Leita í fréttum mbl.is

Væri Guðmundur betri?

til að standa í stafni?

Steingrímsson skrifar einn af sínum venjulegu svartagallspistlum í dag sem endar svona:

"...Áleitin spurning hvað þetta varðar er þessi: Hvernig myndi okkur líða hér, ef við værum að glíma við það sama og Bandaríkjamenn eru að glíma við um þessar mundir?

Hvað ef við hefðum svona náunga eins og Donald Trump standandi í stafni hér? Hvernig væri sálarástand okkar sem þjóðar? Ef einhver svona gaur væri forsætisráðherra. Spáum í það.

Ef sá gaur liti svo á að hann ætti að stjórna upplýsingafundunum okkar klukkan tvö og að Þórólfur, Alma og Víðir ættu að standa til hliðar, á bak við hann og þegja.

Að hann notaði fundina til þess að rífast við blaðamenn. Til að auglýsa sjálfan sig með áróðursmyndböndum.

Til að gera lítið úr vísindum.

Til að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni um ófarir eigin þjóðar.

Til að kenna Kínverjum um og blása til ófriðar milli ríkja.

Hvernig liði okkur ef stuðningsmenn þessa gaurs myndu blása til mótmæla gegn samkomubanni með hrópum og köllum, og að þessi gaur í sínum Twitterfærslum myndi styðja þau mótmæli og hvetja til þeirra?

Hvernig liði okkur ef einhvers konar Bolsonaro væri leiðtogi hér, sem myndi nota hvert tækifæri til að gera lítið úr veirunni og segja hana bara kvef, þrátt fyrir dauðsföll í massavís? Líklega væri allt klikkað.

Og sem sagt: Kannski gleðst maður yfir litlu þessa dagana, en mér finnst ástæða til að gleðjast yfir þessu. Hér er ekki allt klikkað. Munum þá tilfinningu."

Ekkert af bullinu um Trump stenst skoðun heldur er helber útúrsnúningur og fantasía íslensks vinstri manns.

Fyrir mér væri enn skelfilegra að hafa þennan Guðmund einhversstaðar í stafni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já ég verð að segja það!

Helga Kristjánsdóttir, 20.4.2020 kl. 18:17

2 identicon

Sárt er að Guðmundi skuli líða illa yfir LEIÐTOGAHÆFILEIKUM TRUMPS, sem er forseti 360 miljóna Bandaríkjanna. Hann er virtur og umtalaður á heimsvísu.

Hann átti aldrei að verða forseti fullyrtu DEMOKRATARNIR, sem hafa leikið dátt í ríkis hýtinni og mokað til sín skattfé AMERIKANA. Þeir eiga erfitt þessa dagana og munu TAPA STÓRT í kosningunum í Nóvember.

USA breytti ÍSLANDI frá því að nota haka,skóflu og járnkarl við byggingar vega og húsasmíða. Ég endurtek KEFAP, sem þeir kostuðu og gáfu okkur síðar fullbúinn.

Það er oft erfitt að vera FÆDDUR ÞJÓÐARLEIÐTOGI..... 

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 20.4.2020 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 3418237

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband