Leita í fréttum mbl.is

Gervilistin

finnst mér ríða húsum í menningarlífi Íslendinga um þessar mundir. Ríkisútvarpið er stöðugt að sýna okkur myndskeið af allskyns fólki sem er að fetta sig og bretta í afkáraskap.Miðillinn flokkar þetta til listviðburða.

Það er sýnt úr sýningarsölum hvermig uppröðuð skilerí hanga á veggjum sem hvaða 6 ára barn gæti búið til. Þetta kalla spyrlarnir list og hafa langar viðræður við framleiðendurnar.

Mér finnst að þetta fólk hafi mig að háði og spotti. Séu að framleiða nýju fötin keisarans fyrir mig í því skyni að ná í pening úr opinberum lúkum út á listastimpil.

Gersamlega hæfileikalaust fólk spriklar um svið og hristir  sig í einhverskonar gjörningum sem ég sé ekkert út úr. Það er eiginlega aldrei sem ég sé neitt verk við þessi tækifæri sem hvaða krakki sem er gæti ekki búið til á skömmum tíma. Alvöru málverk hef ég ekki séð lengi.

Dr. Josef Göbbels sagði eitt sinn við Söru Leander söngkonu:

"Listin kemur ekki af því að vilja heldur að geta."

Ég held að þetta sé kjarni málsins.

Listaheimurinn er fullur af gersamlega getulausu fólki sem vill sýna sig og láta sjá sig af sýniþörfinni einni saman.  Vill vera listafólk en er það ekki langt í frá.

Hvað er langt síðan að einhver hefur séð vel gert málverk? Ekki klessuverk eins og Jónas frá Hriflu talaði um 1942 og sýndi í Gefjunarglugganum. Heldur alvöru list.

Ég hef ekkert slíkt listaverk séð árum saman. Ásgrímur, Kjarval, Eyfells og og slíkir kallar hafa bara ekki fæðst í seinni tíð að því að mér sýnist. Heldur eru fettur og brettur svokallaðra lístamanna í forgangi í fréttum. Kúnstir og gjörningar með gömlum nærbuxum eru nú kölluð textilverk.

Gervilistin hefur yfirtekið menninguna og treystir á að heimska okkar almennings sé meiri en gamla Göbbelsar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Gamli Göbbels hafði nú ekki ósvipuð viðhorf til myndlistar og þú Halldór, eftir því sem mér sýnist. Var það ekki hann sem lét halda sýningu á "úrkynjaðri" list rétt eins og Hriflu-Jónas?

Annars eru svosem nógir að klastra saman konfektkassamálverkum enn þann dag í dag, og hægt að kaupa þau á rammaverkstæðum held ég, eða jafnvel á netinu frá Kína.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.5.2020 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 3418321

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband