Leita í fréttum mbl.is

Styrmir Gunnarsson

sá glöggi gamli maður og reyndi skrifar svo á blogginu sínu:

"Það er augljóst að vandamál veirukreppunnar eru byrjuð að hrannast upp. Atvinnuleysi er þegar orðið mikið og á eftir að vaxa enn. Í Morgunblaðinu í dag segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að lífskjarasamningurinn sé í uppnámi og bætir við að honum verði sagt upp standi stjórnvöld ekki við fyrirheit í húsnæðismálum.

Á sama tíma er þrýstingur í flestum löndum á að "endurræsun" hagkerfanna hefjist. Þar er Trump fremstur í flokki en af fréttum brezkra blaða er ljóst að hagsmunaaðilar þar þrýsta á hið sama.

Það er að dembast yfir árekstur á milli heilbrigðissjónarmiða og efnahagslegra hagsmuna.

En er víst að almennir borgarar taki þátt í slíkri "endurræsingu"?

Er ekki alveg eins líklegt í ljósi þess, sem gerzt hefur á ótrúlega skömmum tíma að þeir haldi sig til hlés og vilji vera öruggari um að veiran sé á undanhaldi?

Framundan eru mikil átök í öllum samfélögum. Líka hér. 

Eitt getum við lært af þeirri djúpu efnahagslægð, sem hér gekk yfir á árunum 1967-1969:

Náið samstarf stjórnvalda og verkalýðshreyfingar er algert grundvallaratriði.

Vonandi átta báðir aðilar sig á því."

Verkalýðshreyfingin er fyrir mér ótíndir bófaflokkar sem aldrei gera neitt nema til að skaða  þjóðfélagið með skemmdarverkum.

Af hverju á að heiðra skálkinn fyrst svo hann skemmi þig ekki? Af hverju er ekki hægt að taka á verkalýðsbandíttum eins og Ragnari Þór og Sólveigu Önnu  með lögum frá Alþingi? Stjórnast verkalýðsforingjar nokkurn tímann af skynsemi frekar en skemmdarfýsn?

Nema ef fjöldagjaldþrot fyrirtækja í djúpkreppu  blasa við? Þá tala þeir um nauðsyn bjargráða með skattfé almennings.

Verkalýðsfélög eru að  mínu gamaldags krabbamein í samfélaginu sem allt of vægt hefur verið tekið á vegna skorts á þjóðvarðliði með kylfur.

Sjálfsagt vill Styrmir Gunnarsson taka á verkalýðsfélögum  með silkihönskum eins og venja er þar sem kommar og kratar eru óðum að komast þar til valda og ófriðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er útilokað að koma í veg fyrir að veiran blossi upp aftur nema með því að drepa hagkerfið alveg. Þá drepum við margfalt fleira fólk en veiran mun nokkurn tíma gera.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.4.2020 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 3418235

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband