Leita í fréttum mbl.is

Falsvonir

er ég hræddur um að við séum að binda við slökun á smitvörnum þann 4. maí. Veiran hefur ekkert farið og hún bíður bara eftir að við tökum við henni. Það verður eitthvað minna um hana á ferli til að byrja með en það má ekkert útaf bera til þess að smit fari að berast manna á milli með eldingarhraða og þá er andskotinn laus. 

Við verðum áfram að forðast nálægð við annað fólk, þvo og spritta með óbreyttum hætti. Ég er hræddur um að fimmtíu manns á íþróttaæfingu sé ekki heppileg slökun á smitvörnum. Slíkt hefði betur beðið betri tíma þó hárgreiðslustofur og rakarar byrji aftur.

Menn skoði aðeins fréttir frá Svíþjóð. 

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/04/10/sviar_senda_ut_heimaprof_vegna_veirunnar/ 

Þar er sama veiran að verki og allt er í skralli.Viljum við hætta á bakslag?

Hvernig í veröldinni á að vera hægt að smitrekja öldurhús og fyllerísbúllur ef menn halda að það sé óhætt að byrja bara aftur eins og var í janúar? Það verður útilokað nema að skrá alla sem mæta þar og kemur þá ekki bara Helga í Persónuvernd og sektar fyrir njósnir um viðkvæmar drykkjuvenjur fólks?

Og nú breiðist þessi veira og Ebóla til viðbótar  út með vaxandi hraða í fátæku Afríkuríkjunum. Það er sagt að þangað muni vanta stórvirkar vinnuvélar til að taka fjöldagrafir. Þetta er hrikalegt ástand um allan heim og þeim mun verra sem eymdin er meiri fyrir. 

Ég held að við megum umfram allt ekki fara of geist þó  að tímabundinn árangur hafi náðst núna í færri smitum á dag. En einn smitberi getur smitað tugi á örskotsstund og veldisvöxtur er kominn á kreik ef  við gerum mistök.

Fyrr en raunverulegt mótefni við veirunni finnst og framleiðist  held ég að óþarflega djarfar tilslakanir séu frekar til þess fallnar að vekja falsvonir en ekki almenna bjartsýni um betri  tíð.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef ekki er slakað á verður horfellir á endanum. Málið er ekki mikið flóknara en það.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.4.2020 kl. 21:29

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já, hvort viltu láta hengja þig eða skjóta var sagt ef fátt var um fína drætti

Halldór Jónsson, 16.4.2020 kl. 00:26

3 identicon

Það verður að opna í hægum skrefum. Skip á sjó með "græjur" sem tékkar af góða heilsu sjómanna, sem fara í langferðir um höfin.

Sömu "græjur" þarf fyrir ICELANDAIR erlendis við brottför til ÍSLANDS. Vonandi fara flestir farþegar til fjalla með íslenskum LEIÐSÖGUMÖNNUM og allt viðurværi keypt á ÍSLANDI.

Banna skal erlendar rútur og leiðsögumenn "tímabundið", sem varla kaupa bensin og flytja mat og áfengi erlendisfrá til viku dvalar á ferðum sínum um ÍSLAND.

Stjórnendur FISKIDAGSINS á Dalvík fá fyrstu einkunn. Sama á að gilda um "ALLAR" útihátíðir á árinu 2020.Minnisstætt ÁR. Við lifum og minnumst ÁTAKA ársins 2020 og VEIRUNNAR frá KÍNA, sem gengur hart á Landið okkar og jörðina alla.

Á Covid fundinum í dag kl.14:03 var sagt frá NORRÆNU, sem er að færa okkur hóp útlendinga, sem "leita" sér vinnu á ÍSLANDI???.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 16.4.2020 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 3418407

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband