25.4.2020 | 10:19
Þörf lesning
er Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins í dag , hvern svo sem menn hafa sem tilgátu um að sé höfundur þess og eðli hans!!
Þar segir:
"Stundum er sagt að þeir sem flækist ungir í vef frjálshyggju, svo ekki sé talað um nýfrjálshyggju, hafi ekki hjarta í þeim huglæga skilningi sem lífspumpan góða stendur fyrir. Og á móti hefur því verið haldið fram í þágu rökræðunnar að þeir sem tekið hafa út þroska og dingli enn með vinstri óskhyggjuna, sem alls staðar hefur beðið skipbrot, hafi ekki heila.
Pólitískir hattar
Það eru til mörg dæmi sem ýta undir þessar losaralegu skilgreiningar, þótt of mikið væri sagt að þær byggi á vísindalegum grunni. Það felst þó ekki í því neinn glannaskapur að giska á að þroski og reynsla ýti undir færslu á fylgi frá vinstri til hægri. Hvað er hægri og hvað er vinstri, gætu menn þá spurt og víst er að ekki hefur enn verið búinn til kvarði sem segir fyrir um það af öryggi. Íhaldssemi og skortur á henni, róttæknin, eru stundum hafðar sem pólitískar höfuðáttir. Kannski eru til fræðibækur sem eru jafnmikilvæg grundvallarrit í þessum efnum og Litla gula hænan og Gagn og gaman voru forðum.
Gömul sætaskipan í þingsal mun ráða nafngiftinni og ríkuleg tilhneiging er á að færa veruleika mannlífsins undir hinar pólitísku höfuðáttir.
Vísindi fylgja ekki messuskrá
Það hefur skaðað umræðu um loftslagsmál að þau færðust undir hina lúnu hatta. Sannfærðir vinstrimenn velkjast ekki í vafa um að bjástur mannanna seinustu örfáa áratugi af óteljandi á jörðinni hafi nú næstum því gert hana óbyggilega vegna hlýnunar. Því var skrökvað upp að 97% vísindamanna hefðu þegar skrifað upp á þetta. Sá sem það gerði hefur síðar viðurkennt að þetta var hrekkur af hans hálfu.
Hitt er þekkt að þeir vísindamenn sem víkja sér feimnislega undan rétttrúnaðinum fá ekki eftir það að birta spurningar, athugasemdir eða rökstuddar greinar í virtum tímaritum þar sem innvígðir ritrýnar tryggja sátt um tiltekna niðurstöðu.
Afneitarar
Annað er verra, miklu verra: Þeir sem utan standa eru flokkaðir sem afneitarar og það ekki í pukri heldur opinberlega. Þetta er ógeðfellt enda er þarna sama hugtakið á ferð og notað er um þann hóp sérvitringa og/eða ofstækismanna sem neita að skrifa upp á að nótar Hitlers hafi staðið fyrir skipulagðri útrýmingu á gyðingum. Heimurinn var grátlega lengi með augun lokuð fyrir því sem var að gerast þá, eins og sést til dæmis á því að samþykkt var að halda Ólympíuleika í þessu landi hakakrossins og undir fánum hans og skreytingum og undir vernd SS-sveitanna. Það ár, 1936, höfðu þeir Hitler, Himmler, Göbbels og Göring fyrir löngu sýnt á spilin sín, að minnsta kosti á nægilega mörg þeirra. Tilburðir til að gera lítið eða ekkert úr öllum þessum óhugnaði, sem er ekki tilgáta heldur með viðurstyggilegustu þáttum veraldarsögunnar, er tilræði við mannkynið og sögu þess. Að líkja þeim sem ræða vilja á jafnræðisgrundvelli um tilgátuna um að maðurinn sé að tortíma sér og væntanlega öðru lífi á jörðinni við fyrrnefndan hóp er fyrirlitlegt.
Ruglandi
Í öðru lagi er reynt að stilla upp myndum sem eru ekki þar. Það er enginn að deila um það að hiti loftslags á jörðinni breytist. Þótt mælingatæknin sé tiltölulega ný af nálinni eru margföld merki til um þessar breytingar, bæði náttúrufræðilegar og sagnfræðilegar. Það eru engar deilur um þær hitabreytingar sem margar eru þekktar og viðurkennt almennt að hafi einatt gjörbreytt lífsskilyrðum jarðar.
Skólabörn fóru forðum með nestispakka upp í Öskjuhlíð og lærðu um jökulrákir á klettum þar og gera kannski enn og þau vissu hvað þær þýddu. Þó var forðast að koma því inn hjá þeim að kannski myndi Öskjuhlíðin og tankarnir þar hverfa undir kaldan jökul á ný.
Hlýnun var heldur ekki nefnd sem vandamál við þau börn. Það er ekki lengra síðan þetta var að þau geta sum enn gengið að þessum jökulrásum vísum.
Roman climate optimum
Frá árunum 250 fyrir Kristsburð til 400 eftir hann var hlýtt og gott veður í Evrópu og á NorðurAtlantshafssvæðinu, Roman climate optimum, og um það er fjallað sem eftirsóknarvert góðæri.
Það var einnig hagfellt hlýindaskeið hér við landnám og allmargar aldir á eftir. Viðurkenna má að Vatnajökull (Klofajökull þá) var þá ekki svipur hjá sjón. En enginn maður hafði minnstu áhyggjur af því. Svo tók að kólna. Hagur jöklanna vænkaðist mjög en það sama verður ekki sagt um lífsskilyrði fólksins í landinu. Meira að segja Okið litla, sem er stórmál núna, blómstraði sem aldrei fyrr. En fólkið svalt. En það var allt annað ok.
Einhverjir telja sjálfsagt að málið sé lífskjör jöklanna en ekki forgengilegra manna og dýra á láglendinu.
Hvað þolir ekki umræðu?
En hvað sem þessu líður er þýðingarmikið að fjallað sé af sanngirni um umræðuefnið frá öllum hliðum. Málefni sem fullyrt er að sé risavaxið, jafnvel það stærsta okkar tíðar, en þolir þó ekki umræðu nema algjörlega einhæfa og einhliða getur aldrei fengið góða úrlausn.
Við vitum og viðurkennum að hitinn á jörðinni hefur sveiflast til og stundum í átt til þess að verða ólífvænlegur á norðurslóðum eins og okkar. Hingað til hefur það þó aðeins gerst, svo vitað sé, vegna kólnandi lofthita. Fráleitt væri að hafna því fyrir fram að veruleg hitahækkun gæti farið mjög illa í heiminn almennt og jafnvel og kannski einnig hér á okkar slóðum.
"Annað er verra, miklu verra:
Þeir sem utan standa eru flokkaðir sem afneitarar
og það ekki í pukri heldur opinberlega.
Þetta er ógeðfellt enda er þarna sama hugtakið á ferð
og notað er um þann hóp sérvitringa og/eða ofstækismanna
sem neita að skrifa upp á að nótar Hitlers hafi staðið fyrir
skipulagðri útrýmingu á gyðingum."
Við vitum ekki hvers vegna veðurfar varð svo hagfellt climate optimum á þessum skeiðum sem nefnd voru. En hingað til hafa ekki heyrst getgátur um að manneskjan sem slík hafi tryggt þetta hlýindaskeið sem fór svona blíðum höndum um menn og málleysingja.
Plaströk
Núna er því haldið fram fullum fetum sem vísindalegum sannleik, sem megi ekki efast um, og þess vegna auðvitað alls ekki ræða um nema sem hluta af kórsöng, að maðurinn hafi á örfáum árum sett loftslagið sitt úr skorðum. Hvernig fór hann að því? Mannfjölgun og bætt lífsskilyrði alls fjöldans hafa sannarlega kallað á aukna neyslu. Hefðbundin mengun hefur því aukist og sláandi dæmi eru um það eins og um plastið sem leysist seint og illa upp.
Börnin eru teymd niður í fjöru til að tína plast sem kynslóðirnar á undan þeim bera þó alla ábyrgð á.Það væri nær að senda okkur niður í fjöru að tína. En við höfum séð myndir nafna Attenborough og vitum að það mun ekki bjarga höfunum úr þessu að tína plast þar. Og við vitum líka flest að það er fæst satt sem sagt er um endurvinnslu í ríkustu þjóðfélögum heims. Það er engin endurvinnsla að senda risa pramma með plasti heim í fátæktina á Filippseyjum eða á annan svipaðan stað.
Það eyðileggur hins vegar alla umræðu þegar hún er færð í búning heilagra sanninda sem aðeins megi ræða að fyrir fram gefinni forsendu og lokaniðurstöðu. Það er ekkert að því að ræða trú sína undir þannig formerkjum. Það felst í orðinu sjálfu og inntaki þess. Og af því að þar er trú á ferðinni vitum við og virðum að það má ekki gera þá kröfu að náunginn fallist á þá trú. Það er algjörlega hans mál.
Enn fjarlægra og framandi er það þá að ætla sér að fella fræðilegar eða pólitískar deilur í trúarlegan ramma. Og ekki bara trúarlegan, heldur það sem myndi vera nær að kalla ofsatrúarlegan ramma!
Þorði að blása á ruglið
Margrét II. Danadrottning kom sumum löndum sínum á óvart í aðdraganda 80 ára afmælis síns þegar hún svaraði spurningum um loftslagsmálin. Hún svaraði einni spurningunni svona: Mannfólkið hefur sín áhrif á loftslagsmálin, um það er ekki að efast. En hvort umræddar breytingarnar eru beinlínis af völdum mannsins er ég ekki fyllilega sannfærð um. Loftslagið tekur sífelldum breytingum eins og sagan sýnir.
Og drottningin bætti við: Sem þjóðfélag ættum við ekki að vera í uppnámi vegna loftslagsbreytinga. Auðvitað eru þetta mikilvægir þættir sem ber að hafa vara á. En uppnám (panik) er óhæf leið til að leysa úr þeim vanda. Slík nálgun gengur aldrei.
Ríkisútvarpið hér sagði frá því að nokkurt uppnám hefði orðið út af orðum drottningar.
En það var aðeins hálfsannleikur, eins og vænta mátti frá þeim bæ. Talsmaður Sósíalistaflokksins, Signe Munk, sagði að yfirlýsing drottningar væri sérlega ógeðfelld og fáheyrð. Og talsmaðurinn bætti við að drottningin bæri mikla ábyrgð gagnvart dönsku þjóðinni sem hún hefði ekki risið undir þarna. Og bætti svo við: Þetta var mikið högg í kvið allra þeirra barna og ungs fólks sem hefur djúpstæðar áhyggjur af loftslagsmálum.
Mai Villadsen, talsmaður Rauðgræna bandalagsins, sagði það valda vonbrigðum að drottningin skyldi nota afmæli sitt til að blása nýju lífi í gamlar glæður sem notaðar hefðu verið til að vekja vantrú á að loftslagsbreytingar væru beinlínis af manna völdum.
En af hinni hlið stjórnmálanna sagðist talsmaður Danska þjóðarfloksins stoltur og ánægður með að búa að drottningu sem hefði dirfsku og kjark til að tala af hreinskilni við þjóð sína. Aðrir af þeim væng tóku í sama streng.
Það var augljóst að íslenska Ríkisútvarpið var hlutdrægt þegar það fjallaði um þetta mál og dró þekktan taum.
Á heimsvísu mætti ætla að páfinn í Róm hefði meiri áhrif en hin ágæta drottning Dana. En það fékk furðu litla umræðu og enga hneykslan þegar Frans páfi gaf til kynna fyrr í þessum mánuði að líta mætti á kórónuveiruna og faraldur hennar sem eitt svar náttúrunnar vegna aðgerðarleysis mannkyns í loftslagsmálum!
Nýtt hálmstrá
Í Bretlandi eru þeir til sem ekki hafa litið glaðan dag eftir að Boris Johnson fékk stuðning þjóðarinnar í annað sinn við að koma Bretum úr Evrópusambandinu. Nú líta þeir á kórónuveiruna sem óvæntan bandamann. Fyrst reyndu þeir að gera sér mat úr smælki og blésu upp að Bretar hefðu misst af því að vera með í innkaupapakka á grímum og þess háttar með ESB af því að þeir væru á leiðinni út.
Þetta mál lognaðist þó út af þegar í ljós kom að ESB hafði sjálft misst af þeim kaupum.
En þá kom stóra málið: Krafa um að útgöngunni úr ESB yrði nú frestað í tvö ár vegna veirunnar og þeirra efnahagslegu afleiðinga sem faraldurinn myndi hafa á Breta!
Það hafði farið framhjá þessum súru töpurum að efnahagurinn í bandalaginu er á ónýtari brauðfótum en menn standa á víðast hvar annars staðar.
Allvíðtæk umræða er hins vegar um það hvort ESB sjálft lifi af aumingjadóm sinn í baráttunni við veiruna.
Það verði því ekkert til að fara úr."
Ef menn voga sér að hafa aðra skoðun en vísindamennirnir AlGore eða Gréta Thunberg er þeim úthlutaður titillinn Aneitari og er Donald Trump einna þekktastur í þeim hópi.
Mest allt plastið í höfunum kemur með tveimur fljótum á Indlandi. Það er göfug iðja að tína það úr fjörunum. Enn betra væri að veita Indverjum þróunaraðstoð til að gera eitthvað í að endurnýta plast.
Sama gildir um vírusaframleiðslu Kínverja. Ef hægt væri að kenna þeim hvað meðferð þeirra á matvælum er að gera heimsbyggðinni þá væri þeim peningum vel varið. Frá Kína koma flestar pestir sem mannkynið hrjá sem kostar milljarða og mörg mannslíf að berjast við. Það er furðulegt hversu aðgerðalitlar stofnanir eins og WHO er einmitt í þessum málum. Ráða hugsjónalegar tengingar forstjórans og ráðandi afla í Kína einhverju hér um?
Þetta Reykjavíkurbréf er þörf lesning sem er betur lesið en ekki og hafi hinn óstaðfesti höfundur þökk fyrir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:14 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 62
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Frábært Reykjavíkurbréf, og við þurfum ekki að velkast í vafa um að þar beitir stílvopninu nafni Attenborough. Snilli Davíðs Oddssonar leynir sér ekki.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 25.4.2020 kl. 11:24
FRJÁLSHYGGJAN lýsir Þjóðhyggju Eyjunnar OKKAR, en ekki Ríkisforsjá Socialista og Kommunista, sem eru hverfandi á heimsvísu. NEI fyrir ÍSLAND.
Frelsisbarátta gömlu Leiðtoganna flytur okkur frá ALÞJÓÐA- HYGGJUNNI og ESB sinnum, sem vilja hag ÍSLANDS,sem minnstan.
Ónýtir Leiðtogar ESB ríkja létu stjórnlaus og illa rekin lönd í Austurevrópu og Afriku yfirtaka Kristna EVRÓPU.
Það tók mig 2 ár að bíða eftir "græna kortinu fyrrum daga" til USA. Nú hefur ÞJÓÐARLEIÐTOGINN TRUMP bannað allan innflutning erlendra til AMERIKU vegna COVID í alheimi. Hvað er ÍSLAND að hugsa í ATVINNULEYSINU?.
LOFTSLAGSHÓPURINN lifir góðu lífi hjá því "opinbera" og mokar ofaní 100 ára gamla áveituskurði hjá ÞINGBORG og víðar og gefa glaðir hundruð miljóna frá ÍSLANDI í "Loftslagssjóði" erlendis.
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 25.4.2020 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.