Leita í fréttum mbl.is

Örnólfur Hall arkitekt

er látinn fyrir nokkru án þess að ég frétti það fyrr en óvænt í Morgunblaðinu í dag.

Örnólfur var skólabróðir minn frá Menntaskóla til Suttgart í áratug. Hann var yndislegur félagi og fáir stóðu honum á sporði í skemmtilegheitum þegar honum tókst best upp.

Við vorum sambýlismenn í Breitscheidstrasse(Menn mega þýða þetta á íslensku ef einhverjir vilja og geta),þrjú samliggjandi herbergi, ég í miðjunni og arkitektarnir Dundur og Öddi á sinn hvora hlið mér. Svo var draugur í íbúðinni með okkur sem spilaði á fiðlu og píanó og braut ýmislegt tilfallandi.

Þarna höfðum við stórt eldhús og mikla ganga. Í kjallaranum voru meintar dýflissur með járngrindum fyrir. Þetta var ógleymanlegur tími og oft lá vel á okkur þegar við komum heim af Waldhorn-Bräu.Þegar ég var dauður settist Öddi oft við að "skaffa" fram á morgun en draugurinn lék undir.

Ég held að ég hafi aldrei síðar í lífinu hlegið annað eins og stundum á Waldhorn þar sem Antje bara fram mjöðinn og Örnólfur sagði sögur og mælti þá jafnvel stundum á rússnesku að við töldum. Það verður erfitt að toppa þær stundir jafnvel þó að Waldhorn verði fáanlegt hjá Sánkta Pétri. 

Einmitt í dag hittast samstúdentar okkar Ödda 1957 á Mímisbar í hádeginu. Það verður tómlegra um að litast þegar slíkur Prímus Mótor í félagslífi okkar sem Öddi hefur brugðið sér frá.

Örnólfs Hall, listamanns og arkitekts  minnist ég gjarnan með gleði og hlátrarnir bergmála ínnra með mér það sem eftir lifir.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.2.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 3420398

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband