Leita í fréttum mbl.is

Blóðþegi án atkvæðis?

Samtökin 78 virðast heltekin af því að mannkynið verði að fá þerra blóð í blóðbanka sina án spurninga.Þeir eigi einhvern rétt til að vera ekki álitnir meiri áhættuhópur en aðrir. Nóg sé að þeir´segist  hafa verið skírlífir í einhvern tíma?

Ég lenti á spítala með kransæðastíflu í Florídu á síðasta ári. Læknarnir þar sáu strax að ég væri blóðlaus og spurðu út i það. Ráðlögðu mér að fá blóðgjöf. Ég, töffgrobbinn íslenskur brandarakall svaraði því að ég vildi ekki taka sjéns á að fá blóð úr demokrata því Trump væri minn maður. He- he, icelandic funny man....Not funny uh?

Ég var búinn að gleyma því að maður segir ekki svona brandara í Ameríku. Þeirra húmor er ansi langt frá þeim íslenzka. 

Fyrir bragðið var ekki minnst á blóðleysi meira. Fyrir bragðið lenti ég á gjörgæslunni heima skömmu síðar með  blæðandi magasár og 40 % blóð.  Í sömu sveit og Gullna Hliðið skilst mér og leið bara fjandi vel liggjandi ósjálfbjarga. Með stálhraust Floríduhjarta.  Íslenskir læknar heyra sem betur fer ekki aulabrandara þegar mannslíf liggja við og ég varð auðvitað einn kjaftur aftur eftir 12 einingar í rauðum pokum og 5 speglanir og brennslur í röð. En kannski varð ég líka eitthvað kurteisari eftir reynsluna.

Á Florídu kostaði dagurinn á spítalanum 3 millur. Á Lansanum hef ég bara verið rukkaður um smáaura.Og ekki fannst mér okkar apparat gefa hinum ameríska neitt eftir nema síður væri. Ég var 3 vikur inni hér.

Margir sem kunna margföldunartöfluna munu þeirrar skoðunar að um tómt tjón Íslands sé að ræða miðað við aldur og fyrri störf. En það er of seint að tryggja eftirá.  Skeð er skeð.Í fornöld fóru menn gjarnan í mannjöfnuð  þegar þeir voru orðnir hæfilega fullir.Og enduðu þá stundum ósáttari en þeir byrjuðu.

En stjórnmálaskoðanir blóðgjafa eru ekki sama og áhættuhætta af sjúkdómum. Þær eru ekki sambærilegar og raunverulegt áhættumat. Og suma sjúkóma er ekki svo gott að greina í blóði hefur maður heyrt.

Átt  þú að hafa eitthvað um það að segja hvaða lyf þú tekur? Átt þú  sem blóðþegi að hafa rödd í því hvaða áhættu þú ert reiðubúinn að taka?  Eða á einhver félagsskapur úti í bæ að ráða því fyrir þig vegna einhverra eineltismála sem þú átt ekki aðild að?

Eiga foreldrar að ráða bólusetningum barna sinna? Er nýi vírusinn einkamál Kínverja? Bera frjálshyggjumenn ekki ábyrgð á því að valda næsta manni ekki tjóni með frelsi sínu? 

Á ekki ávallt að fara eftir því sem vísindin segja að þau viti og kunni? Á þér því að vera sama hvaðan blóðið kemur sem er í pokanum? Frá Indlandi eins og frá Íslandi? Úr þekktum áhættuhópi eða íslenskum Framsóknarmanni? 

Er kannski bara best að blóðþeginn sé sá eini án vitneskju eða atkvæðisréttar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er giska fá ár síðan um það giltu reglur að svartir í bandaríkjunum máttu ekki fá blóð úr hvítum, auk ýmisa fleiri fordómafullra hugmynda. Allt blóð er afar vel skimmað hér á landi og engin dæmi um neina áhættu í því. Fyrir utan það að það er ekkert sem segir eða sannar að samkynhneigðir lifi áhættumeira kynlífi en þú (og ég). Varðandi stjórnmálaskoðanir þá er það áhugaverð hugmynd - en sem nokkuð öflugur blóðgjafi sé ég ekki eftir því ef þú hefur fengið eitthvað af mínu góða Kópavogsjafnaðarmannablóði. Með bestu kveðju. Flosi

Flosi Eiríksson (IP-tala skráð) 23.1.2020 kl. 22:38

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Efr ekki einhver vafi á að skimun nái öllu. Væri annars verið að deila við hommana?

En ég hef fundið meiri róttækni í mér síðustu mánuði en ég á að venjast og er hættu að segja hallelúja við öllu sem kemur frá Sjáflstæðisflokknum. Svei mér ef ég gæti ekki hafa fengið einhvern Flosadropa svo óvart?

Halldór Jónsson, 24.1.2020 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband