Leita í fréttum mbl.is

Kári kjörinn !

Dr. " Kári Stef­áns­son for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, hef­ur verið kjör­inn í banda­rísku vís­inda­aka­demí­una, Nati­onal Aca­demy of Sciences (NAS), fyrst­ur Íslend­inga en það er einn mesti heiður sem vísindamanni getur hlotnast á ferli sínum og viðurkenning á einstæðum vísindaferli.

Mannerfðafræðin getur gerbreytt skilningi okkar á sjúkdómum og enginn hefur gert meira til að stuðla að framförum þar en Kári Stefánsson, segir David Reese, varaforseti Amgen í Bandaríkjunum á sviði rannsókna og þróunar.

NAS er ein rót­grón­asta og virt­asta stofn­un banda­rísks vís­inda­sam­fé­lags, sett á fót í mars 1863 með lög­um sem Abra­ham Lincoln, þáver­andi for­seti, und­ir­ritaði.

Til­kynnt var um kjörið á fimmtu­dag í síðustu viku. Virk­ir fé­lag­ar í NAS í Banda­ríkj­un­um eru nú 2.347 og er­lend­ir sam­starfs­fé­lag­ar eru 487. 190 fé­lag­ar í aka­demí­unni hafa hlotið Nó­bels­verðlaun. Er­lendu fé­lag­arn­ir hafa ekki at­kvæðis­rétt á fund­um aka­demí­unn­ar.

Undir stjórn dr. Kára hafa vísindamenn hjá Íslenskri erfðagreiningu fundið marga bæði sjaldgæfa og algenga erfðabreytileika sem hafa áhrif á sjúkdómsáhættu. Meðal helstu uppgötvana eru erfðabreytileikar sem tengjast Alzheimer, geðklofa, ýmsum krabbameinum og hjartasjúkdómum.

Mestu munar þó um áhrif DeCODE Genetics á aðferðafræði erfðavísinda um allan heim.  Velgengni fyrirtækisins byggir á því að afla upplýsinga um ættfræði og safna saman heilbrigðisupplýsingum um einstaklinga sem eru síðan raðgreindir eða arfgerðargreindir. Þessar upplýsingar eru síðan bornar saman við einstaka sjúklingahópa í vísindarannsóknum.

Þessi aðferðafræði sætti gagnrýni í byrjun en er nú ríkjandi á helstu rannsóknarstofnunum í heiminum. “Það er auðvelt að gleyma því að þegar Kári Stefánsson stofnaði Decode Genetics, þóttu þessar hugmyndir róttækar og ólíklegar til árangurs,” segir Mark Daly, prófessor í erfðafræði við læknadeild Harvard Háskólans og bætir við að hann hafi í raun verið staddur  á eyju í tvennskonar skilningi"

Dr. Kári hefur sætt mörgum árásum á vísindasviðinu hér á Íslandi, sem ég er ekki fær um að greina eða dæma hvort máli skipta.

En það sem ég þykist sjá er að dr. Kára hefur tekist að velta mörgum steinum ofan af þekkingu sem var áður aðeins greinanleg sem galdrar og guðleg forsjá. Sem dæmi er að finna BRCA genið sem hefur varað fjölda kvenna við erfðafræðilegri áhættu á að fá brjóstakrabbamein.

 

Ég gerði nokkrar fremur máttlitlar tilraunir að lesa erfiðustu bók sem ég hef yfir komist sem er DNA eftir James D. Watson. Fyrst í gamalli útgáfu og svo í nýrri frá Amazon sem er auðveldari. Í þeirri bók ver Watson mörgum blaðsíðum í að greina frá aðferðum Kára Stefánssonar með aðdáun. Og ver líka það að hann sé ekki rasisti heldur athugandi staðreynda sem má ekki ræða. 

Bókin er stórkostleg og vel skrifuð og skemmtilega af afburðamanni. Það sem gerir hana erfiða hversu pökkuð af upplýsingum hún er. Maður má ekki helst ekki missa úr setningu til að lenda ekki í vandræðum aftar í bókinni.Og hún fer yfir svo víð svið að maður er eins  og fiskur á þurru landi að berjast við að ná sér í yfirsýnina. 

Þessi maður Watson hefur nú háaldraður verið hakkaður í spað af jafnvel gömlum vinum sínum og sviptur starfstöð fyrir að vera ófylginn við almannaslóð og vara sig ekki á pólitískum fjármagnstekjutengdum glerbrotum í vísindaheimi sem hann heldur sanngjarnan í barnshjarta sínu.

En slíku hjartalagi virðist hann deila með Birni Gunnlaugssyni okkar, sem var nefndur "spekingurinn með barnshjartað" líklega vegna takmarkaðs áhuga landbúnaði og fiskveiða tækni þeira tíma sem var skelfileg.

Watson ver síðustu köflum í nýjustu útgáfunni af bók sinni um orð Páls Postula um kærleikann. Hann gerir þessi sjónarmið að sínum án þess að trúa á Guð eins og Björn virðist gera til að skilja lífið.

Þessi bók Watsons og öll erfðagreining heimsins skilur samt eitt eftir fyrir mér sem óleysta ráðgátu:

Hver munurinn á eiginleikum raðarinnar á grunnpróteinunum Adnín, Thýnmin osfrv.í hinum tvöfalda spíral litnings mannsins, þar sem paraður tvöfaldur litningurinn, gerður af einum slíkum frá hverju foreldrinu stjórna öllu lífi einstaklingsins uppfrá þessu? (sjá ljósmynd Rosalindar  Franklins af litningi einnar frumu af trilljónum slíkra alls í líkama vaxins manns, fyrir og eftir andlát viðkomandi?.

Hver er munur á lambinu fyrir og eftir banaklefann?  En ljósmynd Franklinar  var fyrsta sönnunin á tilgátu Watsons og Cricks um tvöfalda Helix-gerð litningsins.

Við virðum fyrir okkur nýborið barn í Afganistan. Þeta barn ætlar Múslíminn dulklæddi nú að fara að drepa, einhverjum löngu dauðum spekingi til dýrðar. Þetta ætlar hann að gera á fæðingardeildinni í Kabúl.

Hver er líffræðilegi munurinn á litningnum í þessu lifandi barni  þessar síðustu sekúndur þess í þessum illa táradal og litningnum í nýdrepna barninu skömmu síðar? 

Líklega er erfitt að greina neinn mun með bestu rafeindasmásjá og annarri tækni heimsins að svo komnu máli,

Hversvegna myndi allt mannkynið ekki geta blásið lífi aftur í húsfluguna sem ég drap nýverið í því skyni að firra mig óþægindum en ekki í minningu neins spámanns sem ég dýrka? Hún var aðeins hvimleið sem ég flokkaði þannig til  óvina minna? Enda er hún víst óvinur þegar hún ferðast um því hún flytur örverur með sér ómeðvitað og einn þeirra gæti alveg eins verið SARS-2 sem laumufarþegi?

Hefði ég ekki þurft frekar að sjá til þess að hún vaknaði aldrei til þessa lífs í aðstæðum þeim sem ég hafði henni til búið í skúmaskotum sóðaskapar míns sem gerðu henni kleyft að kvikna? Ég geti bara sjálfum mér um kennt?

Var hún kannski bara grannt skoðað hælisleitandi á mínum fjörum?  Móðirin vildi tryggja afkomandanun betra líf en hún sjálf átti með því að færa mér hana? Sá að hún gæti virkjað mig til að hjálpa sér þó ég vildi það alls ekki?

Gaukurinn verpir jú í annarra hreiður. Fór ekki húsflugan eins að og SARS-COV-2  sem þáði einhverskonar tilveru sína og sigurför  þegar við réttum honum aðstæðurnar í á blautmarkaðnum í WUHAN? Markaðurinn þar hefur opnað aftur og er tekinn til við fyrri framleiðslu slíkum vírusum sem geta lagt mannkynið að velli.

En bót í máli er að nú  berast bara engar ljósmyndir þaðan framar að boði "réttra yfirvalda" í vinabæ Kópavogs WUHAN þannig að það sem við ekki sjáum skaðar okkur ekki. 

Vísindin sýna okkur frá Birni Gunnlaugssyni til dr. Watsons og dr.Kára og mannkynsins hvers vegna " Lífið öllu langt af ber..."  Hvernig ekkert getur komið lífi til  baka inn í "frumuklasa(eins og sumir kalla fóstur á 26 viku meðgöngu)  aem hefur "fjarlægður við þungunarrof" niður á Fæðingardeild? 

Hversvegna er svona miklu af hugviti mannsins varið til hins illa og eyðileggingar lífsneistans? Dr. Kári ætlar að fjalla um slík mál á ráðstefnu sem hann ætlar að blása til á sumrinu.

Allir vísindamenn mannskynsins fylla okkur stolti yfir því hvað maðurinn, þetta örlitla kvikindi í alheimi hefur þó náð langt. Hann ljósmyndar óravíddir himingeimsins og veit ótalmargt um gang hans. En ekki endilega uppruna hans. Samt margt um örlög hans, veit um líftíma sólarinnar og þar með möguleika sjálfs síns að komast af þegar útþensla sólarinnar glypir j-jörðina.

Meirihluti fólks eru samt bara fífl eins og einn Tómas okkar greindi. Einstein hefur ekki fæðst í mörgum eintökum og við höfum ekki komist að því hversvegna hann var svona frábrugðinn okkur meðalskussunum, og fleiri honum líkir. Heilinn úr hæonum er í stöðugri rannsókn án nokkurirra niðurstöðu.

Við hinir smíðuðum tunglför og Marsför, Hubble sjónauka og Voyager förin sem sigla um hin rámu regindjúp himingeimsins sem þessir eldstólpar mannvits vörðuðu. Einhverjir þurfa að halda á hömrunum meðan hinir hugsa. 

Við megum samt í heildina vera nokkuð stolt af litningunum sem við höfum og hvað þeir hafa í raun komið okkur áleiðis. En morðinginn á spítalanum í Kabúl og Múhameð er ekki það sem mannkynið vantar. Og gleymum ekki að Einstein sá sig tilneyddan að hvetja Roosewelt í frægu bréfi til að búa til bombuna góðu til að enda stríðið. 

Er náttúran hugsanlega að komast að þeirri niðurstöðu að við mannkynið  séum ekki fær um að vera í sambýli við hana?  Hún þoli okkur ekki lengur?

Þess vegna blossi nú breyttir vírusar upp i nýrri mynd þegar við héldum að við hefðum spjót eitt af skafti höggvið? Við menn séum orðnir sú plága á jörðinni að henni þyki nóg  komið og bylti sér?

Um margt held ég að nóg sé komið að mannkyni. Náttúran vilji ekki fleira af tegundinni og okkur verði betra af að stöðva fjölgunina.

Endimörk vaxtar séu í nánd eða komin. 

Mér fannst Hákon föðurbróðir minn (skógræktarstjóri) Bjarnason stundum tala um "náttúruna" sem einhverskonar æðri mátt sem myndi við öllu sjá gerði maður á hlut hennar. Hann lét mig lesa bók Rachelar Carsons um Raddir Vorsins þegar hún kom út því hann vildi ekki að ég ælist upp sem alger tækniþursi.

En gaf mér líka tæknibækur. Mathematicks för Millioner eftir Högben, Teknikens Vidundre, Heimur á Heljarþröm eftir sig og Kjarnorka á Komandi tímum sem afi þýddi.

Og margt gómsætt gotteríið koma frá honum onkel Hákoni til mín í löngum samvistum sem ég launaði helst með píanógargi á efri hæðinni þegar hann leitaði sér smáhvíldar beint neðanundir 12 cm. steypuplötu eins og þá tíðkuðust í Norðurmýrarhúsunum.  En ég átti það líka til að fara út í garð með honum að ýta sláttuvélinni á meðan hann las inn á mig ýmislegt sem ég gleymi aldrei né honum sjálfum. Hann var svo stórkostlegur maður.

Svipuð hugsun  fannst mér stundum vera hjá Hákoni um náttúruna og Guðmundur Böðvarsson lýsir í Völuvísu sinni um afleiðingar svikanna við sína huldumey. Stundum efast ég um þennan ótakmarkaða hagvöxt og sjálfa  teknokratíuna sem maður lifir með.

Hákon var hinsvegar ekki biflíumaður mikill sem fleiri hans frændur. Hann var líffræðingur sem var síleitandi að nýjum sannindum. 

Sama þó hið andlega ofurmenni sem mér fannst vera, móðir hans Sigríður Jónsdóttir Ólafssonar ritstjóra, tryði á annað líf og þyrði að segja það.

Sem eftir áratuga líkamlegar þjáningar sínar sagðist alveg treysta Drottni til að koma sér til himnaríkis án þess að góðhjartaður prestur sem til þess bauðst færi að rella í honum sín vegna. 

Hún skaut á mig orðum einu sinni á miðilsfundi hjá Hafsteini miðli sem Guðmundur vinur Einarsson verkfræðingur kom mér með Verkfræðingafélaginu á. Þau voru til þess sniðin að sannfæra mig um framhaldslífið.  En ég er víst ekki sá greindasti yfirleitt en hef oft hitt mér fremra fólk sem ég reyni að hugsa um.

Við Íslendingar megum vera þakklátir fyrir allt það sem hann Kári klári er búinn að vinna og gefa í okkar þágu eins og Íslendingabók sem allir sannir Skagfirðingar þekkja sem yndislegu ættina sína hvað sem kvensemi, hestaviti, sönglist og landabruggi þar í sveit líður. 

Dr. Kári Stefánsson er sannarlega vísindamáður á borð við þá bestu sem við Íslendingar eigum að vera virkilega stoltir af við þetta tækifæri.

Til hamingju Kári með kjörið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dr. KÁRI talaði og sannaði sig á ÍSLANDI.  AMERIKA og VÍSINDA HEIMURINN hlustaði og staðfesti aðgerðir höfðingjans hér norður á ÍSLANDI.

Hjartanlega til hamingju Dr.KÁRI STEFÁNSSON og ERFÐAGREINING, sem er fallega staðsett og vel lýst vísindasetur.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 15.5.2020 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 3418444

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband