Leita í fréttum mbl.is

Kattarþvottur

segir Guðni Ágústsson í Morgunblaðinu í dag:

"Mér er sagt að í kjölfar spænsku veikinnar og með tilkomu mjólkuriðnaðarins og danskra mjólkurfræðinga hingað hafi hreinlæti stóraukist. Einnig risu húsmæðraskólar sem kenndu ungum stúlkum grundvallaratriði í hreinlæti og matargerð. Eitt er líka víst að í heimavistarskólum var mikið lagt upp úr hreinlæti og góðri umgengni.

Ég minnist þess þegar ungur ég var og við systkinin vorum að þvo okkur fyrir svefninn, þá sagði móðir mín stundum til áherslu „þetta er kattarþvottur“. En maður varð að sápuþvo sér rækilega og núa höndunum saman í heita vatninu í vaskafatinu. Þá var ekki rennandi heitt vatn í hverjum krana.

Laugardagar voru þá hreinlætisdagar á heimilunum undir óskalögum sjúklinga fyrir hádegi. Allt var skúrað út og skipt á rúmunum. Á þetta minnist ég hér vegna þess að mig grunar að hreinlæti hafi verið nokkuð á undanhaldi í landinu um nokkra hríð.

Ég hef sjálfur tekið eftir því á almenningssalernum að karlar og ekki síður þeir yngri þvo alls ekki hendurnar eftir athöfnina. Sé á götum úti að enn snýta menn sér í lófann og þurrka í buxurnar. Svo rétta þeir manni höndina og heilsa með veiruna milli fingranna. Gömlu mennirnir snyrtilegu höfðu tvennt í vasanum, fiskikníf og vasaklút.

Það sagði mér kona á dögunum sem annast hreinlætisstörf í grunnskóla að hún tók að veita því athygli hversu lítið gekk á sápur og handþurrkur á klósettunum. Hún ræddi málið við skólastjórnendur og málið var tekið föstum tökum. Það var eins og við manninn mælt, kvefið og veikindi barnanna minnkuðu til muna.

Nú þegar þríeykið Þórólfur, Alma og Víðir hefur kennt okkur svo margt í daglegum þáttum um mikilvægt hreinlæti og betri siði set ég þessa hugsun á blað.

Þrifnaður er undirstaða góðrar heilsu og þar gegna foreldrar stærstu hlutverki en skólarnir og heilbrigðisyfirvöld eru í lykilstöðu með foreldrunum í uppeldi barnanna.

Ég tek líka eftir einu sem var bannað hér áður fyrr. Gæludýr eru nú meðhöndluð eins og menn, sofa hjá börnum og eru ofan í vitum þeirra!

Kötturinn fer út, en hvað ber hann með sér til baka? Húsdýrin voru mikilsvirt en þau voru ekki í eldhúsi eða svefnherbergjum barnanna.

Mér finnst þetta þörf ábending hjá Guðna Ágústssyni frá brúnastöðum og hvorki sú fyrsta né væntanlega síðasta.Kattarþvott þarf að leggja af á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flestir mæla með ÍSLANDI eins og Guðni Ágústsson og allri ómengaðri framleiðslu Bænda og Gróðurhúsa. 

Ég heyrði sögu hjá Eiði í Dekkjahúsinu í gær frá Hótel Borg frá í gamla daga.

ÚTGERÐARMAÐUR og BÓNDI töluðu saman undir glasi. Útgerðarmaðurinn bar sig vel og bóndinn hlustaði. Þá svaraði Bóndinn: "Mismunurinn á okkur er, að þið veiðið FISK en við bændur framleiðum MATVÆLI".

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 18.4.2020 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 3418236

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband