flokksins eyði miklum tíma í slíkar vangaveltur. Því finnst mér Þórunn Kolbrún slá dálítið annan tón. Mér er ekki örgrannt um að halda að hún skilji um hvað þessi flokkur var stofnaður utan um. Sem er eitthvað sem venjulegir þingmenn flokksins virðast mér ekki sérlega uppteknir af.
Ég var á fundi hjá hinum úreltu gamlingjum flokksins í Valhöll þar sem Þórdís Kolbrún flutti ræðu. Hún fór yfir venjubundin prósentumál flokksins ágætlega en kvaðst svo vilja ræða nokkur önnur mál líka svona aukalega áður en fyrirspurnir hæfust.
Og þá eiginlega byrjaði ræðan sem ég vildi heyra. Hún fór að tala um hugsýnir sínar og hugrenningar um Sjálfstæðisflokkinn og hvar hann væri staddur og hvar hún væri þá stödd líka hugsjónalega í tilverunni.
Það var þá sem ég sá að Styrmir Gunnarsson var í salnum og hlustaði eins og ég. Styrmir er mér fremri að koma hugsunum sínum í orð svo menn skilji og því tilfæri ég hér hvernig hann lýsir sinum áhrifum í dag:
"Á fundum í Valhöll hefur lítið verið fjallað um stöðu Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum, sem benda til þess, að flokkurinn hafi tapað um helmingi hefðbundins fylgis síns frá hruni og berjist nú við að halda sér í 20% fylgi.
Þess vegna var síðasti hluti ræðu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, varaformanns flokksins á fundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna í Valhöll í hádeginu í gær eins og ferskur andblær.
Þórdís Kolbrún lauk ræðu sinni með umfjöllun um fylgi flokksins eins og það mælist nú og hefur gert seinni árin, sem eitt og sér vakti athygli vegna þess hversu sjaldgæft það er, að um þann kalda veruleika sé rætt.
Hún benti á, að flokkum hefði fjölgað og fjölmiðlun hefði tekið miklum breytingum en hvoru tveggja taldi hún að einhverju leyti skýra þessa stöðu.
En það sem vakti mesta athygli voru þau orð hennar að Sjálfstæðisflokkurinn yrði að vera tilbúinn til að breyta til.
Hún hafði verið á ferð í Kaliforníu og kynnzt þar þeim miklu breytingum, sem eru að verða í veröld kvikmyndanna vegna tilkomu Netflix. Hin hefðbundnu kvikmyndafyrirtæki ættu ekki annan kost en að mæta þeirri samkeppni með breytingum.
Þá varð henni hugsað til "flokksins okkar" hér heima.
Og ljóst að ráðherrann hafði áttað sig á að það sama gæti átt við um stjórnmálaflokka við breyttar aðstæður.
"Við þurfum að vera manneskjulegri, þegar við tölum", sagði ráðherrann og bætti því við að þannig mundi Sjálfstæðisflokkurinn ná til fleiri kjósenda.
Og sagði svo: "Við getum ekki keyrt áfram" með sama hætti og verið hefur.
Það eru þessi viðhorf sem vekja vonir um breytta tíma í Valhöll."
Þessi orð Styrmis geta vakið einhverjar hugsanir hjá Sjálfstæðismönnum sem hefur farið fækkandi í langan tíma. Ég hef leitað skýringa með sjálfum mér og fundi þær helstar að forystumenn okkar hafi tapað sér í prósentum, samanburðarfræðum og blaðri um dægurmál en hætt að hugsa um forsendur flokksins. Þórdís Kolbrún hefur mér fundist lengi skera sig úr hópi þeirra sem um þessar mundir lifa á Sjálfstæðisflokknum hvað það varðar að tapa ekki sambandinu við hugsjónagrunninn frá 1929. Gleyma ekki upprunanum og hvernig eigi að tengja hann við nútímann sem auðvitað er orðinn annar á nítíu árum. Gleyma ekki grunnhugsjónunum.
Ég tek því undir með Styrmi að þarna séu þær vonir vaktar að grunnhugsjónir gleymist ekki þrátt fyrir allt og allt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Mér finnst furðulegt að Þórdís Rekdal Kolbrá Gylfadóttir þurfi að fara alla leið í kratabælið Kaliforníu, og það á kostnað skattborgara, til að detta það í hug sem hún gat lesið sér til hér heima um grunngildi flokksins.
Minnir mig helst á kalifornískt ímyndarkjaftæði, að segja: "vera manneskjulegri þegar við tölum"
Nei, það þarf bara að fylgja grunngildum flokksins
... í verki! Gjör rétt, þol ei órétt.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.1.2020 kl. 16:21
Hvar eru mennirnir?
Það er að sjá sem menn viti ekki hvort þeir eru að koma eða fara. Þannig er með tvo sjálfstæðismenn og Valhallar vini og bloggara á Mbl.bloggi þá Halldór Jónsson og Styrmi Gunnarsson. Báðir þessir bloggar voru ötulir baráttumenn gegn Orkupakka 3. en lutu í lægra haldi eins og 76% þjóðarinnar. Nú á dögum sátu þessir tveir félagar á fundi í Valhöll og hlustuðu á þann stjórnmálamann sem átti stóran þá í að troða #Op 3 ofan í þjóðina, Eftir fundinn sáu þeir bjarta framtíð fyrir sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa hlustað á þingmanninn. Búnir að gleyma #Op3 og björt ESB framtíð virðist brosa við þeim.
Eðvarð L.Árnason (IP-tala skráð) 23.1.2020 kl. 18:41
Eddi lögga: Var það ekki Birgir Ármannsson og EES liðið í fílabeinsturninum sem handjárnaði þingflokksmenn við O3 og sökkti flokknum frekar en að tala við flokksmenn fyrst þar sem vizkan er þeirra alene. Þeir eru því eftir í litlum og huggulegum flokki. En Þórdís er þó sú sem spáir í af hverju fylgið hafi hrunið úr fyrri hæðum. Það getur verið góð byrjun þó kraðakið af litlu ljótu flokkunum sé til ómældrar bölvunar þó ekki sé nema í ljósi reynslunnar og fyrirmyndarinnar frá Ítalíu. Fjórflokkurinn var alveg nógu leiðinlegur þó að siðblindir Píratar, klofningar og grenjuskjóður bættust ekki við.
Halldór Jónsson, 23.1.2020 kl. 20:22
GRUNNHUGSANIR FLOKKSINS, SAMEIGINLEG AUÐÆFI, fULLVELDIÐ OG SJÁLFSTÆÐI ÞARF AÐ TRYGGJA MEÐAL 270ÞÚSUND ÍSLENDINGA. VANDAMÁL og ofurinnflutningur fjölþjóða ESBlanda þarf að stöðva til fámenni okkar ÍSLENDINGA.
Við skulum EKKI taka upp vandamál demokrata í USA, sem telja ólöglegan innflutning gegnum Mexico "vera sín atkvæði"í næstu framtíð. Leiðtoginn TRUMP lætur EKKI blekkjast og fer sigurför á heimsvísu.
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 23.1.2020 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.