Leita í fréttum mbl.is

Á þetta yfir okkur að ganga?

"Það hefði verið frábært að fá þessi störf hingað.

Við stjórnum hins vegar ekki pólitíkinni þar sem sumt er umsemjanlegt og annað ekki,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, um afstöðu Vinstri-grænna til framkvæmda á vegum Atlantshafsbandalagsins á Suðurnesjum.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær komu Vinstri-græn í veg fyrir framkvæmdir upp á 12-18 milljarða á svæðinu.

Hefði tilheyrandi starfafjöldi jafnframt reynst mikil innspýting fyrir svæðið.

Að sögn Sigríðar Á. Andersen, formanns utanríkismálanefndar og þingmanns Sjálfstæðisflokks, kallar afstaða Vinstri-grænna á sérstakan rökstuðning. „Það er ábyrgðarhluti ef menn ætla að hverfa frá þjóðaröryggisstefnunni með þessum hætti og hunsa þannig mögulegar þarfir í varnarsamstarfi okkar,“ segir Sigríður, sem furðar sig á afstöðu flokksins.

„Ég er undrandi á því hvernig hægt er að leggjast gegn uppbyggingu á borð við þessa. Þetta er uppbygging borgaralegra innviða, sem varnarsamstarf byggist í síauknum mæli á,“ segir Sigríður.

Óviðeigandi að blanda inn í

„Það hefur ekki verið einhver sérstakur þrýstingur á þetta umfram annað. Afstaða okkar varðandi þessi mál er alveg skýr,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem kveðst mótfallin hernaðaruppbyggingu. „Mér finnst óviðeigandi að blanda aukinni hernaðaruppbyggingu inn í efnahagsaðgerðir stjórnvalda.“

Segi upp samningum Thorsil

Á fundi stjórnar Reykjaneshafnar í gær var hafnarstjóra falið að segja upp samningum sem gerðir voru árið 2014 við einkahlutafélagið Thorsil, sem hafði áform uppi um byggingu kísilverksmiðju við Helguvík. Kjartan segir að forsvarsmönnum Thorsil hafi oftsinnis verið veittur frestur á undanförnum misserum til að koma sínum málum á hreint. Ekkert hafi þó þokast áfram. Hafa megi í huga að alltaf sé áhugi á iðnaðarlóðum sem henti hafnsækinni starfsemi, þótt ekkert sé í hendi nú um slíka uppbyggingu."

Ég lenti í viðræðum við upplýsta vinstri manneskju sem sagði ekki sæma að láta vera að byggja upp hernaðarmannvirki á þessum tíma. Við Íslendingar ættum, ekki að taka þátt í slíku.

Ég benti henni að á hún sjálf prívat og persónulega  og ég værum aðilar að NATÓ og Atlantshafsbandalaginu. Þangað til að hún hefði sagt Því lögformlega upp þá yrðum við , ég og hún og Katrín Jakobsdóttir flokksformaður hennar að styðja við bandalagið með ráðum og dáð.

Það er alger ósvinna að leggja steina í götu bandalagsins með þessum hætti. Þetta er nauðsynleg innviðauppbygging mannvirkja fyrir starfsemi NATO.

Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki látið eins og hann sjái þetta mál ekki og látið það yfir okkur ganga. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Einn gamall vinur minn vann í áburðarverksmiðjunni, sem byggð var með Marshall aðstoð. Hann átti oft í útistöðum við "komma" sem unnu með honum. Eitt sinn sagði hann við þá eitthvað á þessa leið: "Ykkur ferst að skíta Bandaríkin út, lifið þó á bandarísku náðarbrauði".

Það má segja að lífskjör á Íslandi hafi langt fram yfir miðja síðustu öld byggst á varnarsamningnum við Bandaríkin. Án hans hefðu þau orðið allt önnur og lakari.

T.d. fengum við öruggan markað fyrir fisk í Bandaríkjunum. Svo komu Loftleiðir og þar með hófst Atlantshafsflug um Ísland. Það hefði aldrei orðið, án varnarsamningsins.

Auk þess fengu þúsundir manna vinnu og lífsviðurværi sitt hjá herstöðinni, þ.á m. herstöðvarandstæðingar sem vildu hana burt. Meira að segja vildu sumir leggja Keflavíkurflugvöll niður, þeim þótti hann óþarfur.

Kannski væri staða afkomenda sumra þeirra önnur í dag ef forfeðurnir hefðu ekki notið þessa "bandaríska náðarbrauðs". 

Hörður Þormar, 15.5.2020 kl. 17:13

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Sjaldan, ef nokkurn tíma, hefur forysta Sjálfstæðisflokksins lagst neðar, en að láta VG koma í veg fyrir þessar framkvæmdir í Helguvík. Hvað er þetta fólk eiginlega að hugsa? Getur verið að núverandi forseti Alþingis hafi þjónkast svo vel við ættmennum núverandi fjármálaráðherra eftir Hrunið, að þeir greiðar haldi Sjálfstæðisflokknum í algerri gíslingu? Hvað á sannur Sjálfstæðismaður eiginlega að halda? Það getur ekki annað en læðst að manni ljótur grunur, horfandi upp á algeran aumingjaskap og svívirðilega undirlægju forystu Sjálfstæðisflokksins. Þvílíkar bleyður!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 15.5.2020 kl. 17:26

3 identicon

Hernámsandstæðingar geta nú gengið steypta hraðbrautina frá Keflavíkurflugvelli í stað malarvegar, sem gamlingjarnir fóru. Mig minnir að Batti rauði hafi átt hraðametið á malarveginum.

Hundruð ÍSLENDINGA af öllu landinu unnu hjá USA/NATO á KEFAP. Þennan flugvöll byggðu þeir og gáfu okkur síðar. Ólafur Thors, Sjálfstæðisflokkurinn, átti flest atkvæðin á Suðurnesjum.

Það er skilda Sjálfstæðisflokksins að fylgja "sögunni" á Suðurnesjum og vinna með Þjóðinni.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 17.5.2020 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 3418443

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband