Leita í fréttum mbl.is

Nýtum björgina við bæjardyrnar

og gefum krókaveiðar frjálsar tímabundið.

Jón Magnússon lögmaðurinn góði skrifar eftirfarandi:

"Þegar atvinnutækifæri og þjóðarframleiðsla dregst verulega saman og ástæða er til að ætla að úr því verði ekki unnið næstu misserin er spurning hvernig auka má verðmætasköpun með sem skjótustum hætti. 

Fljótvirkasta og farsælasta leiðin er að heimila auknar fiskveiðar þegar í stað svo, fremi að markaðir séu til staðar. 

Þetta má skoða sem neyðarráðstöfun og því rétt að handhafar aflaheimilda fengju ekki þessar viðóbóaaflaheimildir beint til sín heldur væri miðað við auknar krókaveiðar og viðbótin væri boðin upp á kvótamarkaði.

Byggðirnar um land allt sem kvarta nú sáran um atvinnuleysi og tekjutap ættu þá möguleika á að byggja lífsafkomuna á nýjan leik á fiskveiðum og fiskverkun í stað túrisma. Alla vega þangað til hann bankar upp á."

Er þetta ekki aðgerðapakki sem ekki lendir beint á ríkissjóði? Auðlind Íslands og íslenska krónan til bjargar rétt einu sinni? 

Er ekki björgin við bæjardyrnar og veitir nýju blóði um æðar þjóðlífsins? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Af illa þefjandi sorphaugi Miðjunnar þeirra Egilsbræðra Sigurjóns og Gunnars Smára kemur þetta:

"Ákvörðunin er gríðarlega mikil skerðing á veiðiheimildum. Í fyrra þá var leyft að veiða 11.100 tonn af þorski auk allt að 1.000 tonn af ufa. Nú hefur Kristján Þór, með fulltingi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttir ákveðið að draga leyfilegan 1.000 tonna ufsaafla og 100 tonn karfaafla, frá því sem leyfilegt er að veiða af þorski, þannig að í ár fer þorskveiðin niður í 10.000 tonn,“ segir Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi alþingismaður.

„Þessi ákvörðun kemur þegar upp er staðið, alls ekki á óvart en ríkisstjórnin er fyrst og fremst í því að greiða götu stórútgerðarinnar með Samherja þar fremstan í flokki. Hagsmunir almennings, orðspor landsins og byggðanna skipta engu máli í hagsmunamati ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigurjón."

Halldór Jónsson, 25.4.2020 kl. 10:31

2 identicon

HUGSANIR Jóns Magnússonar lögmanns heilla hugsandi ÍSLENDINGA.

Gefum fjarlægum fjörðum og sjómönnum tækifæri til fiskveiða á smábátum-árabátum á Landinu ÖLLU. Þetta skapaði HAMINGJU á Lands vísu og hjá ÚTGERÐARMÖNNUM. Þetta væri góð aðstoð við fátæka og ýtt undir ánægju ERLENDRA ferðamanna.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 26.4.2020 kl. 10:03

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Sigurður Ingi er ekki frábitinn þessu:

"Svo kom fram að ráðherrann vill hætta að hlýða ráðum vísindamanna: „Við þurfum að horfa á sjávarútveginn. Við þurfum að horfa á það sem hefur verið okkar stærsta tækifæri, ekki síst í útflutningi, að auka virði sjávarútvegs. Það getur komið inn átak á heimsvísu í að selja ímynd okkar, vöru og gæði. Sjávarútvegurinn sjálfur hefur getað staðið undir því en vegna þess að aðrir auðlindageirar eru að gefa mjög mikið eftir á þessu ári gætum við þurft að velta því fyrir okkur hvort við ættum að nota þá frábæru stöðu sem við erum búin að skapa með því að byggja upp sterka stofna að veiða einfaldlega meira í eitt skipti í því skyni að búa til tekjur fyrir samfélagið. Það er eitt af því sem mér finnst að við ættum alla vega að velta vöngum yfir.“

 

Halldór Jónsson, 26.4.2020 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 3418218

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband