Leita í fréttum mbl.is

Komdu þá með hvönnina

dr. Sigmundur. 

Þú skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðiðblaðið í dag:

"Fyrir skömmu birtist ágæt grein: „Ætihvönn gamalt pestarlyf“ eftir Þorvald Friðriksson fréttamann þar sem hann bendir á gamalt viðtal við Margréti Guðnadóttur, prófessor og veirufræðing. Hér viljum við taka undir hvatningu Þorvaldar og hvetja menn til að nýta sér íslenskar lækningajurtir sem finnast víða í íslenskri náttúru.

Veiruvirk efni í jurtum

Nú er mikið rætt um kórónaveiru, COVID-19, og hefur hún breiðst út og valdið farsótt sem herjar á heimsbyggðina alla. Slíkar farsóttir gerðu mikinn usla á árum áður og varnir eru litlar enn í dag.

Það mun taka tíma að þróa og framleiða hentug lyf og munu ekki allir hafa aðgang að þessum lyfjum.

Þegar slík vá herjar er vert að huga að því hvernig hægt er að efla varnir líkamans á annan hátt, t.d. með því að leita að náttúrulegum veiruvörnum.

Í náttúrunni finnast veiruvarnir sem plöntur hafa þróað en plöntur hafa eigin varnarvopn sem þær hafa þróað á milljónum ára. Þessar veiruvarnir eru margskonar lífvirk náttúruefni sem finnast bæði í grænmeti og ávöxtum og í ýmsum lækningajurtum, m.a. í ætihvönn, blóðbergi og vallhumli.

Til dæmis hefur verið sýnt fram á að ef sellerí er sýkt með veiru þá er framleiðsla á fúranókúmarínefnum örvuð mjög í jurtinni og bæla þessi efni veirufjölgun í jurtinni. Fúranokúmarín eru mikilvæg efnavopn jurta og hefur verið sýnt fram á að þessi efni hafa einnig áhugaverða lífvirkni í mönnum.

Með því að neyta jurta sem hafa veiruvirk efni eða heilsubótarefna sem unnin eru úr þessum jurtum má hugsanlega draga úr áhrifum veirusýkinga. Í ætihvönn eru mörg veiruvirk efni.

Imperatorin er fúranókúmarín sem mikið er af í ætihvönn. Þetta efni hindrar t.d. fjölgun á veiru sem veldur eyðni.

Flavonoídar er stór flokkur lífvirkra efna og eru sum þessara efna virk gegn veirum. Í ætihvönn, vallhumli og blóðbergi eru efni sem hefta vöxt á kvefveirum. Gömul hefð er fyrir því að nota blóðberg við kvefi og flensu. Ekki hefur tekist að bera kennsl á öll veiruvirku efnin í þessum jurtum.

Hagnýtum þekkingu og reynslu fyrri kynslóða

Notkun ætihvannar til lækninga á sér langa sögu. Í Norður-Evrópu töldu menn hvönnina vera eina mikilvægustu lækningajurtina. Auk þess að vera mikilvæg matjurt á Norðurlöndum og Bretlandseyjum var lækningamáttur hvannarinnar vel þekktur meðal norrænna manna. Öll jurtin var notuð til lækninga, bæði laufið og ræturnar sem mátti geyma þurrkaðar árum saman, einnig safaríkir og meyrir blaðstilkarnir svo og fræin sem þroskast síðsumars.

Ætihvönn var talin geta læknað fjölda sjúkdóma. Vallhumall er önnur mjög öflug lækningajurt sem er töluvert mikið notuð, m.a. í græðandi smyrsl.

Náttúra Íslands hefur upp á að bjóða fjölda áhugaverðra lækningajurta, bæði í sjó og á landi, og ættum við að nýta þær betur til að styrkja heilsuna og skapa úr þeim aukin verðmæti. Heimildir: Aniviral potental of medicinal plants against HIV, HSV, influenza and coxsackievirus: Adam M. et al. Phytother. Res. 2018: 32(5): 811-822. Antiviral herbs-present and furure. Huang J. et.al. Infect. Disord. Drug Targets. 2014: 14(1):61-73. Imperatorin Inhibits HIV-I Replication through an Sp1-dependent Pathway. Rochio Sancho et. al. J. Biol. Chem. 2004. 279, 37349-3735."

Geturðu skaffað mér fúranókúmarín dr. Sigmundur? Ég myndi byrja á því að gamma það í mig strax því það er oft gott sem gamlir kveða.

dr. Kári klári verður ekki lengi að finna hvort veirunni líkar við hvönnina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég dái alla, sem hafa ofurálit á HVÖNNINNI. Ungur drengur hjá ömmu og afa í VÍK í MÝRDAL bjuggum við til flautur í hrapinu við Reynisfjallið þar sem allt iðaði af Lunda og fuglalífi.

Það var frekar sorglegt þegar SAGA-PRO breytti útliti pillukassanna, sem umluktu pillurnar og HVÖNNINA, sem var svo dæmalaust falleg í litum . Landafunda ÍSLENDINGARNIR fluttu HVÖNNINA með sér til GRÆNLANDS, sem var hugsuð til lækninga.

Við þökkum Dr.Sigmundi í "HVÖNNINNI" og vonum það besta í samvinnu með góðum Kára í IE.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 18.4.2020 kl. 15:51

2 identicon

RUV og góða fólkið hefur harðbannað þessa lækningarjurt

því hún hefur þann fylgikvilla að draga úr Trump hatri

spurðu bara þá sem hafa neytt hennar

Grímur (IP-tala skráð) 18.4.2020 kl. 16:24

3 identicon

Með því að neyta jurta sem hafa veiruvirk efni eða heilsubótarefna sem unnin eru úr þessum jurtum má hugsanlega draga úr áhrifum veirusýkinga. Með því að ganga í ósamstæðum sokkum má hugsanlega draga úr áhrifum veirusýkinga. Viðbótin "hugsanlega" fjarlægir sönnunarbyrðina og gerir allar fullyrðingar gildar.

Í ætihvönn eru mörg veiruvirk efni, en ekkert í því magni að gagnist gegn veirum eftir neyslu. Klínískar rannsóknir hafa ekki sýnt fram á neina virkni ætihvannar gegn veirum, krabbameini eða bakteríum hjá mannfólki, þrátt fyrir sögusagnir og gamlar kerlingabækur.

Fúranókúmarín er efnið sem orsakar blöðrur og útbrot á húð hjá þeim sem snerta plöntur sem innihalda það í einhverju magni. Fúranókúmarín getur aukið virkni eða hindrað virkni margra lyfja, meðal annars blóðþrýstings lækkandi lyfja, ofnæmis og krabbameinslyfja. Fúranókúmarín er að finna í sítrónuberki og greip ávöxtum.

Sölumenn snákaolíu, fæðubótarefna og gervivísinda fara mikinn þessa dagana og sjá gullið tækifæri til að selja sínar gagnslausu vörur sem mögulega lækningu eða vörn. í örvæntingu og fáfræði láta margir blekkjast.

Vagn (IP-tala skráð) 18.4.2020 kl. 17:15

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Hér eru stór orð. málið er að ef lyfinu er safnað úr plöntum, sem allir mega nýta, þá er ekki hægt að fá einkaleyfi á lyfinu. 

Sá sem getur framleitt það ódýrast fær söluna.

Ef þú færð einkaleifi á lyfi, þá getur þú lagt 1000% +++ á lyfið.

Er það þessvegna, að ekki má nota hydroxychloroquine, er það sama og klórókín sem tölvuþýðing notar og  hýdroxýklórókín segir orðabókin? 

Hýdroxýklórókín er framleitt í stórun stíl, og notað til að drepa vírusa? ásamt öðrum hreinsiefnum.  Þess vegna er hýdroxýklórókín mjög ódýrt.

Skrifað var að pillan kostaði 5 cent, 0,05 $ dollar, dalur. 

Egilsstaðir, 18.04.2020  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 18.4.2020 kl. 23:42

5 identicon

Fjalla Eyvindur og Halla voru í útleggð á fjöllum við HVANNA LINDIR um 20 ár. Þar er nefndur Eyvindarhver. Eitthvað HOLLT hefur haldið þeim lifandi auk heitra HVERA. Ég vonast til, að ÍSLENDINGAR eigum enn HVANNALINDIR?. 

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 19.4.2020 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 3418235

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband