18.4.2020 | 23:21
Árið 2006
skrifaði Samorka skýrslu um viðbrögð við heimsfaraldri.
Samorka eru samtök orku-og veitufyrirtækja landsins. Þau hafa stjórn nýlega kjörna:
Aðalmenn
- Helgi Jóhannesson, formaður
- Berglind Rán Ólafsdóttir, varaformaður
- Gestur Pétursson, meðstjórnandi
- Guðmundur Ingi Ásmundsson, ritari
- Kristín Linda Árnadóttir, gjaldkeri
- Sigurður Þór Haraldsson, meðstjórnandi
- Tómas Már Sigurðsson, meðstjórnandi
Varamenn stjórnar
- Arndís Ósk Ólafsdóttir
- Elías Jónatansson
- Guðbjörg Marteinsdóttir
- Gunnar Hrafn Gunnarsson
- Hörður Arnarson
Stjórn kjörin á aðalfundi Samorku 10. mars 2020.
Merkilegt er að þessi samtök hafa lítt blandað sér í umræður um farsóttina. En þau hafa sannarlega hugsað fram í tímann þegar þau létu vinna þessa vönduðu skýrslu.
Lokaorð hennar voru þessi:
"Það er mat sérfræðinga hérlendis og erlendis að heimsfaraldur inflúensu sé yfirvofandi þótt ekki sé unnt að segja til um hvenær hann skelli á eða út frá hvaða veirustofni hann muni þróast.
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út leiðbeiningar til þjóðlanda um viðbrögð og fjölmörg þjóðlönd hafa unnið viðbragðsáætlanir eða eru með þær í vinnslu. Yfirvöld þjóðlanda beina almennt þeim tilmælum til fyrirtækja og stofnana að þau geri ráðstafanir til að unnt verði að halda grunnstarfsemi þjóðfélagsins gangandi á meðan farsótt gengur yfir.
Eins og áður segir er vinna í fullum gangi í fjölmörgum starfshópum á vegum Ríkislögreglustjóra og Sóttvarnarlæknis og verður viðeigandi upplýsingum bætt inn í viðbragðsáætlun veitna þegar þær liggja fyrir.
Með þessari vinnu er Samorka að uppfylla ósk forsætisráðuneytisins frá 22. mars 2006 um gerð viðbragðsáætlunar vegna farsóttar (viðauki 4).
Veitufyrirtæki eru eindregið hvött til þess að útbúa eigin viðbragðsáætlun á grundvelli þessara gagna og nota hana síðan í fyrirhugaðri landsæfingu almannavarna snemma á næsta ári. Allar ábendingar um endurbætur á þessum gögnum eru vel þegnar og óskast sendar til Samorku.
Tekið verður tillit til þeirra við endanlega útgáfu skýrslunnar sem áætluð er um næstu áramót. Einnig geta veitufyrirtækin leitað til Samorku sé þörf frekari upplýsinga eða aðstoðar við gerð áætlunarinnar.
Full ástæða er til að taka málið alvarlega og halda þessari vinnu áfram af fullum krafti, þar sem spurningin er ekki hvort, heldur hvenær næsti heimsfaraldur gengur yfir."
"Forsendur ,,veitulíkansins eru eftirfarandi: Faraldur getur komið upp hvenær sem er á árinu.
Ein bylgja sem gengur yfir á 12 vikum. 50% þjóðarinnar veikjast á 12 vikum (150.000 manns). 25% vinnufærra starfsmanna eru fjarverandi vegna hjúkrunar aðstandenda eða annarra orsaka af völdum faraldurs. Tveggja vikna fjarvist þeirra sem veikjast.
Sama sýkingartíðni í öllum aldurshópum.
1,5% af þeim sem veikjast deyja (2.250 manns). Að auki eru að jafnaði 16% starfsmanna fjarverandi af ýmsum orsökum og er tekið tillit til þess.
Gengið var út frá sambærilegri dreifingu yfir tímabilið 12 vikur og Norðmenn hafa sett fram í sinni þjóðaráætlun."
Nú erum við öll hissa og skiljum hvorki upp né niður hversu hægt gengur að stöðva faraldurinn. Faraldurinn núna hefur verið tekinn öðrum tökum en menn sáu þá fyrir og fjöldasmitun verið hindruð með mörgum aðgerðum.
En í heild er faraldurinn samt erfiður og öðruvísi. Hann gæti verið með hugsanlega meiri dánartíðni eftir ríkjum en Samorka gerði ráð fyrir, sem var um 1.5 %-2.5 % ef helmingur þjóðarinnar myndi smitast. Sem maður getur nú ekki hugsað til enda án þess að spánska veikin kæmi í hugann.
Auðveldlega hefði þetta getað farið öðruvísi en nú lítur út fyrir ef aðgerðir okkar hefðu ekki tekist og fjöldi smitaðra hefði veldisvaxið. Öll kerfi okkar hefðu geta hrunið og ekki hefði verið við neitt ráðið.
En við verðum að gera okkur ljóst að veiran er hér enn og við erum varnarlítil ef hún sleppur út stjórnlaust. Við höfum engin járn sem bíta ennþá.
Eina von heimsins er að vísindunum takist að finna ráð til að sjá við veirunni.
En það er athyglisvert að glugga í þessa gömlu skýrslu frá 2006 og bera hana saman við nútímann.
Það var sannarlega til hugsandi fólk árið 2006 sem sá framtíðina fyrir þó við og veröldin svæfum á verðinum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:49 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
fiski
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
jvj
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Þarf að skoða þetta betur.
"Síðustu heimsfarsóttir. Árið 1918 geisaði inflúensufaraldur um heimsbyggðina og létust í þessum faraldi 40-50 milljónir manna um allan heim. Faraldur þessi var hin svo kallaða Spænska veiki. Til Íslands barst Spænska veikin í lok október og breiddist hún hratt út í Reykjavík. Rétt innan við 10.000 manns sýktust eða 65% íbúanna, flestir á fyrstu tveimur vikunum. Í Reykjavík létust 258 manns eða 2,86% þeirra sem veiktust og var dánartíðni hæst meðal fólks á aldrinum 20-40 ára. Alls létust 484 á landinu öllu eða um 0,5% þjóðarinnar. Settar voru upp sýkingavarnir til að hindra útbreiðslu veikinnar sem urðu til þess að veikin barst hvorki norður í land né austur fyrir Flúðir. Árið 1957 geisaði annar innflúensufaraldur, Asíu inflúensan. Þessi heimsfarsótt var ekki eins mannskæð eins og Spænska veikin en þó létust um 2 milljónir manna. Árið 1968 varð svo þriðji inflúensufaraldurinn á öldinni, Hong Kong inflúensan. Í þeim faraldri lést um 1 milljón manna. Á Íslandi ollu þessir faraldrar hækkaðri dánartíðni aðallega meðal eldra og veikburða fólks."
Haukur Árnason, 19.4.2020 kl. 16:29
Ég mæli með þessu o. fl. viðtölum við þýska veirusérfræðinginn, Alexander Kekulé: Podcast - Kekulés Corona-Kompass #28 SPEZIAL: Ihre Fragen, seine Antworten | MDR aktuell | MDR MDR Mitteldeutscher Rundfunk MDR Mitteldeutscher Rundfunk Verified • 97K views 1 day ago New
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 19.4.2020 kl. 18:17
Þetta er athyglivert. Kannski þessar vangaveltur hafi gleymst í bankahruninu?
Þorsteinn Siglaugsson, 20.4.2020 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.