24.2.2020 | 09:07
Pópúlistinn
Guðmundur Steingrímsson skrifar enn eina furðugreinina í Fréttablaðið þar sem hann kallar alla sem ekki skrifa undir loftslagsskoðun hans pópulista. En hvað er hann sjálfur?
Hann skrifar (og fær væntanlega borgað fyrir hjá Helga Magnússyni):
"Einhvern veginn þykir mér líklegt að í kjölfarið á nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup í síðustu viku hafi þingflokkur Miðflokksins farið á duglegt fyllerí og aldeilis látið gamminn geisa, greint pólitíkina með gífuryrðum í drasl á einhverju öldurhúsi í borginni og gleymt fötunum sínum úti um allan bæ. Ég hugsa að þeir hafi jafnvel sett bindin á hausinn, hneppt frá skyrtunum og sturtað yfir sig nokkrum hálfslítersbjórum í flippi og farið svo í karókí og sungið We are the champions með íslenskum texta á Ölveri. Hver var þessi skoðanakönnun og niðurstaða hennar? Jú, þessi: Um 23% landsmanna telja að loftslagsbreytingar séu ekki af manna völdum. Um 23% landsmanna telja jafnframt að of mikið sé gert úr þætti mannsins þegar kemur að hlýnun jarðar. Umtalsverður hluti þjóðarinnar telur allt þetta loftslagstal verulegar ýkjur. Eins og Miðflokkurinn. Þetta er auðvitað dauðafæri fyrir hann.
Höfuð í sand
Nýjasta umhverfiskönnun Capacent er stórmerkileg. Áður en maður fellur í fullkomið þunglyndi yfir því að 23% þjóðarinnar telji sig virkilega vita betur en allt vísindasamfélag veraldarinnar og telur litla ástæðu til að hafa áhyggjur, þó ekki væri nema smá, af mögulegu hruni lífríkisins, þá verður maður að minna sig líka á aðra stóra drætti sem komu fram í sömu könnun. Íslendingar eru almennt að breyta neyslumynstri sínu og hegðun út af loftslagsmálum. Loftslagsmál eru í öðru sæti á eftir heilbrigðismálum yfir mestu áhyggjuefni þjóðarinnar. Og þótt 23% telji náttúrunni um að kenna og 10% segist ekki vita neitt um þau mál, að þá eru þó tæplega 70% þjóðarinnar með það á hreinu að hlýnun andrúmsloftsins er af manna völdum. Það má hugga sig við þetta, en það breytir þó ekki því að það er samt fullkomlega út í hött miðað við alla umræðuna og allan þann hafsjó óyggjandi vitnisburða sem streyma yfir mannkyn á degi hverjum að hlutfall þeirra sem halda að hlýnun jarðar sé ekki af manna völdum skuli vaxa milli kannana. Hér kunna einhverjir sálfræðilegir kraftar að búa að baki. Kannski vex afneitun eftir því sem hættuástand verður alvarlegra? Það er kannski freistandi fyrir suma þegar vá er aðsteðjandi að taka strútinn. Þykjast ekki sjá. Stinga höfði í sand. Afturendinn mun þó samt hlýna.
Að spúa lygi
Áður en lengra er haldið: Popúlisti. Hvaða fyrirbrigði er það? Mikið er talað um popúlistaflokka og uppgang þeirra. Hugtök stjórnmálanna eru oft illskilgreinanleg, en popúlisti í mínum huga er þó ekkert annað en siðlaus tækifærissinni. Svo einfalt er það. Popúlisti er reiðubúinn til þess að láta mikilvæg grundvallaratriði eins og sannleikann, gögn, vísindi og réttlæti lönd og leið. Hann er reiðubúinn til að byggja völd sín á atkvæðum þeirra kjósenda sem láta öðru fremur stjórnast af ótta og fáfræði, jafnvel þótt hann sjálfur viti betur. Sjónvarpsþáttaserían The Loudest Voice með nýjasta vini Daða og Gagnamagnsins, Dauðafæri fyrir popúlista Russel Crowe, í aðalhlutverki er fyrirtaksgreining á svona hugsunarhætti. Hún fjallar um hugmyndafræðinginn á bak við Fox News. Á einum tímapunkti gerði hann sér grein fyrir eftirfarandi, sem varð síðan grunnurinn að viðskiptaáætlun andskotans: Flestir fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru uppteknir við það að segja satt og rétt frá, gæta heimilda og þess háttar. Við ætlum ekki að gera það. Við ætlum að vera rödd þeirra sem tortryggja sannleikann og eru ginnkeyptir fyrir alls konar samsæriskenningum og uppspuna. Og það sem meira er, við ætlum að vera eina rödd þeirra, því enginn annar er reiðubúinn til þess. Hann sagði þetta ekki nákvæmlega svona, en nokkurn veginn. Og þótt ævi Roger Ailes hafi endað smánarlega fyrir hann hann uppskar eins og hann sáði þá sýpur heimsbyggðin enn þá seyðið af siðleysinu. Fox News spúir hroðbjóði yfir mannkyn á degi hverjum og uppsker gríðarlegt áhorf og völd.
Næstu alþingiskosningar
Sanniði til. Að 23% landsmanna séu svona þenkjandi eins og könnun Capacent ber vitni um, er ávísun á stóraukið fylgi popúlistaflokks á Íslandi. Afneitunina má færa sér í nyt. Í næstu alþingiskosningum verða umhverfismál lykilmál. Allir flokkar munu leggja áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum, vegna þess að það mun blasa við að slíkt verður að gera, og það hratt. Allir flokkar, segi ég, nema einn. Einn flokkur mun segja nei hva. Alveg einsog Roger Ailes. Þetta loftslagstal er rugl. Vísindin eru samsæri. Hviss, pang. Tuttugu og eitthvað prósent í höfn. Gott og vel. Fari það fólk á fyllerí. Aðalatriðið er þetta: Þegar þetta gerist þurfa hin sjötíu og eitthvað prósentin virkilega að standa í lappirnar."
Guðmundur þykist tala fyrir allt vísindasamfélag heimsins og að 70 % fólks trúi á manngert veður. Ekkert er auðvitað fjarri sanni. Æ fleiri hugsa raunsætt. Málið er vægast sagt umdeilt og vísindalegar sannanir á öfgunum eru ekki merkilegar.
Kötlugígur í hvíld blæs út jafnmiklu CO2 og allir Íslendingar gera með flugi, áli og bílum. Það eru margir aðrir eldgígar á Íslandi sem hafa ekki verið mældir. Þetta er ekki kosningamál hjá popúlista eins og Guðmundi Steingrímssyni sem alhæfur útfrá sinni vizku á kostnað Miðflokksins og allra sem hafa aðra skoðun en hann.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Við skulum bara muna að eina sem Mummi skildi eftir sig á Alþingi var þingsályktunartillaga um að dánarbú Steingríms ætti ekki að þurfa að standa í skilum vegna skuldabréfs sem Steingrímur hafði skrifað upp á fyrir son sinn í USA gagnvart LÍN.
Einu "rökin" voru að það lækkaði greiðslurnar úr dánarbúinu til Guðmundar Steingrímssonar sem honum fannst himinhrópandi ranglæti.
Talandi um eiginhagsmunasegg sem kallar alla aðra bjána sem láta pópulistana plata sig
Grímur (IP-tala skráð) 24.2.2020 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.