Leita í fréttum mbl.is

Trump og WHO

hafa lent í eldlínunni og Trumpophobian hefur fengið byr undir báða vængi.

Hvað er rétt í málinu.

Jón Magnússon vekur athygli á staðreyndum sem vert er að taka eftir:

"

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að hætta tuga milljarða fjárhagsstuðningi við WHO. Donald Trump Bandaríkjaforseti liggur undir ámæli fyrir þessa ákvörðun m.a. frá þjóðarleiðtogum, sem leggja hlutfallslega mun minna til WHO en Bandaríkjamenn hafa gert.

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur gagnrýnt WHO fyrir að hafa ekki staðið sig þegar C-19 kom upp. Ekki haft forustu. Ekki gengist fyrir samræmdum aðgerðum. Látið þöggun Kínverja framhjá sér fara og stutt þá í þögguninni.  WHO hafi því brugðist hlutverki sínu með hræðilegum afleiðingum, heimsfaraldri C-19. 

WHO hefur ekki staðið fyrir samræmdum aðgerðum til að vinna bug á faraldrinum eins og WHO ber að gera og sýnt af sér ótrúlega vanhæfni. Margir sem komnir eru fram yfir miðjan aldur halda, að Sameinuðu þjóðirnar séu það sem þær voru fyrir 20 árum eða 30 árum eða 40 árum. En því fer fjarri. 

Óstjórn innan SÞ og vanhæfni leiddi til þess m.a. að USA sagði sig frá samstarfi við UNESCO m.a. og fleiri stofnanir og þar var nú Trump ekki að verki.  

WHO hefur enga forustu og hefur ekki burði til þess og það er alvarlegt mál. Þessvegna fara þjóðir heims sínar eigin leiðir og ekkert samræmi er í gjörðum þeirra. WHO brást því og bregst algjörlega ætlunarverki sínu. 

Ekki var hægt að búast við neinu af WHO undir núverandi stjórn. Framkvæmdastjóri þeirra Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus gegndi háum embættum hjá Frelsisfylkingu Marxist Lenínista í Eþíópíu, sem hefur ekki kallað allt ömmu sína þegar kemur að hermdarverkum. Dr. Tedros tilnefndi harðstjóra og einræðisherra Zimbabwe, Robert Mugabe,  sem sérstakan velgjörðar sendiherra WHO. Robert Mugabe stóð fyrir fjöldamorðum á hvítum bændum í Zimbabwe og beitti lét drepa og pynta fjölda stjórnarandstæðinga í Zimbabwe. Þá hefur Dr. Tedros verið í nánu trúnaðarsambandi við Kommúnistastjórnina í Kína. Dr. Tedros hefur því hvorki né mun gagnrýna yfirhilmingar og rangfærslur Kínverja þegar C-19 faraldurinn braust út heldur staðið að þeim með Kínverjum. 

Þessvegna sagði Dr. Tedros í byrjun febrúar 2020 að ekki væri þörf samræmdra aðgerða það kom heldur betur á daginn.

Þegar stofnun eins og WHO sýnir algjöra vanhæfni og vangetu til að sinna því sem þeim er ætlað að gera, þá er eðlilegt að einhverjar þjóðir telji sér nóg boðið og þær neyðist til að fara sínar eigin leiðir. Miðað við frammistöðu WHO og framkomu hvað þá heldur forustu WHO þá er ótrúlegt að ekki skuli fleiri en Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt hana og lýst algeru vantrausti á hana. Stofnunin og framkvæmdastjóri hennar eiga það svo sannarlega skilið. 

Í stað þess að gagnrýna Trump fyrir að gera það rétta í stöðunni ættu ríkisstjórnir Evrópu og fleiri að krefjast þess, að núverandi forusta WHO verði látin fara og hæfir einstaklingar verði kallaðir til í þeirra stað. Það skiptir máli fyrir heimsbyggðina að grípa til slíkra aðgerða í stað þess að ráðast á Trump fyrir að gera það eina rétta í þessari stöðu.

Vanhæft fólk getur ekki verið í forustu þegar baráttan er upp á líf og dauða. "

Heimurinn og þessir svokölluðu víðsýnu alþjóðasinnar eins og Samfylkingarflokkarnir þeirra Loga og Þorgerðar á Alþingi Íslendinga heimta bara að Bandaríkin borgi án  þess að spyrja spurninga.Trumpophobar emja á blogginu og væntanlega ekki stendur á kommúnistum og Pírötum að taka undir sönginn.

Trump hefur yfirsýn yfir aðalatriðin. Önnur ríki eiga ekki bara að heimta að Bandaríkin borgi. Þau verða að sýna að þau taka á með þeim Trump í málum WHO sem annars alþjóðasamstarfs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

LEIÐTOGI USA president TRUMP talaði réttilega til forstjórans hjá WHO,Dr.Tedros. Góð lýsing fylgir á lífsferli höfðingjans, sem ber að lesa.

President TRUMP talar réttu máli gagnvart "vinaþjóðunum"í Evrópu, sem ekki greiða rétt hlutfall af kostnaði NATO. Sama gildir um rekstur Sameinuðu þjóðanna í New York. Kínverjar greiða nú hundruð miljarða skuldir við USA. Enn skulda þeir. Síðan neitaði hann Loftslagsrugli Demokrata og greiðir ekki hundruð miljóna eins og við fámenn þjóð ÍSLENDINGA. KARLINN er einstakur ÞJÓÐHÖFÐINGI USA.

Eitthvað kostar Covid VEIRAN frá Kína, sem er að gjörbreyta heiminum. Hættum að vera ALÞJÓÐLEG, sem drepur okkur að lokum fjárhagslega.  ISLAND er LAUSNIN - ALLT að OKKAR óskum.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 16.4.2020 kl. 12:49

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

WHO hefur vafalítið, eins og fleiri, vanmetið veiruna í upphafi. 

Ein staðreynd truflar þó aðeins myndina af sofandi WHO og sívakandi og athafnasömum Trump, eins og hann hefur verið síðustu vikur. 

WHO lýsti því yfir 30. janúar að COVID-19 væri heimsfaraldur.

Trump lét sér fátt um finnast og sagði að veiran myndi ekki hafa meiri áhrif á hin frábæru BNA en venjuleg kvefpest. Hann setti að vísu flugbann á Kína, en að öðru leyti eyddi hann febrúar í að tala veiruna niður. 

Ómar Ragnarsson, 16.4.2020 kl. 13:38

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Forystumenn WHO sögðu Trump að veiran smitaði ekki milli manna,hafðu það Ómar og látið öll samskipti vera með,ykkar taktur er að þagga. 

Helga Kristjánsdóttir, 16.4.2020 kl. 16:23

4 identicon

Ætli Trump sé ekki með gagnrýni sinni að beina sökum á aðra og reyna þannig að fría sjálfan sig af aðgerðarleysinu í febrúarmánuði, kórónuveiran hefur farið ver með Bandaríkin heldur en venjuleg kvefpest eins og Trump hélt fram,ekkert ríki fer eins illa útúr veirunni eins og BNA vegna eigin aðgerðarleysis.

Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 16.4.2020 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418401

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband