Leita í fréttum mbl.is

Tillögur tilberanna

verða manni ljósar að renna yfir tillögur Stefáns Ólafssonar í efnahagsmálum í Morgunblaðinu í dag.

Þar setur prófessorinn fram tillögur sínar fram í ellefu liðum:

" Mikilvægast er að tryggja afkomu launafólks í gegnum kreppuna og verja betur þá sem missa vinnuna að hluta eða fullu. Efna þarf alla þætti lífskjarasamningsins til að tryggja viðspyrnu í uppsveiflunni og stöðugleika í framhaldinu.

Eftirfarandi eru lykilatriði til að ná ofangreindum markmiðum:

Skila kaupmætti lífskjarasamningsins til fulls svo hægt verði að efla einkaneyslu innanlands í kjölfar sóttvarnaraðgerða.

Hækka flatar atvinnuleysisbætur úr 289.510 kr. á mán. til samræmis við lágmarkslaun (341.000 kr. á mánuði frá 1. apríl sl.).

Lengja tímabil atvinnulausra á hlutfalli fyrri heildarlauna úr þremur mánuðum í sex.

Hækka hámarksviðmið atvinnuleysisbóta úr 456.404 kr. á mánuði að meðallaunum.

Útvíkka og framlengja hlutabótaleiðina svo hún nái markmiðum sínum til fulls.

Tryggja afkomu þeirra sem ekki geta stundað vinnu til fulls vegna ástandsins (t.d. vegna undirliggjandi sjúkdóma eða annarra hamlana o.fl.). Þessir hópar falli undir lög um laun í sóttkví.

Skila öllum úrræðum í húsnæðismálum sem lofað var í lífskjarasamningi (hlutdeildarlán, aukning almennra íbúða, leigubremsa o.fl.).

Seðlabankinn tryggi að verðbólga fari ekki yfir markmið, svo kaupmáttur lífskjarasamningsins sé tryggður og að skuldakreppu verði aftrað.

Lífeyrir almannatrygginga hækki að lágmarki til samræmis við lágmarkslaun á vinnumarkaði.

Í kjölfar sóttvarnaraðgerða verði virkni- og stuðningsúrræði fyrir langtímaatvinnulausa efld.

Aðgerðir stjórnvalda stuðli að jöfnuði, líkt og lífskjarasamningurinn.

Eigendur fyrirtækja sem njóta opinbers stuðnings í kreppunni undirgangist skilyrði um að greiða ekki út arð eða kaupa hlut í sjálfum sér næstu tvö árin...."

Allar þessar tillögur eiga eitt sameiginlegt. Það er að þær krefjast meiri útgjalda ríkisins.

Hvernig aflar ríkið fjár?

Verða ekki allir að greiða skatta til þess að ríkið geti greitt?

Eru einhversstaðar peningar á lausu til að framkvæma þessar tillögur Stefáns bolsévikka.Gæti ekki þurft að fara í vasa almennings til að afla meira fjár?

Tilberar tottuðu kvíaær bænda í gamla daga rétt eins og þeir sem alla sína tíð hafa verið áskrifendur að ríkisfé.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Afbragðs samlíking Halldór um tillögur Prófessorsins;Allt í hring!
Totta svo launin í sóttkvínni sem þeim er ætlað í 5.lið. 

Helga Kristjánsdóttir, 20.4.2020 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 3418235

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband