Leita í fréttum mbl.is

AlGore og Michael Moore

láta umhverfismál sig varða hvor á sinn hátt.

Moore hefur gert langa mynd sem G.Tómas Gunnarsson vekur athygli á í bloggi sínu:

"Pláneta mannanna - heimildamynd

Undir núverandi kringumstæðum eyði ég eins og sjálfsagt fleiri, allnokkrum tíma á netinu og þar kennir ýmissa grasa þessa dagana.

Margir kannast við kvikmyndagerðarmanninn Michael Moore, hann hefur verið gríðarlega umdeildur, myndir hans hafa skipt mönnum í háværa hópa.

Á YouTube síða hans var frumsýnd nýlega (líklega á Degi Jarðar) ný heimildarmynd eftir Jeff Gibbs, sem Moore hefur framleitt.

Myndin er vel gerð og vel þess virði að horfa á.  Fyrir minn eigin smekk er hún full "dómsdagspredikandi", ef svo má að orði komast, og margir myndu líklega segja að hún væri ekki "lausnamiðuð".

Það kemur líklega fáum að óvart að í myndinni er ráðist harkalega á orkuiðnaðinn og Koch bræðurnir fá sinn skammt. 

En það kemur ef til vill mörgum á óvart að "umhverfisverndariðnaðurinn" fær jafn stóran, ef ekki stærri part gagnrýninnar.  Sólarorka, vindorka, orka úr "lífmassa" fær algera falleinkunn í myndinni og ráðist er af hörku á marga "messíasa" umhverfisverndar.

Ég hef hvergi séð myndina "staðreyndatjékkaða" og ætla ekkert að fullyrða um slíkt. Það er hins vegar rétt að hafa huga að oft rísa upp deilur um "staðreyndir" í heimildamyndum og hafa gert það um fyrri myndir sem Moore hefur framleitt.

Ég hef ekki séð mikið fjallað um myndina og varð örlítið hissa hvað ég hef lítið orðið hennar var í "meinstrím" fjölmiðlum.  En ég fann þó skrifað um hana í Guardian, Forbes og Hollywood Reporter.  En vissulega gengur mikið á í heiminum.

En eins og alltaf er sjón sögu ríkari.  Youtube."

Það er svo sannarlega ástæða til að skoða þessa nærri 2 klukkutíma mynd.

Hún vekur athygli á tvöfeldni stjórnálamanna eins og AlGore sem er vægast sagt tvöfaldur í roðinu hvað umhverfismál varðar. Græðir en grobbar og kemst upp með það.Segist bera 

alGoreoggulliðhagsmuni jarðar fyrir brjósti en selur þá hiklaust fyrir gullið?

Þjóðverjar höggva skóg um alla jörð og flytja kurlið til Þýskalands þar sem það er brennt til rafmagnsframleiðslu og selt sem lífrænt framleitt rafmagn af því að trjákurl á lífrænan uppruna? Hugsanlega geta þýsk fyrirtæki þá selt vöru með aðkeyptri íslenskri upprunaábyrgð?

Og Gréta Thunberg ærir unglinga um heim allan með loftslagsbreytingaáróðri sem skrópa í skólanum á föstudögum í göfugum tilgangi fyrir framan Alþingishúsið meðan gullið vigtar meira hjá AlGore.

Colorado áin með Hoover-stíflunni rennur ekki lengur til sjávar þar sem vatnið er gjörnýtt.Fiskframboð virðist vera komið yfir hámarkið og vera á niðurleið. Mannfjöldi virðist víða vera kominn framyfir framleiðslugetu landanna sem hann lifir á.

Víða er eins og að eitthvað sem menn kalla náttúruna sjálfa grípi í taumana þegar einhverri hulinni  takmörkun er náð. Læmingjar hlaupa fyrir björg. Hvalir synda á land.Vírusar koma fram og fækka tegundum án þess að sjáanlega hagnast sjálfir?

Er hægt að draga þá ályktun af mynd Michaels Moore að mannkynið nálgist endamörk vaxtar? Náttúran muni grípa í taumana ef ekkert verður að gert?

Kjarnorkuver verði að rísa ef leysa eigi orkuskort jarðar?

Er kórónuvírusinn aðeins viðvörun um það sem komið getur ef við grípum ekki sjálf í taumana?

Borgarastríðin í Afríku og taumleysi í alþjóðaviðskiptum sé að leiða mannkynið fram af brúninni?

Kjarnorkuvopnin tali á endanum og leysi mannfjöldamálið verði náttúran ekki búin að því áður?

Vísindin fresti aðeins endalokunum ef mannkynið nær ekki tökum á sjálfu sé?

Michael Moore og AlGore tala þeir ekki  sinn með hvorum hætti?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það hefur lengi legið fyrir að hugmyndir manna um notkun lífmassa á borð við etanól til að framleiða eldsneyti eru óframkvæmanlegar í miklum mæli á tímum, þar sem mannkynið þarf á öllu að halda til að seðja hungur stórs hluta síns. 

Þótt öll orkuframleiðslan yrði færð yfir í kjarnorku, er það líka ófær leið, því að þá myndi úraníum til þess klárast á nokkrum áratugum.  Sem sagt: Rányrkja. 

Ómar Ragnarsson, 26.4.2020 kl. 12:43

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég held að þú vanmetir þóríum möguelikana Ómar. 

Wikipedia segir:

"India has one of the largest supplies of thorium in the world, with comparatively poor quantities of uranium. India has projected meeting as much as 30% of its electrical demands through thorium by 2050.[48]

In February 2014, Bhabha Atomic Research Centre (BARC), in Mumbai, India, presented their latest design for a "next-generation nuclear reactor" that burns thorium as its fuel ore, calling it the Advanced Heavy Water Reactor (AHWR). They estimated the reactor could function without an operator for 120 days.[49] Validation of its core reactor physics was underway by late 2017.[50]

According to Dr R K Sinha, chairman of their Atomic Energy Commission, "This will reduce our dependence on fossil fuels, mostly imported, and will be a major contribution to global efforts to combat climate change." Because of its inherent safety, they expect that similar designs could be set up "within" populated cities, like Mumbai or Delhi.[49]

India's government is also developing up to 62, mostly thorium reactors, which it expects to be operational by 2025. It is the "only country in the world with a detailed, funded, government-approved plan" to focus on thorium-based nuclear power. The country currently gets under 2% of its electricity from nuclear power, with the rest coming from coal (60%), hydroelectricity (16%), other renewable sources (12%) and natural gas (9%).[51] It expects to produce around 25% of its electricity from nuclear power.[14] In 2009 the chairman of the Indian Atomic Energy Commission said that India has a "long-term objective goal of becoming energy-independent based on its vast thorium resources."[52][53]"

Halldór Jónsson, 26.4.2020 kl. 20:08

3 Smámynd: Halldór Jónsson

"This will reduce our dependence on fossil fuels, mostly imported, and will be a major contribution to global efforts to combat climate change."

Halldór Jónsson, 26.4.2020 kl. 20:10

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mjög áhugaverð mynd, sérstaklega hvernig fjármagnið flæðir til fárra sérvaldra. Þar er Al Gore ofarlega á blaði.

Gullkorn myndarinnar kemur þó 12:53, þegar konan sem er að kynna hleðslustöð og rafbíl er spurð hvaðan rafmagnið í hleðslustöðina kemur. Jú, það kemur úr húsinu fyrir aftan hana!

Gunnar Heiðarsson, 26.4.2020 kl. 21:14

5 identicon

Þýski eðlisfræðingurinn, Harald Lesch er því miður  ekki bjartsýnn  á framtíð þóríum orkuvera, m.a. vegna tæknilegra vandræða. Segir hann að Norðmenn séu hættir með tilraunir með þau.

Ekki er hann bjartsýnni á framtíð hefðbundinna kjarnorkuvera, þau séu engin framtíðarlausn í orkumálum.

Hér fjallar Harald Lesch um þóríum orkuver:                 Atomkraft ohne Risiko? Der Flüssigsalzreaktor | Harald Lesch (Re-Upload)               

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 26.4.2020 kl. 23:05

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einhvernveginn efast ég um að Ómar hafi horft á programmið. Hann ruglar saman biomass og biofuel. Ræktun korns og annars til að búa til olíu er ekki sama fyrirbrigðið. Biomassi er einfaldlega bruni timburs. Það gengur jafnvel svo langt að skilgreina sorpbrennslur sem biomassarorkuver.

Hræsnin er svo yfirgengileg að í umhverfiskirkjunni er hugtak sem gerir ákveðið eldsneyti undanþegið. Þ.e. timbur. Það hefur verið flokkað sem "carbon neutral" af því að það á að hafa rettlætt brunann með að hafa andað að sér svo miklu co2 á líftímanum að það sé stikkfrí. Þetta er staðreynd þótt erfitt sé að trúa.

Ómar er á móti öllum orkuverum. Endurnýtanlegumm eður ei. Hann hefur þó aldrei komið með tillögu um hvað við ættum að gera í staðinn. Kannski honum hugnist best carbon neutral orka sem er þó mesti carbon mengunarvaldurinn af öllum kostum.

Horfðu á myndina Ómar.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.4.2020 kl. 02:58

7 identicon

Þarna sigla tveir FURÐUFUGLAR demokrata AlGore og Michael Moore?.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 28.4.2020 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 42
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 3419912

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband